„Guðfaðirinn“ dæmdur í bann rétt fyrir keppni Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. ágúst 2024 07:02 Lee Pearson er sigursælasti knapi sögunnar í karlaflokki fatlaðra. Matthew Stockman/Getty Images Sir Lee Pearson hefur verið dæmdur í ótímabundið keppnisbann af breska reiðsambandinu og mun ekki taka þátt á Ólympíumóti fatlaðra í París. Ferill Pearson hófst árið 1996 en hann er sigursælasti knapi sögunnar með yfir 30 gullverðlaun á alþjóðlegum mótum, þar af fjórtán gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra. Svo mikil hefur velgengni hans verið að á heimasíðu Ólympíumóts fatlaðra er hann titlaður „guðfaðir breskra knapa“. Lee Pearson átti að keppa á sínu sjöunda Ólympíumóti í sumar.Tasos Katopodis / Getty Images Pearson var skráður til leiks í París og átti að hefja keppni næsta þriðjudag en honum hefur verið vikið úr breska liðinu. Breska reiðsambandið gaf engar frekari skýringar en sagði málið vera til rannsóknar. Þetta er í annað sinn í sumar sem breskur knappi hættir við þátttöku í París. Charlotte Dujardin stefndi á að verða sigursælasti keppandi í sögu þjóðarinnar en sagði sig frá keppni þegar upp komst um dýraníð. Pearson hefur ekki tjáð sig sjálfur en sagði fyrir rúmlega mánuði að hann myndi ekki gefa kost á sér við liðsvalið fyrir leikana í París. Þá fullyrðingu verður hins vegar að draga í efa þar sem Pearson var sannarlega valinn í liðið og settur á lista yfir keppendur á heimasíðu Ólympíumótsins. Hann hefur áður lýst á Facebook-síðu sinni mikilli valdabaráttu innan reiðsambandsins og segir síðustu átján mánuði hafa reynst honum afar erfiðir. Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Ferill Pearson hófst árið 1996 en hann er sigursælasti knapi sögunnar með yfir 30 gullverðlaun á alþjóðlegum mótum, þar af fjórtán gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra. Svo mikil hefur velgengni hans verið að á heimasíðu Ólympíumóts fatlaðra er hann titlaður „guðfaðir breskra knapa“. Lee Pearson átti að keppa á sínu sjöunda Ólympíumóti í sumar.Tasos Katopodis / Getty Images Pearson var skráður til leiks í París og átti að hefja keppni næsta þriðjudag en honum hefur verið vikið úr breska liðinu. Breska reiðsambandið gaf engar frekari skýringar en sagði málið vera til rannsóknar. Þetta er í annað sinn í sumar sem breskur knappi hættir við þátttöku í París. Charlotte Dujardin stefndi á að verða sigursælasti keppandi í sögu þjóðarinnar en sagði sig frá keppni þegar upp komst um dýraníð. Pearson hefur ekki tjáð sig sjálfur en sagði fyrir rúmlega mánuði að hann myndi ekki gefa kost á sér við liðsvalið fyrir leikana í París. Þá fullyrðingu verður hins vegar að draga í efa þar sem Pearson var sannarlega valinn í liðið og settur á lista yfir keppendur á heimasíðu Ólympíumótsins. Hann hefur áður lýst á Facebook-síðu sinni mikilli valdabaráttu innan reiðsambandsins og segir síðustu átján mánuði hafa reynst honum afar erfiðir.
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira