Missti fótinn í hákarlaárás í fyrra en keppir á ÓL í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 08:32 Ali Truwit keppir á Ólympíumóti fatlaðra í ár aðeins rúmu ári eftir hryllilega hákarlaárás. @alitruwit Ólympíumót fatlaðra er farið í gang og meðal keppenda er bandaríska sundkonan Ali Truwit. Fyrir rúmu ári síðan hafði þó aldrei hvarflað að henni að keppa á Paralympics en svo tóku örlögin í taumana. Truwit keppir á Paralympics aðeins einu ári eftir að hún varð fyrir hryllilegri hákarlaárás í sumarfríi sínu. Ali var þá stödd ásamt vinkonum sínum í útskrifarferð á Turks- og Caicoseyjum sem eru suðaustan við Bahamaeyjar. Vinkonurnar voru að leika sér í sjónum þegar hákarl birtist allt í einu og réðst á þær. „Við reyndum að berjast á móti honum en fljótlega var hákarlinn kominn með fótinn minn upp í kjaftinn,“ lýsir Truwit í viðtali við ABC. @abcnews Ali var sú óheppna því hákarlinn beit af henni hluta fótarins. Henni tókst engu að síður að synda í land þaðan sem hún var síðan flutt með þyrlu á sjúkrahús. Missti fótinn á afmælisdaginn Læknarnir urðu á endanum að taka af henni fótinn. Hann var tekinn af fyrir neðan hné á 23 ára afmælisdeginum hennar. „Ég þurfti að læra að sitja á á ný og standa á ný. Læra að ganga og hlaupa,“ sagði Truwit. Hún fann líka ástríðu sína fyrir að synda. Hafði keppt í sundi í háskóla en nú var það sundið sem færði henni sjálfstraustið á nýjan leik. Hún byrjaði að synda með kút um sig miðja en náði fljótt valdi á sundinu með dugnaði og æfingum. Minna en ári eftir árásina var hún búin að vinna sér sæti í bandaríska keppnisliðinu á Ólympíumóti fatlaðra í París. Miklu sterkari en við höldum „Í byrjun vildi ég sýna og sanna fyrir sjálfri mér að það sem gerðist fyrir mig myndi ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem elska að gera,“ sagði Truwit. „Við erum svo miklu sterkari en við höldum og það býr svo miklu meira í okkur,“ sagði Truwit. Það má sjá umfjöllun ABC hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5vZ-8ucZ194">watch on YouTube</a> Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sjá meira
Truwit keppir á Paralympics aðeins einu ári eftir að hún varð fyrir hryllilegri hákarlaárás í sumarfríi sínu. Ali var þá stödd ásamt vinkonum sínum í útskrifarferð á Turks- og Caicoseyjum sem eru suðaustan við Bahamaeyjar. Vinkonurnar voru að leika sér í sjónum þegar hákarl birtist allt í einu og réðst á þær. „Við reyndum að berjast á móti honum en fljótlega var hákarlinn kominn með fótinn minn upp í kjaftinn,“ lýsir Truwit í viðtali við ABC. @abcnews Ali var sú óheppna því hákarlinn beit af henni hluta fótarins. Henni tókst engu að síður að synda í land þaðan sem hún var síðan flutt með þyrlu á sjúkrahús. Missti fótinn á afmælisdaginn Læknarnir urðu á endanum að taka af henni fótinn. Hann var tekinn af fyrir neðan hné á 23 ára afmælisdeginum hennar. „Ég þurfti að læra að sitja á á ný og standa á ný. Læra að ganga og hlaupa,“ sagði Truwit. Hún fann líka ástríðu sína fyrir að synda. Hafði keppt í sundi í háskóla en nú var það sundið sem færði henni sjálfstraustið á nýjan leik. Hún byrjaði að synda með kút um sig miðja en náði fljótt valdi á sundinu með dugnaði og æfingum. Minna en ári eftir árásina var hún búin að vinna sér sæti í bandaríska keppnisliðinu á Ólympíumóti fatlaðra í París. Miklu sterkari en við höldum „Í byrjun vildi ég sýna og sanna fyrir sjálfri mér að það sem gerðist fyrir mig myndi ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem elska að gera,“ sagði Truwit. „Við erum svo miklu sterkari en við höldum og það býr svo miklu meira í okkur,“ sagði Truwit. Það má sjá umfjöllun ABC hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5vZ-8ucZ194">watch on YouTube</a>
Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sjá meira