Aðstoð eftir afplánun hjálpar fyrrverandi föngum að fóta sig á ný Jakob Smári Magnússon skrifar 30. ágúst 2024 11:03 Árið 2018 fór Rauði krossinn af stað með verkefni sem kallast Aðstoð eftir afplánun. Verkefnið er að norskri og danskri fyrirmynd en í þessum tveimur löndum hafa svona verkefni skilað frábærum árangri við að fækka endurkomum í fangelsin, sem er megintilgangur verkefnisins. Upphaflega var þetta hugsað sem tilraunaverkefni til þriggja ára en fljótlega kom í ljós að þörfin er mikil og því er verkefnið enn í gangi. Áfall að fara í fangelsi og að koma út Það er áfall að fara í fangelsi og það er líka áfall að koma þaðan út. Það eru fá úrræði sem bíða þeirra sem eru að koma úr afplánun og það getur reynst erfitt að fóta sig í lífinu á ný. Það er erfitt að fá atvinnu og húsnæði og margir þeirra sem koma úr afplánun glíma við félagslega einangrun. Þar af leiðandi fer fólk gjarnan aftur þangað sem það finnur sig velkomið og þekkir best til, þ.e.a.s aftur í afbrot og svo aftur í fangelsi. Þarna stígur Rauði krossinn inn með hjálp sjálfboðaliða, því eins og öll verkefni Rauða krossins byggir Aðstoð eftir afplánun á sjálfboðnu starfi. Sjálfboðaliðar sækja um í gegnum vefsíðu Rauða krossins og koma í viðtal í framhaldinu. Að því búnu fara þau á undirbúningsnámskeið sem eru sérútbúin fyrir þetta verkefni, auk þess að sækja almennt skyndihjálparnámskeið og námskeið í sálrænni skyndihjálp sér að kostnaðarlausu. Einnig er boðið uppá handleiðslu með sálfræðingi. Sjálfboðaliðar skuldbinda sig svo til að hitta þátttakanda einu sinni í viku, klukkustund í senn, í eitt ár og byrja að hitta þátttakanda um það bil 3 mánuðum áður en viðkomandi losnar úr fangelsi. Félagslegur og praktískur stuðningur Þátttaka í verkefninu stendur öllum sem eru að koma úr afplánun til boða og líkt og hjá sjálfboðaliðunum hefst þátttakan með viðtali þar sem þörfin á aðstoð er metin. Upplýsingarnar sem fást með þessum viðtölum hjálpa til við að para hvern þátttakanda saman við réttan sjálfboðaliða. Eitt af mörgu sem er fallegt við þetta verkefni er að þarna eru einstaklingar sem koma úr afplánun að hitta manneskju sem er ekki hluti af „kerfinu“ og ekki ættingi, heldur bara manneskja með hjartað á réttum stað sem hefur sóst eftir að taka þátt í verkefninu og hjálpa fyrrum föngum. Sjálfboðaliðinn aðstoðar þátttakandann svo með ýmis praktísk mál eins og t.d. að finna atvinnu eða húsnæði, en oft er þetta fyrst og fremst félagslegur stuðningur. Verkefnið hefur gengið vel og það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með hversu vel gengur að halda þessu sambandi, sem stundum hefur orðið að vináttu tveggja einstaklinga sem lifir áfram eftir að verkefninu lýkur formlega. Langar þig að taka þátt og gerast sjálfboðaliði í verkefninu? Þá getur þú sótt um á heimasíðu Rauða krossins: Aðstoð eftir afplánun - Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is) Höfundur er verkefnastjóri í Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Félagsmál Fangelsismál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 fór Rauði krossinn af stað með verkefni sem kallast Aðstoð eftir afplánun. Verkefnið er að norskri og danskri fyrirmynd en í þessum tveimur löndum hafa svona verkefni skilað frábærum árangri við að fækka endurkomum í fangelsin, sem er megintilgangur verkefnisins. Upphaflega var þetta hugsað sem tilraunaverkefni til þriggja ára en fljótlega kom í ljós að þörfin er mikil og því er verkefnið enn í gangi. Áfall að fara í fangelsi og að koma út Það er áfall að fara í fangelsi og það er líka áfall að koma þaðan út. Það eru fá úrræði sem bíða þeirra sem eru að koma úr afplánun og það getur reynst erfitt að fóta sig í lífinu á ný. Það er erfitt að fá atvinnu og húsnæði og margir þeirra sem koma úr afplánun glíma við félagslega einangrun. Þar af leiðandi fer fólk gjarnan aftur þangað sem það finnur sig velkomið og þekkir best til, þ.e.a.s aftur í afbrot og svo aftur í fangelsi. Þarna stígur Rauði krossinn inn með hjálp sjálfboðaliða, því eins og öll verkefni Rauða krossins byggir Aðstoð eftir afplánun á sjálfboðnu starfi. Sjálfboðaliðar sækja um í gegnum vefsíðu Rauða krossins og koma í viðtal í framhaldinu. Að því búnu fara þau á undirbúningsnámskeið sem eru sérútbúin fyrir þetta verkefni, auk þess að sækja almennt skyndihjálparnámskeið og námskeið í sálrænni skyndihjálp sér að kostnaðarlausu. Einnig er boðið uppá handleiðslu með sálfræðingi. Sjálfboðaliðar skuldbinda sig svo til að hitta þátttakanda einu sinni í viku, klukkustund í senn, í eitt ár og byrja að hitta þátttakanda um það bil 3 mánuðum áður en viðkomandi losnar úr fangelsi. Félagslegur og praktískur stuðningur Þátttaka í verkefninu stendur öllum sem eru að koma úr afplánun til boða og líkt og hjá sjálfboðaliðunum hefst þátttakan með viðtali þar sem þörfin á aðstoð er metin. Upplýsingarnar sem fást með þessum viðtölum hjálpa til við að para hvern þátttakanda saman við réttan sjálfboðaliða. Eitt af mörgu sem er fallegt við þetta verkefni er að þarna eru einstaklingar sem koma úr afplánun að hitta manneskju sem er ekki hluti af „kerfinu“ og ekki ættingi, heldur bara manneskja með hjartað á réttum stað sem hefur sóst eftir að taka þátt í verkefninu og hjálpa fyrrum föngum. Sjálfboðaliðinn aðstoðar þátttakandann svo með ýmis praktísk mál eins og t.d. að finna atvinnu eða húsnæði, en oft er þetta fyrst og fremst félagslegur stuðningur. Verkefnið hefur gengið vel og það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með hversu vel gengur að halda þessu sambandi, sem stundum hefur orðið að vináttu tveggja einstaklinga sem lifir áfram eftir að verkefninu lýkur formlega. Langar þig að taka þátt og gerast sjálfboðaliði í verkefninu? Þá getur þú sótt um á heimasíðu Rauða krossins: Aðstoð eftir afplánun - Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is) Höfundur er verkefnastjóri í Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun