Djokovic óvænt úr leik líka: „Einn versti tennis sem ég hef spilað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 10:09 Þetta var stutt gaman Novak Djokovic í New York í ár. Getty/Al Bello Novak Djokovic ver ekki titil sinn á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eða vinnur sinn 25. risatitil í New York í haust. Hann er úr leik. Daginn eftir að Carlos Alcaraz datt óvænt úr keppni þá fór aðalkeppinautur hans sömu leið. Djokovic tapaði mjög óvænt fyrir Alexei Popyrin í þriðju umferðinni 6-4, 6-4, 2-6, og 6-4. Það eru liðin átján ár síðan Djokovic datt svo snemma úr keppni á Opna bandaríska meistaramótinu. Þetta verður líka fyrsta árið síðan 2017 þar sem Djokovic vinnur ekki risatitil. Hann er þó nýkominn heim af Ólympíuleikunum þar sem hann vann Ólympíugullið í fyrsta sinn eftir margar tilraunir og langa bið. Það tók greinilega sinn toll því Djokovic virkaði þreyttur og ólíkur sjálfum sér. „Þetta var einn versti tennis sem ég hef spilað,“ sagði hinn 37 ára gamli Djokovic. „Miðað við hvernig mér leið og hvernig ég spilaði á þessu móti þá er hægt að segja það góðan árangur að komast í þriðju umferðina,“ sagði Djokovic. Þetta verður fyrsta risamótið í tvo áratugi sem enginn af þeim Djokovic, Rafel Nadal eða Roger Federer komast í sextán manna úrslit. ALEXEI POPYRIN COMPLETES THE UPSET OVER NOVAK DJOKOVIC 😱This is the first major since the 2004 French Open without Djokovic, Nadal or Federer in the Round of 16 😳 pic.twitter.com/F1jODwxX4L— ESPN (@espn) August 31, 2024 Tennis Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Sjá meira
Daginn eftir að Carlos Alcaraz datt óvænt úr keppni þá fór aðalkeppinautur hans sömu leið. Djokovic tapaði mjög óvænt fyrir Alexei Popyrin í þriðju umferðinni 6-4, 6-4, 2-6, og 6-4. Það eru liðin átján ár síðan Djokovic datt svo snemma úr keppni á Opna bandaríska meistaramótinu. Þetta verður líka fyrsta árið síðan 2017 þar sem Djokovic vinnur ekki risatitil. Hann er þó nýkominn heim af Ólympíuleikunum þar sem hann vann Ólympíugullið í fyrsta sinn eftir margar tilraunir og langa bið. Það tók greinilega sinn toll því Djokovic virkaði þreyttur og ólíkur sjálfum sér. „Þetta var einn versti tennis sem ég hef spilað,“ sagði hinn 37 ára gamli Djokovic. „Miðað við hvernig mér leið og hvernig ég spilaði á þessu móti þá er hægt að segja það góðan árangur að komast í þriðju umferðina,“ sagði Djokovic. Þetta verður fyrsta risamótið í tvo áratugi sem enginn af þeim Djokovic, Rafel Nadal eða Roger Federer komast í sextán manna úrslit. ALEXEI POPYRIN COMPLETES THE UPSET OVER NOVAK DJOKOVIC 😱This is the first major since the 2004 French Open without Djokovic, Nadal or Federer in the Round of 16 😳 pic.twitter.com/F1jODwxX4L— ESPN (@espn) August 31, 2024
Tennis Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Sjá meira