Er ekki allt í gulu? Willum Þór Þórsson skrifar 1. september 2024 08:02 Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Um er að ræða mikilvæga og árlega vitundarvakningu þar sem fjölmargir taka höndum saman og vekja athygli á mikilvægi geðheilbrigðis og sjálfsvígsforvarna. Í gulum september sameinumst við á þeirri vegferð að vekja upp von. Gulur er litur sjálfsvígsforvarna, táknrænn fyrir þá vitundarvakningu sem á sér stað, táknar von, hlýju og birtu ásamt því að vekja upp jákvæðar tilfinningar. Slagorð mánaðarins „er ekki allt í gulu?“ vísar til samkenndar; þess að láta sig náungann varða og hlúa að geðheilsunni. Fjölbreytt dagskrá verður í tengslum við Gulan september sem hefst með formlegri opnun í ráðhúsi Reykjavíkur. Þann 10. september er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna og eru landsmenn hvattir til að taka þátt og klæðast gulu. Lífsbrú Margt jákvætt hefur gerst á undanförnum árum þegar kemur að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum hér á landi. Verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna vinnur með miðstöð sjálfsvígsforvarna sem ber heitið Lífsbrú. Markmið miðstöðvarinnar er að vinna að sjálfsvígsforvörnum í samræmi við aðgerðaráætlun stjórnvalda. Nafnið Lífsbrú vísar til vitundarvakningar á breiðum grunni um mikilvægi uppbyggilegs og heilbrigðs lífs, allt frá frumbernsku og leggur einnig huglæga brú yfir til þeirra sem haldnir eru sjálfsvígshugsunum; það er alltaf von. Samhliða opnun miðstöðvarinnar var settur á laggirnar Lífsbrú-sjóður sem ætlað að byggja enn frekar undir sjálfsvígsforvarnir í samræmi við aðgerðaráætlun stjórnvalda. Uppfærð aðgerðaráætlun Forvarnir eru viðvarandi verkefni. Starfshópur vinnur nú að því að uppfæra aðgerðaráætlun í sjálfsvígsforvörnum í samræmi við lýðheilsu- og geðheilbrigðisstefnu. Jafnframt er Ísland þátttakandi í Evrópuverkefninu ,,Joint Action ImpleMENTAL 2022-2024“ sem meðal annars snýr að innleiðingu gagnreyndra sjálfsvígsforvarna og nýtist vel í mótun framtíðarsýnar og aðgerðaráætlunar í sjálfsvígsforvörnum. Samvinnuverkefni Geðrækt og forvarnir eru samvinnuverkefni sem er samofið samfélaginu og snertir flesta anga þess. Þannig geta kraftar öflugs hugsjónafólks, félagasamtaka og stjórnvalda komið saman að umbótum og er Lífsbrú vettvangur slíkrar samvinnu. Framlag þessa hugsjónafólks og félagasamtaka er þakkarvert. Ég vil hvetja sem flest til að taka þátt í gulum september og kynna sér dagskrána sem finna má á vef Embættis Landlæknis. Við skulum stöðugt minna okkur á að það er alltaf von. Réttum út hjálparhönd, sýnum hlýju, skilning og samhug; framhald seiglu og vonar; allt í gulu. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Um er að ræða mikilvæga og árlega vitundarvakningu þar sem fjölmargir taka höndum saman og vekja athygli á mikilvægi geðheilbrigðis og sjálfsvígsforvarna. Í gulum september sameinumst við á þeirri vegferð að vekja upp von. Gulur er litur sjálfsvígsforvarna, táknrænn fyrir þá vitundarvakningu sem á sér stað, táknar von, hlýju og birtu ásamt því að vekja upp jákvæðar tilfinningar. Slagorð mánaðarins „er ekki allt í gulu?“ vísar til samkenndar; þess að láta sig náungann varða og hlúa að geðheilsunni. Fjölbreytt dagskrá verður í tengslum við Gulan september sem hefst með formlegri opnun í ráðhúsi Reykjavíkur. Þann 10. september er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna og eru landsmenn hvattir til að taka þátt og klæðast gulu. Lífsbrú Margt jákvætt hefur gerst á undanförnum árum þegar kemur að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum hér á landi. Verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna vinnur með miðstöð sjálfsvígsforvarna sem ber heitið Lífsbrú. Markmið miðstöðvarinnar er að vinna að sjálfsvígsforvörnum í samræmi við aðgerðaráætlun stjórnvalda. Nafnið Lífsbrú vísar til vitundarvakningar á breiðum grunni um mikilvægi uppbyggilegs og heilbrigðs lífs, allt frá frumbernsku og leggur einnig huglæga brú yfir til þeirra sem haldnir eru sjálfsvígshugsunum; það er alltaf von. Samhliða opnun miðstöðvarinnar var settur á laggirnar Lífsbrú-sjóður sem ætlað að byggja enn frekar undir sjálfsvígsforvarnir í samræmi við aðgerðaráætlun stjórnvalda. Uppfærð aðgerðaráætlun Forvarnir eru viðvarandi verkefni. Starfshópur vinnur nú að því að uppfæra aðgerðaráætlun í sjálfsvígsforvörnum í samræmi við lýðheilsu- og geðheilbrigðisstefnu. Jafnframt er Ísland þátttakandi í Evrópuverkefninu ,,Joint Action ImpleMENTAL 2022-2024“ sem meðal annars snýr að innleiðingu gagnreyndra sjálfsvígsforvarna og nýtist vel í mótun framtíðarsýnar og aðgerðaráætlunar í sjálfsvígsforvörnum. Samvinnuverkefni Geðrækt og forvarnir eru samvinnuverkefni sem er samofið samfélaginu og snertir flesta anga þess. Þannig geta kraftar öflugs hugsjónafólks, félagasamtaka og stjórnvalda komið saman að umbótum og er Lífsbrú vettvangur slíkrar samvinnu. Framlag þessa hugsjónafólks og félagasamtaka er þakkarvert. Ég vil hvetja sem flest til að taka þátt í gulum september og kynna sér dagskrána sem finna má á vef Embættis Landlæknis. Við skulum stöðugt minna okkur á að það er alltaf von. Réttum út hjálparhönd, sýnum hlýju, skilning og samhug; framhald seiglu og vonar; allt í gulu. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun