Bergrós þarf að eiga svakalegan sunnudag ætli hún á pall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 10:30 Bergrós Björnsdóttir hefur áður átt frábæran lokadag og nú þarf hún að endurtaka leikinn. @bergrosbjornsdottir Bergrós Björnsdóttir er í sjötta sæti fyrir síðasta daginn á heimsleikum unglinga í CrossFit en mótið fer fram um helgina í Bandaríkjunum. Bergrós er að keppa í flokki sextán til sautján ára en hún vann bronsverðlaun í þessum flokki á heimsleikunum í fyrra. Nú þarf okkar kona að eiga svakalegan lokadag ætli hún að komast aftur á verðlaunapallinn. Bergrós er með 265 stig eftir fyrstu fimm greinarnar en það eru þrjár greinar á síðasta deginum. Það eru því þrjú hundruð stig í pottinum ennþá. Selfyssingurinn er sextán stigum frá þriðja sætinu þar sem situr ríkjandi heimsmeistari Lucy McGonigle frá Írlandi. Það er mikil spenna því Bergrós er bara fimm stigum frá fimmta sætinu og átta stigum frá því fjórða. Efstar eru tvær bandarískar stelpur, Reese Littlewood (336 stig) er 71 stigi á undan Bergrósu og Elsie Larson (322) er 57 stigum á undan okkar konu. Littlewood fékk 196 stig út úr tveimur síðustu greinum og tók með því forystuna. Bergrós vann þriðju greinina og náði sjöunda sæti í fjórðu grein. Hún fékk því 64 prósent stiga sinna í þessum tveimur greinum en endaði síðan fjórtánda eða neðar í hinum þremur greinunum. Bergrós átti svakalega endurkomu á heimsleikunum í fyrra og þekkir það því vel að koma öflug inn á lokakaflanum. Vonandi tekst henni að endurtaka leikinn í dag. Ísland átti líka tvær konur á heimsleikum öldunga. Hjördís Ósk Óskarsdóttir frá Crossfit XY keppti í flokki 40 til 44 ára og í flokki 45-39 ára keppti Ingunn Lúðvíksdóttir frá Crossfit Sport. Ingunn endaði í fimmtánda sæti en Hjördís Ósk varð í 28. sæti. CrossFit Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Bergrós er að keppa í flokki sextán til sautján ára en hún vann bronsverðlaun í þessum flokki á heimsleikunum í fyrra. Nú þarf okkar kona að eiga svakalegan lokadag ætli hún að komast aftur á verðlaunapallinn. Bergrós er með 265 stig eftir fyrstu fimm greinarnar en það eru þrjár greinar á síðasta deginum. Það eru því þrjú hundruð stig í pottinum ennþá. Selfyssingurinn er sextán stigum frá þriðja sætinu þar sem situr ríkjandi heimsmeistari Lucy McGonigle frá Írlandi. Það er mikil spenna því Bergrós er bara fimm stigum frá fimmta sætinu og átta stigum frá því fjórða. Efstar eru tvær bandarískar stelpur, Reese Littlewood (336 stig) er 71 stigi á undan Bergrósu og Elsie Larson (322) er 57 stigum á undan okkar konu. Littlewood fékk 196 stig út úr tveimur síðustu greinum og tók með því forystuna. Bergrós vann þriðju greinina og náði sjöunda sæti í fjórðu grein. Hún fékk því 64 prósent stiga sinna í þessum tveimur greinum en endaði síðan fjórtánda eða neðar í hinum þremur greinunum. Bergrós átti svakalega endurkomu á heimsleikunum í fyrra og þekkir það því vel að koma öflug inn á lokakaflanum. Vonandi tekst henni að endurtaka leikinn í dag. Ísland átti líka tvær konur á heimsleikum öldunga. Hjördís Ósk Óskarsdóttir frá Crossfit XY keppti í flokki 40 til 44 ára og í flokki 45-39 ára keppti Ingunn Lúðvíksdóttir frá Crossfit Sport. Ingunn endaði í fimmtánda sæti en Hjördís Ósk varð í 28. sæti.
CrossFit Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira