Hóta að breyta kjarnorkuvopnastefnu vegna stuðnings við Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2024 23:20 Vladímír Pútín Rússlandsforseti á fundi um öryggismál. Rjabkov aðstoðarutanríkisráðherra er fremst vinstra megin á myndinni. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml hóta því nú að breyta stefnu sinni um hvenær þau eru tilbúin að beita kjarnavopnum vegna stuðnings vestrænna ríkja við Úkraínu. Þau saka Vesturlönd um að „ganga of langt“ í stríði sem Rússland hóf. Rússar eiga stærsta kjarnorkuvopnabúr í heimi og þeir hafa ítrekað ýjað að því að þeir gætu beitt þeim til þess að fæla vestræn lýðræðisríki frá því að aðstoða Úkraínumenn í að verjast innrás þeirra. Daginn sem innrásin hófst hótaði Vladímír Pútín forseti því að þeir sem reyndu að stöðva Rússa fengju að kenna á því á „hátt sem þeir hefðu aldrei upplifað áður“. Nú hafa rússneskir fjölmiðlar eftir Sergei Rjakbov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, að stjórnvöld séu langt komin með breytingar á kjarnorkuvopnastefnu sinni og að þau hafi kláran ásetning um „leiðréttingar“. Breytingarnar rakti Rjabkov til „stigmögnunar“ vestrænna andstæðinga Rússlands í tengslum við stríðið í Úkraínu. Dmitríj Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sakaði vestræn ríki um að ganga of langt í viðtali sem birtist í dag. Hann fullyrti að Rússar gerðu hvað sem þurfa þyrfti til þess að verja hagsmuni sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraínumenn hafa undanfarnar vikur notað vestræn vopn til þess að hernema landsvæði í Kúrsk-héraði í Rússlandi sem Rússar hafa átt erfitt með að svara. Sú gagninnrás virtist gera lítið úr yfirlýsingum Pútíns sem virtist ætlað að láta vestræn ríki óttast að hann gæti beitt kjarnavopnum ef þau taka of virkan þátt í vörnum Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, vill að vestrænir bandamenn leyfi Úkraínumönnum að nota vopn til þess að gera gagnárásir lengra inn í Rússland, þaðan sem árásir eru gerðar yfir landamærin. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Hernaður Tengdar fréttir Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. 21. maí 2024 19:11 Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hélt því fram í morgun að Rússar hefðu aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún skammaðist út í ráðamenn í Bandaríkjunum fyrir að halda því fram og sakaði þá um ábyrgðarleysi. 19. maí 2022 11:11 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Rússar eiga stærsta kjarnorkuvopnabúr í heimi og þeir hafa ítrekað ýjað að því að þeir gætu beitt þeim til þess að fæla vestræn lýðræðisríki frá því að aðstoða Úkraínumenn í að verjast innrás þeirra. Daginn sem innrásin hófst hótaði Vladímír Pútín forseti því að þeir sem reyndu að stöðva Rússa fengju að kenna á því á „hátt sem þeir hefðu aldrei upplifað áður“. Nú hafa rússneskir fjölmiðlar eftir Sergei Rjakbov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, að stjórnvöld séu langt komin með breytingar á kjarnorkuvopnastefnu sinni og að þau hafi kláran ásetning um „leiðréttingar“. Breytingarnar rakti Rjabkov til „stigmögnunar“ vestrænna andstæðinga Rússlands í tengslum við stríðið í Úkraínu. Dmitríj Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sakaði vestræn ríki um að ganga of langt í viðtali sem birtist í dag. Hann fullyrti að Rússar gerðu hvað sem þurfa þyrfti til þess að verja hagsmuni sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraínumenn hafa undanfarnar vikur notað vestræn vopn til þess að hernema landsvæði í Kúrsk-héraði í Rússlandi sem Rússar hafa átt erfitt með að svara. Sú gagninnrás virtist gera lítið úr yfirlýsingum Pútíns sem virtist ætlað að láta vestræn ríki óttast að hann gæti beitt kjarnavopnum ef þau taka of virkan þátt í vörnum Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, vill að vestrænir bandamenn leyfi Úkraínumönnum að nota vopn til þess að gera gagnárásir lengra inn í Rússland, þaðan sem árásir eru gerðar yfir landamærin.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Hernaður Tengdar fréttir Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. 21. maí 2024 19:11 Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hélt því fram í morgun að Rússar hefðu aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún skammaðist út í ráðamenn í Bandaríkjunum fyrir að halda því fram og sakaði þá um ábyrgðarleysi. 19. maí 2022 11:11 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. 21. maí 2024 19:11
Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hélt því fram í morgun að Rússar hefðu aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún skammaðist út í ráðamenn í Bandaríkjunum fyrir að halda því fram og sakaði þá um ábyrgðarleysi. 19. maí 2022 11:11
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna