Frá bankahruni til heimsfaraldurs Ásgeir Jónsson skrifar 3. september 2024 08:33 Frá bankahruni til heimsfaraldurs: Gagnrýnin hugsun á krossgötum 1.1 Tvískynjunarháttur fjölmiðla og stjórnvalda Haustið 2008 varð eitt mesta efnahagshrun Íslandssögunnar. Í kjölfarið var ljóst að fjölmiðlar höfðu brugðist hlutverki sínu með því að gagnrýna ekki útrásarvíkingana nægilega. Þeir voru gagnrýndir fyrir að taka of mikið mark á fréttatilkynningum frá bönkunum án þess að kafa dýpra, og fyrir að fjalla jákvætt um útrás bankanna án þess að skoða undirliggjandi áhættu. Til dæmis voru fréttir af kaupum Baugs á erlendum verslanakeðjum oft settar fram sem sigrar án þess að skoða skuldastöðu fyrirtækisins. Stjórnvöld brugðust einnig herfilega við með áformum um að gera Ísland að fjármálamiðstöð, og enginn fjölmiðill véfengdi það, ekki heldur Seðlabankinn. Fjölmiðlar áttu að vera gagnrýnir og veita aðhald, en það átti líka við um stjórnvöld og eftirlitsaðila. Eftir hrunið var kallað eftir aukinni gagnrýninni hugsun til að koma í veg fyrir að svipaðar aðstæður endurtækju sig. 1.2 COVID-19: Sömu mistök endurtekin Þegar heimsfaraldurinn skall á, leiddu Alma D. Möller, Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason upplýsingagjöf og ákvarðanatöku um viðbrögð við faraldrinum. Þríeykið naut mikils trausts í samfélaginu, en þeir sem gagnrýndu ákvarðanir þess mættu oft harðri gagnrýni. Þetta bendir til þess að gagnrýnin hugsun og virðing fyrir tjáningarfrelsi væru aftur á undanhaldi. Því má segja að sömu mistökin, sem aldrei máttu gerast aftur, hafi gerst aftur rúmlega áratug síðar. Hvað getum við hugsanlega lært af þessu? Að tjáningarfrelsi og gagnrýnin hugsun er ekkert grín, sem hentar bara þegar það á við. Tjáningarfrelsi var ekki sett fram til að verja skoðanir meirihlutans, það var sett fram til að tryggja að allar raddir fengju að heyrast. Raunverulegt tjáningarfrelsi er forsenda þess að samfélagið geti lært af mistökum fortíðar og tekist á við áskoranir framtíðar af skynsemi. Það er ekki bara réttur, heldur skylda okkar allra að vernda þennan hornstein lýðræðisins. Við skulum enda þetta á Voltaire, franski heimspekingurinn Voltaire er einn af frægustu málsörum tjáningarfrelsis. Hann barðist gegn ritskoðun og verndaði tjáningarfrelsi í skrifum sínum. Árið 1770 skrifaði Voltaire í bréfi til Monsieur l'Abbé: „Ég fyrirlít það sem þú skrifar, en ég myndi gefa líf mitt til að gera þér kleift að halda áfram að skrifa.“ Höfundur er stofnandi og eigandi Takmarkalaust líf ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunið Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Frá bankahruni til heimsfaraldurs: Gagnrýnin hugsun á krossgötum 1.1 Tvískynjunarháttur fjölmiðla og stjórnvalda Haustið 2008 varð eitt mesta efnahagshrun Íslandssögunnar. Í kjölfarið var ljóst að fjölmiðlar höfðu brugðist hlutverki sínu með því að gagnrýna ekki útrásarvíkingana nægilega. Þeir voru gagnrýndir fyrir að taka of mikið mark á fréttatilkynningum frá bönkunum án þess að kafa dýpra, og fyrir að fjalla jákvætt um útrás bankanna án þess að skoða undirliggjandi áhættu. Til dæmis voru fréttir af kaupum Baugs á erlendum verslanakeðjum oft settar fram sem sigrar án þess að skoða skuldastöðu fyrirtækisins. Stjórnvöld brugðust einnig herfilega við með áformum um að gera Ísland að fjármálamiðstöð, og enginn fjölmiðill véfengdi það, ekki heldur Seðlabankinn. Fjölmiðlar áttu að vera gagnrýnir og veita aðhald, en það átti líka við um stjórnvöld og eftirlitsaðila. Eftir hrunið var kallað eftir aukinni gagnrýninni hugsun til að koma í veg fyrir að svipaðar aðstæður endurtækju sig. 1.2 COVID-19: Sömu mistök endurtekin Þegar heimsfaraldurinn skall á, leiddu Alma D. Möller, Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason upplýsingagjöf og ákvarðanatöku um viðbrögð við faraldrinum. Þríeykið naut mikils trausts í samfélaginu, en þeir sem gagnrýndu ákvarðanir þess mættu oft harðri gagnrýni. Þetta bendir til þess að gagnrýnin hugsun og virðing fyrir tjáningarfrelsi væru aftur á undanhaldi. Því má segja að sömu mistökin, sem aldrei máttu gerast aftur, hafi gerst aftur rúmlega áratug síðar. Hvað getum við hugsanlega lært af þessu? Að tjáningarfrelsi og gagnrýnin hugsun er ekkert grín, sem hentar bara þegar það á við. Tjáningarfrelsi var ekki sett fram til að verja skoðanir meirihlutans, það var sett fram til að tryggja að allar raddir fengju að heyrast. Raunverulegt tjáningarfrelsi er forsenda þess að samfélagið geti lært af mistökum fortíðar og tekist á við áskoranir framtíðar af skynsemi. Það er ekki bara réttur, heldur skylda okkar allra að vernda þennan hornstein lýðræðisins. Við skulum enda þetta á Voltaire, franski heimspekingurinn Voltaire er einn af frægustu málsörum tjáningarfrelsis. Hann barðist gegn ritskoðun og verndaði tjáningarfrelsi í skrifum sínum. Árið 1770 skrifaði Voltaire í bréfi til Monsieur l'Abbé: „Ég fyrirlít það sem þú skrifar, en ég myndi gefa líf mitt til að gera þér kleift að halda áfram að skrifa.“ Höfundur er stofnandi og eigandi Takmarkalaust líf ehf.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun