Er allt í gulu? Pétur Maack Þorsteinsson skrifar 4. september 2024 08:02 Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Flest þykjumst við skilja hvað átt er við þegar talað er um forvarnir en það er þó sama um hvað er rætt, samtalið verður markvissara og gagnlegra ef skilningur er sameiginlegur. Það er því ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér hvað felst í forvarnahugtakinu og hvernig við skilgreinum forvarnir. Að jafnaði er rætt um þrjú stig forvarna, fyrsta, annars og þriðja stigs forvarnir. Fyrsta stigs forvarnir eru þær forvarnir sem ætlað er að koma í veg fyrir að vandamál verði til. Augljóst dæmi um fyrsta stigs forvarnir eru ýmsar bólusetningar sem hafa bætt lífslíkur stórkostlega en öryggisbelti í bílum eru líka dæmi um fyrsta stigs forvarnir sem hafa skilað árangri í að draga úr heilsutjóni. Heilbrigður lífstíll, hreyfing, góður svefn og hæfileg líkamsrækt eru líka allt dæmi um mikilvægar fyrsta stigs forvarnir sem hefur verið sýnt fram á að geta haft mikil jákvæð áhrif á andlega líðan. Annars stigs forvarnir eru þær forvarnir sem miða að því að greina sjúkdóm eða vanda snemma og veita meðferð til að koma í veg fyrir alvarlegri skaða seinna meir. Ýmsar skimanir eins og skimanir fyrir algengum en hættulegum krabbameinum eru dæmi um vel heppnaðar annars stigs forvarnir en árangur hvílir þó á því að fólk nýti sér þau úrræði sem eru í boði. Til að nýta úrræði verðum við að þekkja þau og vita að þau eru til staðar. Loks eru þriðja stigs forvarnir en þar undir falla meðal annars hæfing og endurhæfing eftir sjúkdóm eða slys sem ætlað er að auka lífsgæði og bæta starfsorku til dæmis til að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á örorku. Margsinnis hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að vel útfærðar forvarnir á öllum stigum eru ábatasamar fyrir fólk, fjölskyldur og samfélagið allt. Af skilgreiningunum hér að framan má líka sjá að þegar vel tekst til geta forvarnir á fyrsta stigi skilað miklum ávinningi fyrir aðeins brot af þeim kostnaði sem getur fylgt þriðja stigs forvörnum. Það breytir því ekki að ávinningur af árangursríkum forvörnum á öllum stigum er mikill hvort sem horft er til fyrsta, annars eða þriðja stigs forvarna. Þetta er mikilvægt að hafa í huga vegna þess að stundum er aðeins horft í kostnaðinn við þriðja stigs forvarnir án þess að taka með í reikninginn hversu mikill ávinningur er af því að koma í veg fyrir örorku. Þannig getur væntur ávinningur af þriðja stigs forvörnum réttlætt háan kostnað. Kostnaður samfélagsins af því þegar þriðja stigs forvarnir bregðast eða eru ekki til staðar getur líka verið mjög hár eins og nýleg dæmi sýna. Segja má að allt sem við gerum til að bæta andlega líðan okkar og annarra sé einhvers konar sjálfsvígsforvarnir. Fyrirbyggjandi lífstíll, góðar svefnvenjur, vinatengsl, að láta sér annt um náungan, að þekkja einkenni vanlíðunar og sjálfsvígshugsana, að geta tekist á við áföll af æðruleysi og styrk og margt fleira eru dæmi um mikilvægar forvarnir sem við getum sjálf tileinkað okkur í báráttunni gegn sjálfsvígum og vanlíðan. Framlag Sálfræðingafélag Íslands til Guls septembers í ár er röð fræðsluerinda sem félagið stendur fyrir í samstarfi við Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Næstu fimm fimmtudagshádegi verða í boði stutt fræðsluerindi um ýmislegt sem við getum sjálf gert til að styðja við góða líðan. Allar upplýsingar um erindin er að finna á heimasíðu sálfræðingafélagsins, www.sal.is og á Facebook síðu félagsins, www.facebook.com/salfraedingafelagislands/. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðiseftirlit Pétur Maack Þorsteinsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Flest þykjumst við skilja hvað átt er við þegar talað er um forvarnir en það er þó sama um hvað er rætt, samtalið verður markvissara og gagnlegra ef skilningur er sameiginlegur. Það er því ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér hvað felst í forvarnahugtakinu og hvernig við skilgreinum forvarnir. Að jafnaði er rætt um þrjú stig forvarna, fyrsta, annars og þriðja stigs forvarnir. Fyrsta stigs forvarnir eru þær forvarnir sem ætlað er að koma í veg fyrir að vandamál verði til. Augljóst dæmi um fyrsta stigs forvarnir eru ýmsar bólusetningar sem hafa bætt lífslíkur stórkostlega en öryggisbelti í bílum eru líka dæmi um fyrsta stigs forvarnir sem hafa skilað árangri í að draga úr heilsutjóni. Heilbrigður lífstíll, hreyfing, góður svefn og hæfileg líkamsrækt eru líka allt dæmi um mikilvægar fyrsta stigs forvarnir sem hefur verið sýnt fram á að geta haft mikil jákvæð áhrif á andlega líðan. Annars stigs forvarnir eru þær forvarnir sem miða að því að greina sjúkdóm eða vanda snemma og veita meðferð til að koma í veg fyrir alvarlegri skaða seinna meir. Ýmsar skimanir eins og skimanir fyrir algengum en hættulegum krabbameinum eru dæmi um vel heppnaðar annars stigs forvarnir en árangur hvílir þó á því að fólk nýti sér þau úrræði sem eru í boði. Til að nýta úrræði verðum við að þekkja þau og vita að þau eru til staðar. Loks eru þriðja stigs forvarnir en þar undir falla meðal annars hæfing og endurhæfing eftir sjúkdóm eða slys sem ætlað er að auka lífsgæði og bæta starfsorku til dæmis til að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á örorku. Margsinnis hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að vel útfærðar forvarnir á öllum stigum eru ábatasamar fyrir fólk, fjölskyldur og samfélagið allt. Af skilgreiningunum hér að framan má líka sjá að þegar vel tekst til geta forvarnir á fyrsta stigi skilað miklum ávinningi fyrir aðeins brot af þeim kostnaði sem getur fylgt þriðja stigs forvörnum. Það breytir því ekki að ávinningur af árangursríkum forvörnum á öllum stigum er mikill hvort sem horft er til fyrsta, annars eða þriðja stigs forvarna. Þetta er mikilvægt að hafa í huga vegna þess að stundum er aðeins horft í kostnaðinn við þriðja stigs forvarnir án þess að taka með í reikninginn hversu mikill ávinningur er af því að koma í veg fyrir örorku. Þannig getur væntur ávinningur af þriðja stigs forvörnum réttlætt háan kostnað. Kostnaður samfélagsins af því þegar þriðja stigs forvarnir bregðast eða eru ekki til staðar getur líka verið mjög hár eins og nýleg dæmi sýna. Segja má að allt sem við gerum til að bæta andlega líðan okkar og annarra sé einhvers konar sjálfsvígsforvarnir. Fyrirbyggjandi lífstíll, góðar svefnvenjur, vinatengsl, að láta sér annt um náungan, að þekkja einkenni vanlíðunar og sjálfsvígshugsana, að geta tekist á við áföll af æðruleysi og styrk og margt fleira eru dæmi um mikilvægar forvarnir sem við getum sjálf tileinkað okkur í báráttunni gegn sjálfsvígum og vanlíðan. Framlag Sálfræðingafélag Íslands til Guls septembers í ár er röð fræðsluerinda sem félagið stendur fyrir í samstarfi við Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Næstu fimm fimmtudagshádegi verða í boði stutt fræðsluerindi um ýmislegt sem við getum sjálf gert til að styðja við góða líðan. Allar upplýsingar um erindin er að finna á heimasíðu sálfræðingafélagsins, www.sal.is og á Facebook síðu félagsins, www.facebook.com/salfraedingafelagislands/. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun