Veljum íslenskuna Lísbet Einarsdóttir skrifar 3. september 2024 14:33 Að skilja og geta talað íslensku er mikilvægur þáttur þess að aðlagst samfélaginu, vinnumarkaði og þá vinnustað. Að þekkja og skilja menningarleg blæbrigði, félagsleg viðmið, siði og venjur og þannig geta verið virkur þátttakandi. er fyrir alla ómetanlegt. Að geta átt skilvirk samskipti við samstarfsfólk, samferðafólk og viðskiptavini þar sem það á við eykur samvinnu og framleiðni. Það getur sannarlegar bætt atvinnumöguleika og opnað fyrir fleiri starfsmöguleika og tækifæri til vaxtar. Að kunna tungumálið auðveldar ennfremur hversdagsleg verkefni, svo sem samskipti sem geta verið tilkomin vegna barna, við skóla og aðrar stofnanir sem og til að ferðast á milli staða með almenningssamgöngum, versla eða fá aðgang að þjónustu utan vinnu, sem mögulega getur stuðlað að betri lífsgæðum. Að því sögðu þarf að gera betur. Við þurfum að huga að þeim sem eru af erlendum uppruna og koma hingað til lands til að lifa og starfa. Við þurfum að veita þeim tækifæri til að verða hluti af samfélaginu okkar. Það er á ábyrgð einstaklinganna sjálfra að læra íslenskuna en einnig vinnustaða, að gera kröfu á og stuðla að menningu sem hvetur til og styður við íslenskunám og að íslenska sé töluð þar sem því er komið við. Við þurfum að huga vel að þeim einstaklingum sem hér eru fæddir og tala aðeins sitt móðurmál, íslensku. Þeir eru fjölmargir og það er vont að geta ekki bjargað sér á heimaslóðum. Það er ekki ásættanlegt. Við þurfum líka að huga að þeim sem koma hingað sem gestir og sýna þeim með stolti samfélagið okkar, kynna fyrir þeim tungumálið sem er okkur svo dýrmætt, siði og venjur. Til að við getum það þurfum við að huga að því að fólkið sem þjónustar gestina okkar tali einhverja íslensku. Að minnsta kosti bjóði góðan daginn áður en gripið er til enskunnar. Það er ekki í lagi að matseðlar á veitingastöðum séu aðeins á ensku, að merkingar og leiðbeiningar séu nær einungis á ensku. Það er ekki heldur í lagi að starfsfólk í þjónustustörfum, í verslun, á veitingastöðum, tali sömuleiðis enga eða mjög takmarkaða íslensku. Það er alls ekki í lagi og við getum gert svo miklu betur. Það eru forréttindi fyrir okkar litlu þjóð að eiga sitt eigið tungumál og við megum ekki kasta því fyrir róða. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að hvetja til þess að íslenskan sé fyrsta tungumál þar sem því verður komð við, í ræðu og riti. Ávinningurinn er margþættur og samfélagslega ómetanlegur. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins eru fjölmargir og flestir ef ekki allir styrkja íslenskunám. Í gegnum Starfsafl, einn af starfsmenntasjóðum atvinnulífsins, getur einstaklingur fengið fullan styrk vegna íslenskunáms á fyrsta mánuði í starfi. Að sama skapi geta fyrirtæki sótt um styrk vegna íslenskunáms starfsfólks þar sem styrkurinn er 90% af reikningi, og fjöldi fyrirtækja nýtir sér það. Það er því ekki skortur á fjármagni sem ætti að koma í veg fyrir eða hindra íslenskunám. Það er eitthvað allt annað sem stendur þar í vegi og við þurfum að ná tökum á því svo íslenskunám, innan og utan vinnustaða, hjá einstaklingum og fyrirtækjum, fái blómstrað, öllum til heilla. Við getum þetta og gott betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að skilja og geta talað íslensku er mikilvægur þáttur þess að aðlagst samfélaginu, vinnumarkaði og þá vinnustað. Að þekkja og skilja menningarleg blæbrigði, félagsleg viðmið, siði og venjur og þannig geta verið virkur þátttakandi. er fyrir alla ómetanlegt. Að geta átt skilvirk samskipti við samstarfsfólk, samferðafólk og viðskiptavini þar sem það á við eykur samvinnu og framleiðni. Það getur sannarlegar bætt atvinnumöguleika og opnað fyrir fleiri starfsmöguleika og tækifæri til vaxtar. Að kunna tungumálið auðveldar ennfremur hversdagsleg verkefni, svo sem samskipti sem geta verið tilkomin vegna barna, við skóla og aðrar stofnanir sem og til að ferðast á milli staða með almenningssamgöngum, versla eða fá aðgang að þjónustu utan vinnu, sem mögulega getur stuðlað að betri lífsgæðum. Að því sögðu þarf að gera betur. Við þurfum að huga að þeim sem eru af erlendum uppruna og koma hingað til lands til að lifa og starfa. Við þurfum að veita þeim tækifæri til að verða hluti af samfélaginu okkar. Það er á ábyrgð einstaklinganna sjálfra að læra íslenskuna en einnig vinnustaða, að gera kröfu á og stuðla að menningu sem hvetur til og styður við íslenskunám og að íslenska sé töluð þar sem því er komið við. Við þurfum að huga vel að þeim einstaklingum sem hér eru fæddir og tala aðeins sitt móðurmál, íslensku. Þeir eru fjölmargir og það er vont að geta ekki bjargað sér á heimaslóðum. Það er ekki ásættanlegt. Við þurfum líka að huga að þeim sem koma hingað sem gestir og sýna þeim með stolti samfélagið okkar, kynna fyrir þeim tungumálið sem er okkur svo dýrmætt, siði og venjur. Til að við getum það þurfum við að huga að því að fólkið sem þjónustar gestina okkar tali einhverja íslensku. Að minnsta kosti bjóði góðan daginn áður en gripið er til enskunnar. Það er ekki í lagi að matseðlar á veitingastöðum séu aðeins á ensku, að merkingar og leiðbeiningar séu nær einungis á ensku. Það er ekki heldur í lagi að starfsfólk í þjónustustörfum, í verslun, á veitingastöðum, tali sömuleiðis enga eða mjög takmarkaða íslensku. Það er alls ekki í lagi og við getum gert svo miklu betur. Það eru forréttindi fyrir okkar litlu þjóð að eiga sitt eigið tungumál og við megum ekki kasta því fyrir róða. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að hvetja til þess að íslenskan sé fyrsta tungumál þar sem því verður komð við, í ræðu og riti. Ávinningurinn er margþættur og samfélagslega ómetanlegur. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins eru fjölmargir og flestir ef ekki allir styrkja íslenskunám. Í gegnum Starfsafl, einn af starfsmenntasjóðum atvinnulífsins, getur einstaklingur fengið fullan styrk vegna íslenskunáms á fyrsta mánuði í starfi. Að sama skapi geta fyrirtæki sótt um styrk vegna íslenskunáms starfsfólks þar sem styrkurinn er 90% af reikningi, og fjöldi fyrirtækja nýtir sér það. Það er því ekki skortur á fjármagni sem ætti að koma í veg fyrir eða hindra íslenskunám. Það er eitthvað allt annað sem stendur þar í vegi og við þurfum að ná tökum á því svo íslenskunám, innan og utan vinnustaða, hjá einstaklingum og fyrirtækjum, fái blómstrað, öllum til heilla. Við getum þetta og gott betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun