Var mörgum sinnum við það að gefast upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2024 22:03 Það vill enginn hjá Barcelona lengur losna við Raphinha enda er að hann að spila frábærlega í upphafi tímabilsins. Getty/Lionel Hahn Barcelona framherjinn Raphinha er einn af spútnikleikmönnum tímabilsins til þessa enda hefur hann farið á kostum í fyrstu leikjum leiktíðarinnar á Spáni. Hinn 27 ára gamli Raphinha skoraði meðal annars þrennu í 7-0 sigri Barcelona á Real Valladolid um síðustu helgi. Raphinha kom til Barcelona frá Leeds United árið 2022 og kostaði spænska félagið 55 milljónir evra. Erfiðir tímar í upphafi Það gengur allt eins og í sögu núna en Raphinha segir að hann hafi þurft að komast í gegnum mjög erfiða tíma hjá Katalóníufélaginu. Raphinha fékk á sig mikla gagnrýni í byrjun og það tók sinn tíma að komast inn í hlutina hjá Barcelona. Mörgum sinnum var hann orðaður við brottför frá félaginu og aðrir leikmenn í hans stöðu voru stöðugt orðaðir við Barcelona. Í nýju útvarpsviðtali var Raphinha spurður út í það hvort hann hefði íhugað það að yfirgefa Barcelona. Flóknir tímar „Já fyrstu sex mánuði mína hér. Það voru flóknir tímar fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Þetta lagaðist eftir HM í Katar og ég endaði tímabilið vel. Það tók samt mikið á að komast almennilega inn í hlutina hér“ sagði Raphinha við RAC1. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég hugsaði nokkrum sinnum um að fara frá félaginu en komst fljótt í gegnum það. Þetta er Barca. Félagið er risastórt og það er fullkomlega eðlilegt að það sé erfitt að komast inn í hlutina hér,“ sagði Raphinha. Atvinna sem tortímir þér „Ef þú leggur mikið á þig og vilt eiga fótboltaferil þá máttu ekki gefast upp. Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp, hætta í fótbolta og halda áfram með mitt. Þetta er atvinnugrein sem tortímir þér,“ sagði Raphinha. „Það kom stundum fyrir að ég fór heim og vissi ekki hvort ég gæti farið á fætur næsta morgun til að fara á æfingu. Ég hef grátið og hérna hjá Barca líka. Ég fer til sálfræðings af því ég veit hversu mikilvægt það er. Allir ættu að leita ráða sálfræðings því það hjálpar mikið,“ sagði Raphinha. Auðvelt að gefast upp á öllu „Ef þú hugsar ekki um sjálfan þig þá mun fótboltinn tortíma þér. Það er mjög auðvelt að detta í þunglyndi og gefast upp á öllu,“ sagði Raphinha. Raphinha er með 3 mörk og 2 stoðsendingar í fyrstu fjórum umferðunum en í fyrra var hann með 6 mörk og 9 stoðsendingar í 28 deildarleikjum. Spænski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Raphinha skoraði meðal annars þrennu í 7-0 sigri Barcelona á Real Valladolid um síðustu helgi. Raphinha kom til Barcelona frá Leeds United árið 2022 og kostaði spænska félagið 55 milljónir evra. Erfiðir tímar í upphafi Það gengur allt eins og í sögu núna en Raphinha segir að hann hafi þurft að komast í gegnum mjög erfiða tíma hjá Katalóníufélaginu. Raphinha fékk á sig mikla gagnrýni í byrjun og það tók sinn tíma að komast inn í hlutina hjá Barcelona. Mörgum sinnum var hann orðaður við brottför frá félaginu og aðrir leikmenn í hans stöðu voru stöðugt orðaðir við Barcelona. Í nýju útvarpsviðtali var Raphinha spurður út í það hvort hann hefði íhugað það að yfirgefa Barcelona. Flóknir tímar „Já fyrstu sex mánuði mína hér. Það voru flóknir tímar fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Þetta lagaðist eftir HM í Katar og ég endaði tímabilið vel. Það tók samt mikið á að komast almennilega inn í hlutina hér“ sagði Raphinha við RAC1. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég hugsaði nokkrum sinnum um að fara frá félaginu en komst fljótt í gegnum það. Þetta er Barca. Félagið er risastórt og það er fullkomlega eðlilegt að það sé erfitt að komast inn í hlutina hér,“ sagði Raphinha. Atvinna sem tortímir þér „Ef þú leggur mikið á þig og vilt eiga fótboltaferil þá máttu ekki gefast upp. Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp, hætta í fótbolta og halda áfram með mitt. Þetta er atvinnugrein sem tortímir þér,“ sagði Raphinha. „Það kom stundum fyrir að ég fór heim og vissi ekki hvort ég gæti farið á fætur næsta morgun til að fara á æfingu. Ég hef grátið og hérna hjá Barca líka. Ég fer til sálfræðings af því ég veit hversu mikilvægt það er. Allir ættu að leita ráða sálfræðings því það hjálpar mikið,“ sagði Raphinha. Auðvelt að gefast upp á öllu „Ef þú hugsar ekki um sjálfan þig þá mun fótboltinn tortíma þér. Það er mjög auðvelt að detta í þunglyndi og gefast upp á öllu,“ sagði Raphinha. Raphinha er með 3 mörk og 2 stoðsendingar í fyrstu fjórum umferðunum en í fyrra var hann með 6 mörk og 9 stoðsendingar í 28 deildarleikjum.
Spænski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn