Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. september 2024 06:43 Í Búrfellslundi neðan Sultartangastíflu er gert ráð fyrir allt að þrjátíu vindmyllum með allt að 120 megavatta afli. Landsvirkjun Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum en einn sat hjá. Á sama fundi samþykkti sveitarstjórnin einnig að skora á ríkisstjórn Íslands að bregðast við og standa við loforð um nýja skattalega umgjörð um orkuvinnslu á Íslandi. Slík lög væru forsenda fyrir frekari uppbyggingu orkumannvirkja í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í fundargerð kemur fram að Þjórsár- og Tungnaársvæðið sé mikilvægasta orkuvinnslusvæði Íslands en helmingur afls á svæðinu sé staðsett í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir séu á dagskrá en fyrir liggi að fyrirhugaðar virkjanir muni ekki skila sveitarfélaginu neinum tekjum. Það sitji hins vegar uppi með neikvæð umhverfisáhrif og veikara samfélag. „Í byrjun árs 2023 framkvæmdi KPMG fjárhagslega greiningu á áhrifum af starfsemi Landsvirkjunar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar kom fram að sveitarfélagið hefur mjög takmarkaðan ávinning af þeirri gríðarlegu orkuframleiðslu sem á sér stað innan marka þess og í flestum þeim sviðsmyndum sem dregnar voru fram hefur starfsemin beint fjárhagslegt tap á rekstur Skeiða- og Gnúpverjahrepps,“ segir í fundargerðinni. „Vegna núverandi lagaumgjarðar er starfsemi Landsvirkjunar mesti áhættuþáttur í rekstri sveitarfélagsins. Slík staða er óásættanleg.“ Þá sé einnig óásættanleg sú staða sem lög um orkuvinnslu hafi skapað, þar sem gengið sé gegn sjálfstjórnunarrétti sveitarfélaga, þau svipt hluta af lögbundnum tekjustofnum sínum og skipulagsvald þeirra takmarkað. „Síðustu tvö ár hefur gríðarlega mikil vinna farið í að finna leiðir til þess að laga núverandi stöðu, bæði á vegum sveitarfélaga og ríkisins. Þann 8. febrúar 2024 kynnti fjármálaráðherra tillögur sem gætu tryggt efnahagslegan ávinning nærumhverfis sveitarfélaga af orkuvinnslu. Frá þeim tíma hefur málið ekkert þokast áfram og telur sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki sé hægt að halda áfram á sömu braut fyrr en ný lög hafa tekið gildi, sem tryggja sveitarfélögum sanngjarnan efnahagslegan ávinning af núverandi virkjunum og þeim virkjunarframkvæmdum sem fyrirhugaðar eru.“ Aðför gegn skipulagsvaldinu og hættulegt fordæmi Um Búrfellslund segir meðal annars að Landsvirkjun hafi talið að það þyrfti ekki að sækja um breytingar á skipulagi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna lundarins, þar sem vindmyllurnar verði staðsettar í Rangárþingi ytra. Hins vegar sé ljóst að Búrfellslundur takmarki landnýtingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna nálægðar við sveitarfélagið. „Sú staðreynd sem uppi er, að sveitarfélög geti sett í skipulag sitt vindorkuver á sveitarfélagamörkum sínum án samráðs við aðliggjandi sveitarfélög er aðför að skipulagsvaldi þeirra og takmarkar landnotkun á því svæði sem næst eru vindorkuverunum. Slík vinnubrögð eru óásættanleg og gríðarlega hættulegt fordæmi í komandi uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi,“ segir í fundargerðinni. „Stjórnvöld á Íslandi hafa boðað stefnumörkun um vindorkuver á landinu þar sem fram kemur að ekki eigi að byggja vindorkuver innan miðhálendislínunnar. Staðsetning Búrfellslundar stríðir gegn þessari stefnumörkun þar sem hann er innan miðhálendislínunnar, við hliðina á Þjórsárdal þar sem er stærsta friðlýsing menningarminja, náttúru- og menningarlandslags á Íslandi. Vindorkuverið er jafnframt í nágrenni við gríðarlega uppbyggingu í ferðaþjónustu í Þjórsárdal.“ Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Vindorka Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum en einn sat hjá. Á sama fundi samþykkti sveitarstjórnin einnig að skora á ríkisstjórn Íslands að bregðast við og standa við loforð um nýja skattalega umgjörð um orkuvinnslu á Íslandi. Slík lög væru forsenda fyrir frekari uppbyggingu orkumannvirkja í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í fundargerð kemur fram að Þjórsár- og Tungnaársvæðið sé mikilvægasta orkuvinnslusvæði Íslands en helmingur afls á svæðinu sé staðsett í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir séu á dagskrá en fyrir liggi að fyrirhugaðar virkjanir muni ekki skila sveitarfélaginu neinum tekjum. Það sitji hins vegar uppi með neikvæð umhverfisáhrif og veikara samfélag. „Í byrjun árs 2023 framkvæmdi KPMG fjárhagslega greiningu á áhrifum af starfsemi Landsvirkjunar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar kom fram að sveitarfélagið hefur mjög takmarkaðan ávinning af þeirri gríðarlegu orkuframleiðslu sem á sér stað innan marka þess og í flestum þeim sviðsmyndum sem dregnar voru fram hefur starfsemin beint fjárhagslegt tap á rekstur Skeiða- og Gnúpverjahrepps,“ segir í fundargerðinni. „Vegna núverandi lagaumgjarðar er starfsemi Landsvirkjunar mesti áhættuþáttur í rekstri sveitarfélagsins. Slík staða er óásættanleg.“ Þá sé einnig óásættanleg sú staða sem lög um orkuvinnslu hafi skapað, þar sem gengið sé gegn sjálfstjórnunarrétti sveitarfélaga, þau svipt hluta af lögbundnum tekjustofnum sínum og skipulagsvald þeirra takmarkað. „Síðustu tvö ár hefur gríðarlega mikil vinna farið í að finna leiðir til þess að laga núverandi stöðu, bæði á vegum sveitarfélaga og ríkisins. Þann 8. febrúar 2024 kynnti fjármálaráðherra tillögur sem gætu tryggt efnahagslegan ávinning nærumhverfis sveitarfélaga af orkuvinnslu. Frá þeim tíma hefur málið ekkert þokast áfram og telur sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki sé hægt að halda áfram á sömu braut fyrr en ný lög hafa tekið gildi, sem tryggja sveitarfélögum sanngjarnan efnahagslegan ávinning af núverandi virkjunum og þeim virkjunarframkvæmdum sem fyrirhugaðar eru.“ Aðför gegn skipulagsvaldinu og hættulegt fordæmi Um Búrfellslund segir meðal annars að Landsvirkjun hafi talið að það þyrfti ekki að sækja um breytingar á skipulagi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna lundarins, þar sem vindmyllurnar verði staðsettar í Rangárþingi ytra. Hins vegar sé ljóst að Búrfellslundur takmarki landnýtingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna nálægðar við sveitarfélagið. „Sú staðreynd sem uppi er, að sveitarfélög geti sett í skipulag sitt vindorkuver á sveitarfélagamörkum sínum án samráðs við aðliggjandi sveitarfélög er aðför að skipulagsvaldi þeirra og takmarkar landnotkun á því svæði sem næst eru vindorkuverunum. Slík vinnubrögð eru óásættanleg og gríðarlega hættulegt fordæmi í komandi uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi,“ segir í fundargerðinni. „Stjórnvöld á Íslandi hafa boðað stefnumörkun um vindorkuver á landinu þar sem fram kemur að ekki eigi að byggja vindorkuver innan miðhálendislínunnar. Staðsetning Búrfellslundar stríðir gegn þessari stefnumörkun þar sem hann er innan miðhálendislínunnar, við hliðina á Þjórsárdal þar sem er stærsta friðlýsing menningarminja, náttúru- og menningarlandslags á Íslandi. Vindorkuverið er jafnframt í nágrenni við gríðarlega uppbyggingu í ferðaþjónustu í Þjórsárdal.“
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Vindorka Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira