Skarphéðinn tryggði Haukum sigurinn með frábæru marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 21:56 Skarphéðinn Ívar Einarsson var hetja Haukanna í kvöld en hann kom til liðsins frá KA í sumar. @haukar_handbolti Haukar unnu 27-26 sigur á Afturelding í fyrstu umferð Olís deild karla í handbolta á Ásvöllum í kvöld. Skarphéðinn Ívar Einarsson var hetja Hauka því hann skoraði sigurmarkið með frábæru langskoti nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron Rafn Eðvarðsson spilaði ekki mikið með Haukum í kvöld en gaf liðinu tækifæri á því að vinna leikinn með því að verja víti skömmu fyrir leikslok. Skarphéðinn Ívar skoraði þetta sigurmark í sínum fyrsta deildarleik með Haukum en hann kom til liðsins í sumar frá KA. Þráinn Orri Jónsson var markahæstur hjá Haukum með sex mörk en Skarphéðinn Ívar skoraði fjögur mörk eins og Andri Fannar Elísson. Birgir Steinn Jónsson skoraði átta mörk fyrir Mosfellinga og Blær Hinriksson var með sjö mörk. Haukar komust í 2-0 í byrjun leiks en Mosfellingar jöfnuðu strax í 2-2 og eftir það var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleiknum. Afturelding var samt lengst skrefinu á undan, komst meðal annars í 7-5 og 10-8 en Haukunum tókst að jafna og voru komnir yfir fyrir hálfleik. Ihor Kopyshynskyi jafnaði síðan metin í 14-14 fyrir hálfleiksflautið. Áfram var jafnt á flestum tölum í síðari hálfleik. Haukarnir voru aftur á móti komnir með frumkvæðið ólíkt því hvernig þetta var lengst af fyrir hálfleik. Haukarnir voru síðan komnir þremur mörkum yfir, 23-20, þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Haukamarkvörðurinn Vilius Rasimas var Mosfellingum erfiður ekki síst í seinni hálfleiknum þegar Haukaliðið var að ná upp forskotinu. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tók gott leikhlé og hans menn minnkuðu muninn strax í eitt mark, 23-22. Haukarnir misstu samt ekki frumkvæðið en losuðu sig heldur ekki við gestina. Blær Hinriksson jafnaði metin í 25-25 með frábæru marki og síðust fjórar mínúturnar voru æsispennandi. Þráinn Orri Jónsson kom Haukum aftur yfir í 26-25 en Ihor Kopyshynskyi jafnaði í næstu sókn. Haukar skutu í slá og Blær gerði vel hinum megin með því að fiska vítakast. Aron Rafn Eðvarðsson varði hins vegar víti frá Birgi Stein tuttugu sekúndum fyrir leikslok og Haukar fengu lokasókn leiksins. Þar var spilað upp fyrir Skarphéðinn sem blómstraði í hetjuhlutverkinu í fyrsta deildarleiknum í Haukabúningnum. Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Skarphéðinn Ívar Einarsson var hetja Hauka því hann skoraði sigurmarkið með frábæru langskoti nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron Rafn Eðvarðsson spilaði ekki mikið með Haukum í kvöld en gaf liðinu tækifæri á því að vinna leikinn með því að verja víti skömmu fyrir leikslok. Skarphéðinn Ívar skoraði þetta sigurmark í sínum fyrsta deildarleik með Haukum en hann kom til liðsins í sumar frá KA. Þráinn Orri Jónsson var markahæstur hjá Haukum með sex mörk en Skarphéðinn Ívar skoraði fjögur mörk eins og Andri Fannar Elísson. Birgir Steinn Jónsson skoraði átta mörk fyrir Mosfellinga og Blær Hinriksson var með sjö mörk. Haukar komust í 2-0 í byrjun leiks en Mosfellingar jöfnuðu strax í 2-2 og eftir það var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleiknum. Afturelding var samt lengst skrefinu á undan, komst meðal annars í 7-5 og 10-8 en Haukunum tókst að jafna og voru komnir yfir fyrir hálfleik. Ihor Kopyshynskyi jafnaði síðan metin í 14-14 fyrir hálfleiksflautið. Áfram var jafnt á flestum tölum í síðari hálfleik. Haukarnir voru aftur á móti komnir með frumkvæðið ólíkt því hvernig þetta var lengst af fyrir hálfleik. Haukarnir voru síðan komnir þremur mörkum yfir, 23-20, þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Haukamarkvörðurinn Vilius Rasimas var Mosfellingum erfiður ekki síst í seinni hálfleiknum þegar Haukaliðið var að ná upp forskotinu. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tók gott leikhlé og hans menn minnkuðu muninn strax í eitt mark, 23-22. Haukarnir misstu samt ekki frumkvæðið en losuðu sig heldur ekki við gestina. Blær Hinriksson jafnaði metin í 25-25 með frábæru marki og síðust fjórar mínúturnar voru æsispennandi. Þráinn Orri Jónsson kom Haukum aftur yfir í 26-25 en Ihor Kopyshynskyi jafnaði í næstu sókn. Haukar skutu í slá og Blær gerði vel hinum megin með því að fiska vítakast. Aron Rafn Eðvarðsson varði hins vegar víti frá Birgi Stein tuttugu sekúndum fyrir leikslok og Haukar fengu lokasókn leiksins. Þar var spilað upp fyrir Skarphéðinn sem blómstraði í hetjuhlutverkinu í fyrsta deildarleiknum í Haukabúningnum.
Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita