Söluhagnaður af ólöglegri sjónvarpssölu eldsneyti glæpahópa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. september 2024 19:40 Forstjóri Nordic Content Protection segir að nýjustu rannsóknir sýni að þeim fari ört fjölgandi sem kaupi ólöglega sjónvarpsþjónustu og þá fari hluti söluhagnaðarins í að fjármagna skipulagða brotastarfsemi. Honum þykir afar mikilvægt að fólk sé meðvitað um hvað það sé í raun að gera með kaupunum. Afleiðingarnar séu víðtækar og alvarlegar. Vísir/einar Rúm þrjátíu prósent Íslendinga nota ólöglega sjónvarpsþjónustu. Forstjóri norrænna samtaka um hugverkavernd segir söluhagnað af ólöglega streyminu meðal annars fara í að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi eins og vændi, fíknefnasölu og smygl. Með ólöglegri sjónvarpsþjónustu er átt við aðila sem stela efni frá rétthöfum og selja áfram til þriðja aðila, á umtalsvert lægra verði. Í sumar var athafnamaður á Spáni dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa selt fólki aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. Þeim fer ört fjölgandi sem nýta sér slíka þjónustu en það er unga fólkið sem keyrir upp aukninguna. Könnun frá því í maí sýnir að þrjátíu prósent Íslendinga nýti sér slíkt. „Þetta eru mjög háar tölur og það er ekkert fyrirtæki í dag sem myndi sætta sig við það í rekstri,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir þróunarstjóri sjónvarpslausna hjá Sýn. Kristjana Thors Brynjólfsdóttir segir að ekkert fyrirtæki myndi sætta sig við svo hátt hlutfall af þjófnaði.Vísir/Einar Fréttir voru sagðar af þjófnaði úr matvöruverslunum í sumar en árleg óútskýrð rýrnun er metin á bilinu eitt til eitt og hálft prósent. „Það er ekki ásættanlegt en við erum að tala um 30%“ Skaðinn hlaupi árlega á tugum milljóna ef ekki hundrað og komi illa niður á skapandi geiranum og þýði í raun færri innlend framleiðsluverkefni. Nú sé brýnt að breyta viðhorfi fólks því kaup á ólöglegri sjónvarpsþjónustu jafngildi kaupum á annars konar þýfi. „Það er það sem okkur finnst svo skrítið, af hverju fólki finnst bara í lagi að vera að neita og kaupa stolna vöru.“ Nýir neytendur ólöglegs efnis 400 þúsund í fyrra Stian Løland, fer fyrir samtökum Nordic Content Protection sem samanstendur meðal annars af fyrrverandi lögreglumönnum og lögfræðingum. Þau veita sjónvarpsstöðvum ráðgjöf, rannsaka sakamál og gefa skýrslu fyrir dómi. Fulltrúar NCP eru staddir á Íslandi en þeir sóttu, ásamt fleiri fyrirlesurum, á dögunum ráðstefnu í húsakynnum Sýnar um ólöglega sjónvarpssölu. „Í fyrra er talið að á Norðurlöndunum hafi fjöldi nýrra neytenda ólöglegs efnis numið 400 þúsundum,“ segir Stian. Það sé afhjúpandi að elta peningaslóð starfseminnar. „Hægt var að sjá hvernig fé frá ólöglegri sölu sjónvarpsefnis kynti undir önnur form skipulagðrar glæpastarfsemi. Þetta er því gífurlegur vandi sem við viljum upplýsa almenning um. Þegar fólk greiðir fyrir slíka þjónustu, styður það ekki lögmæta sjónvarpsstöð heldur kyndir maður undir skipulagða glæpastarfsemi.“ Þess skal getið að Stöð 2, Vísir og Bylgjan er í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Sýn Fjölmiðlar Neytendur Höfundarréttur Fjarskipti Tengdar fréttir Höfundalögin „þarfnast ástar“ til að virka Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega. 5. september 2024 13:36 Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43 Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Með ólöglegri sjónvarpsþjónustu er átt við aðila sem stela efni frá rétthöfum og selja áfram til þriðja aðila, á umtalsvert lægra verði. Í sumar var athafnamaður á Spáni dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa selt fólki aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. Þeim fer ört fjölgandi sem nýta sér slíka þjónustu en það er unga fólkið sem keyrir upp aukninguna. Könnun frá því í maí sýnir að þrjátíu prósent Íslendinga nýti sér slíkt. „Þetta eru mjög háar tölur og það er ekkert fyrirtæki í dag sem myndi sætta sig við það í rekstri,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir þróunarstjóri sjónvarpslausna hjá Sýn. Kristjana Thors Brynjólfsdóttir segir að ekkert fyrirtæki myndi sætta sig við svo hátt hlutfall af þjófnaði.Vísir/Einar Fréttir voru sagðar af þjófnaði úr matvöruverslunum í sumar en árleg óútskýrð rýrnun er metin á bilinu eitt til eitt og hálft prósent. „Það er ekki ásættanlegt en við erum að tala um 30%“ Skaðinn hlaupi árlega á tugum milljóna ef ekki hundrað og komi illa niður á skapandi geiranum og þýði í raun færri innlend framleiðsluverkefni. Nú sé brýnt að breyta viðhorfi fólks því kaup á ólöglegri sjónvarpsþjónustu jafngildi kaupum á annars konar þýfi. „Það er það sem okkur finnst svo skrítið, af hverju fólki finnst bara í lagi að vera að neita og kaupa stolna vöru.“ Nýir neytendur ólöglegs efnis 400 þúsund í fyrra Stian Løland, fer fyrir samtökum Nordic Content Protection sem samanstendur meðal annars af fyrrverandi lögreglumönnum og lögfræðingum. Þau veita sjónvarpsstöðvum ráðgjöf, rannsaka sakamál og gefa skýrslu fyrir dómi. Fulltrúar NCP eru staddir á Íslandi en þeir sóttu, ásamt fleiri fyrirlesurum, á dögunum ráðstefnu í húsakynnum Sýnar um ólöglega sjónvarpssölu. „Í fyrra er talið að á Norðurlöndunum hafi fjöldi nýrra neytenda ólöglegs efnis numið 400 þúsundum,“ segir Stian. Það sé afhjúpandi að elta peningaslóð starfseminnar. „Hægt var að sjá hvernig fé frá ólöglegri sölu sjónvarpsefnis kynti undir önnur form skipulagðrar glæpastarfsemi. Þetta er því gífurlegur vandi sem við viljum upplýsa almenning um. Þegar fólk greiðir fyrir slíka þjónustu, styður það ekki lögmæta sjónvarpsstöð heldur kyndir maður undir skipulagða glæpastarfsemi.“ Þess skal getið að Stöð 2, Vísir og Bylgjan er í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Sýn Fjölmiðlar Neytendur Höfundarréttur Fjarskipti Tengdar fréttir Höfundalögin „þarfnast ástar“ til að virka Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega. 5. september 2024 13:36 Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43 Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Höfundalögin „þarfnast ástar“ til að virka Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega. 5. september 2024 13:36
Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43
Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09