Um fyrirsjáanleika aflaheimilda og tvöfeldni SFS Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2024 07:03 Ég hygg að vandfundin sé sú löggjöf, sem skilað hefur meiri efnahagslegum árangri en lögin um stjórn fiskveiða. Samt er það svo að einmitt þessi lög hafa verið endurtekið deiluefni í hverjum kosningum frá því að þau voru sett fyrir 33 árum síðan. Vilji menn setja niður deilur er oft hollt að skoða þau atriði sem menn eru sammála um. Í því sambandi get ég nefnt að fyrirsjáanleiki eða varanleiki aflaheimilda er ein af forsendum þess að stjórnkerfið virki. Að þessu leyti falla skoðanir mínar eins og flís við rass að orðræðu talsmanna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Eða hvað? Aflaheimildir má afturkalla hvenær sem er Þau segja að ekki megi hrófla við fiskveiðilöggjöfinni af því að þá hverfi fyrirsjáanleikinn. Sjálf hef ég pælt í gegnum fiskveiðilögin oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þar er hvergi að finna stafkrók um varanleika aflaheimilda og því síður nokkra lagalega tryggingu fyrir honum. Í fyrstu grein laganna er þvert á móti kveðið afar skýrt á um að löggjafarvaldið getur afturkallað heimildirnar hvenær sem er. Ekkert ákvæði er um bætur ef það yrði gert. Ekki er þó ólíklegt að dómstólar myndu dæma bætur, ef fyrirvarinn væri skammur. Þetta er þó allt á huldu og alfarið háð mati dómstóla. Engin lögfest trygging. Þegar ég les umræðurnar í aðdraganda lagasetningarinnar 1990 var þetta einmitt helsta bitbeinið. Niðurstaðan var sú að meirihluti þingmanna vildi hafa varanleikann óvissan. Þannig gæti Alþingi hvenær sem er afturkallað heimildirnar. Þá var ekki vilji þingheims til að ganga lengra til móts við sjónarmið um varanleika. Sátt um almannahagsmuni Auðlindanefndin frá árinu 2000 vildi virða það meirihluta sjónarmið á Alþingi að auðlindin væri eign þjóðarinnar en um leið tryggja meiri fyrirsjáanleika en nú er í lögum með ákvæðum um tímabundna samninga. Við í Viðreisn lítum svo á að sú lína sem þarna var lögð hjá Auðlindanefndinni sé í fullu samræmi við almannahagsmuni. Þess vegna viljum ráða bót á þessum ágalla laganna. Við höfum ítrekað flutt tillögur um að tryggja varanleikann með því að lögfesta ákvæði um samninga til 20 eða jafnvel 25 ára. Og við höfum líka lagt til að þessi fyrirsjáanleiki verði stjórnarskrárvarinn í samræmi við tillögur auðlindanefndarinnar. Með skýru auðlindaákvæði sem felur í sér tímabindingu heimilda. Hringlandaháttur Þá komum við aftur að talsmönnum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Í hvert skipti sem við flytjum slíkar tillögur andmæla þeir öllum breytingum og efna gjarnan til fundar til að sannfæra sjálfa sig og aðra um að lögfesting á varanleika aflaheimilda myndi ganga af sjávarútveginum dauðum og gera að engu þann efnahagslega árangur sem náðst hefur. Ýmsir flokkar, jafnvel hinir ólíklegustu, virðast nú sporðrenna þessu tali. Ég á erfitt með að skilja hvernig þessi öflugu hagsmunasamtök geta í einu orðinu sagt að varanleiki skipti öllu en í hinu orðinu staðhæft að tillögur um að lögverja varanleikann og tryggja fyrirsjáanleikann séu árás á atvinnugreinina. Þetta er hringlandaháttur sem minnir helst á vindhana. Skammtímasjónarmið Ef ástæðan fyrir þessum ruglingslega málflutningi er sú að talsmenn samtakanna óttast að lögbundinn fyrirsjáanleiki sé dýrari fyrir þá en ríkjandi óvissa eiga þeir einfaldlega að segja það upphátt. Raunveruleikinn er hins vegar sá að þeir telja óvissuna hagkvæmari en varanleikann. Að þeirra sterku pólitísku tengingar tryggi betur hagsmuni þeirra frekar en skýr lagaákvæði sem byggi undir fyrirsjáanleika fyrir greinina. Sjálf held ég að þetta sé skammtímasjónarmið sem fari gegn hagsmunum útgerðarinnar til lengri tíma og hagsmunum þjóðarheildarinnar af hagkvæmum rekstri. Svo ekki sé minnst á grundvallarprinsipp og réttlæti - að þjóðin fái eðlilegan arð af auðlindum sínum og sá arður ráðist af skýrum, sanngjörnum og gegnsæjum leikreglum. Ekki af því hversu sterk ítök útgerðin hefur við stjórnarborðið hverju sinni. En auðvitað er skiljanlegt að þeir sem fá hátt í 50 milljarða króna í umframhagnað á hverju ári fyrir einkaafnot af auðlindum vilji litlu breyta. Mismunandi leiðir Það er unnt að ná markmiðinu um lögbundinn varanleika aflaheimilda með tvennum hætti. Við í Viðreisn höfum lagt til að 4 til 5% árlegra aflaheimilda verði seldar á markaði og núverandi veiðigjald falli niður. Um leið verði gerðir samningar sem tryggja varanleika keyptra heimilda í 20 eða 25 ár. Í því felst góður fyrirsjáanleiki. Önnur leið er sú að gera samninga til svipaðs tíma án uppboðs. Sigurður Ingi Jóhannsson núverandi formaður Framsóknar kynnti slíka leið þegar hann var sjávarútvegsráðherra en Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir samþykkt hennar. Þótt Viðreisn telji þá útfærslu síðri er hún betri en óbreytt óvissuástand. Við værum því til viðtals um samkomulag á þeim grundvelli. Formaður auðlindanefndarinnar taldi markaðsleiðina betri og varaði sérstaklega við því að gjald fyrir afnotaréttinn yrði einhvers konar viðbótartekjuskattur eins og núverandi gjald er. Hvorki tillögur Viðreisnar né Framsóknar raska hagkvæmni greinarinnar. Þvert á móti tryggja þær betur mikilvægan fyrirsjáanleika og hagsmuni almennings, sem er eigandi auðlindarinnar. Þar er tímabinding heimilda lykilatriði. Kjósendur eru hluthafar í auðlindinni Kjósendur eru eins og hluthafar á aðalfundi. Þeirra vilja leikreglur sem stuðla að mikilvægri arðsemi þeirra sem fá nýtingarréttinn en þeir kalla ekki síður eftir því að eigendur auðlindarinnar fái greiddan eðlilegan arð. Það er mat okkar í Viðreisn að hluthafarnir í samfélaginu um auðlindirnar, kjósendur, séu ekki að óska eftir breytingum sem raska hagkvæmni heldur eftir meiri sanngirni. Öll löggjöf þarf jú að byggjast á réttlæti og réttsýni. Annars verður ekki um hana friður. Sjávarútvegslöggjöfin er ekkert öðru vísi en önnur löggjöf að þessu leyti. Fyrir þeirri sanngirni mun Viðreisn áfram tala. Tvöfeldni Tilefni þessarar greinar var fyrst og fremst að vekja athygli á þeirri staðreynd að það eru engin ákvæði um varanleika aflaheimilda í lögum. Sú staðreynd dregur hins vegar fram tvöfeldni í afstöðu forystumanna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem segjast vilja fyrirsjáanleika en standa sífellt í vegi fyrir því að hann verðir tryggður í lögum. Hér liggur fiskur undir steini. Og flest vitum við af hverju. Höfundur er formaður og þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Ég hygg að vandfundin sé sú löggjöf, sem skilað hefur meiri efnahagslegum árangri en lögin um stjórn fiskveiða. Samt er það svo að einmitt þessi lög hafa verið endurtekið deiluefni í hverjum kosningum frá því að þau voru sett fyrir 33 árum síðan. Vilji menn setja niður deilur er oft hollt að skoða þau atriði sem menn eru sammála um. Í því sambandi get ég nefnt að fyrirsjáanleiki eða varanleiki aflaheimilda er ein af forsendum þess að stjórnkerfið virki. Að þessu leyti falla skoðanir mínar eins og flís við rass að orðræðu talsmanna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Eða hvað? Aflaheimildir má afturkalla hvenær sem er Þau segja að ekki megi hrófla við fiskveiðilöggjöfinni af því að þá hverfi fyrirsjáanleikinn. Sjálf hef ég pælt í gegnum fiskveiðilögin oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þar er hvergi að finna stafkrók um varanleika aflaheimilda og því síður nokkra lagalega tryggingu fyrir honum. Í fyrstu grein laganna er þvert á móti kveðið afar skýrt á um að löggjafarvaldið getur afturkallað heimildirnar hvenær sem er. Ekkert ákvæði er um bætur ef það yrði gert. Ekki er þó ólíklegt að dómstólar myndu dæma bætur, ef fyrirvarinn væri skammur. Þetta er þó allt á huldu og alfarið háð mati dómstóla. Engin lögfest trygging. Þegar ég les umræðurnar í aðdraganda lagasetningarinnar 1990 var þetta einmitt helsta bitbeinið. Niðurstaðan var sú að meirihluti þingmanna vildi hafa varanleikann óvissan. Þannig gæti Alþingi hvenær sem er afturkallað heimildirnar. Þá var ekki vilji þingheims til að ganga lengra til móts við sjónarmið um varanleika. Sátt um almannahagsmuni Auðlindanefndin frá árinu 2000 vildi virða það meirihluta sjónarmið á Alþingi að auðlindin væri eign þjóðarinnar en um leið tryggja meiri fyrirsjáanleika en nú er í lögum með ákvæðum um tímabundna samninga. Við í Viðreisn lítum svo á að sú lína sem þarna var lögð hjá Auðlindanefndinni sé í fullu samræmi við almannahagsmuni. Þess vegna viljum ráða bót á þessum ágalla laganna. Við höfum ítrekað flutt tillögur um að tryggja varanleikann með því að lögfesta ákvæði um samninga til 20 eða jafnvel 25 ára. Og við höfum líka lagt til að þessi fyrirsjáanleiki verði stjórnarskrárvarinn í samræmi við tillögur auðlindanefndarinnar. Með skýru auðlindaákvæði sem felur í sér tímabindingu heimilda. Hringlandaháttur Þá komum við aftur að talsmönnum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Í hvert skipti sem við flytjum slíkar tillögur andmæla þeir öllum breytingum og efna gjarnan til fundar til að sannfæra sjálfa sig og aðra um að lögfesting á varanleika aflaheimilda myndi ganga af sjávarútveginum dauðum og gera að engu þann efnahagslega árangur sem náðst hefur. Ýmsir flokkar, jafnvel hinir ólíklegustu, virðast nú sporðrenna þessu tali. Ég á erfitt með að skilja hvernig þessi öflugu hagsmunasamtök geta í einu orðinu sagt að varanleiki skipti öllu en í hinu orðinu staðhæft að tillögur um að lögverja varanleikann og tryggja fyrirsjáanleikann séu árás á atvinnugreinina. Þetta er hringlandaháttur sem minnir helst á vindhana. Skammtímasjónarmið Ef ástæðan fyrir þessum ruglingslega málflutningi er sú að talsmenn samtakanna óttast að lögbundinn fyrirsjáanleiki sé dýrari fyrir þá en ríkjandi óvissa eiga þeir einfaldlega að segja það upphátt. Raunveruleikinn er hins vegar sá að þeir telja óvissuna hagkvæmari en varanleikann. Að þeirra sterku pólitísku tengingar tryggi betur hagsmuni þeirra frekar en skýr lagaákvæði sem byggi undir fyrirsjáanleika fyrir greinina. Sjálf held ég að þetta sé skammtímasjónarmið sem fari gegn hagsmunum útgerðarinnar til lengri tíma og hagsmunum þjóðarheildarinnar af hagkvæmum rekstri. Svo ekki sé minnst á grundvallarprinsipp og réttlæti - að þjóðin fái eðlilegan arð af auðlindum sínum og sá arður ráðist af skýrum, sanngjörnum og gegnsæjum leikreglum. Ekki af því hversu sterk ítök útgerðin hefur við stjórnarborðið hverju sinni. En auðvitað er skiljanlegt að þeir sem fá hátt í 50 milljarða króna í umframhagnað á hverju ári fyrir einkaafnot af auðlindum vilji litlu breyta. Mismunandi leiðir Það er unnt að ná markmiðinu um lögbundinn varanleika aflaheimilda með tvennum hætti. Við í Viðreisn höfum lagt til að 4 til 5% árlegra aflaheimilda verði seldar á markaði og núverandi veiðigjald falli niður. Um leið verði gerðir samningar sem tryggja varanleika keyptra heimilda í 20 eða 25 ár. Í því felst góður fyrirsjáanleiki. Önnur leið er sú að gera samninga til svipaðs tíma án uppboðs. Sigurður Ingi Jóhannsson núverandi formaður Framsóknar kynnti slíka leið þegar hann var sjávarútvegsráðherra en Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir samþykkt hennar. Þótt Viðreisn telji þá útfærslu síðri er hún betri en óbreytt óvissuástand. Við værum því til viðtals um samkomulag á þeim grundvelli. Formaður auðlindanefndarinnar taldi markaðsleiðina betri og varaði sérstaklega við því að gjald fyrir afnotaréttinn yrði einhvers konar viðbótartekjuskattur eins og núverandi gjald er. Hvorki tillögur Viðreisnar né Framsóknar raska hagkvæmni greinarinnar. Þvert á móti tryggja þær betur mikilvægan fyrirsjáanleika og hagsmuni almennings, sem er eigandi auðlindarinnar. Þar er tímabinding heimilda lykilatriði. Kjósendur eru hluthafar í auðlindinni Kjósendur eru eins og hluthafar á aðalfundi. Þeirra vilja leikreglur sem stuðla að mikilvægri arðsemi þeirra sem fá nýtingarréttinn en þeir kalla ekki síður eftir því að eigendur auðlindarinnar fái greiddan eðlilegan arð. Það er mat okkar í Viðreisn að hluthafarnir í samfélaginu um auðlindirnar, kjósendur, séu ekki að óska eftir breytingum sem raska hagkvæmni heldur eftir meiri sanngirni. Öll löggjöf þarf jú að byggjast á réttlæti og réttsýni. Annars verður ekki um hana friður. Sjávarútvegslöggjöfin er ekkert öðru vísi en önnur löggjöf að þessu leyti. Fyrir þeirri sanngirni mun Viðreisn áfram tala. Tvöfeldni Tilefni þessarar greinar var fyrst og fremst að vekja athygli á þeirri staðreynd að það eru engin ákvæði um varanleika aflaheimilda í lögum. Sú staðreynd dregur hins vegar fram tvöfeldni í afstöðu forystumanna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem segjast vilja fyrirsjáanleika en standa sífellt í vegi fyrir því að hann verðir tryggður í lögum. Hér liggur fiskur undir steini. Og flest vitum við af hverju. Höfundur er formaður og þingmaður Viðreisnar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun