Leikskólabörn og 88 ára harmoníkuleikari Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2024 20:05 Sigurður og Rúna með leikskólabörnunum, sem heimsóttu þau og sungu hressilega við undirleik Sigurðar á harmonikkuna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það skapaðist skemmtileg stemming í Garðabæ í gær þegar leikskólabörn heimsóttu 88 ára gamlan harmoníkuleikara í nágrenni leikskólans og sungu nokkur hressileg lög með honum. Í Bjarkarás 8 býr Sigurður Hannesson harmoníkuleikari með konu sinni, Guðrúnu Böðvarsdóttir, sem er alltaf kölluð Rúna. Þau buðu krökkum í leikskólanum Ásum, sem er Hjallastefnuleikskóli rétt við heimili þeirra að koma í heimsókn til að syngja nokkur lög með Sigurði. Skemmtilegt og flott framtak hjá þeim hjónum. „Mér finnst þetta bara vera hápunktur sumarsins að fá krakkana hingað, mér finnst það mjög, mjög gott en við erum búin að bíða svo lengi eftir góðu veðri en þetta hafðist nú fyrir rest. Þau tóku bara vel undir,” segir Sigurður eldhress. Mikil og góð stemming var í gær við heimili Sigurðar þar sem heimsóknin fór fram. Að sjálfsögðu var íslenska fánanum flaggað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður segist hafa spilað á harmonikku frá 15 ára aldri en í dag er hann mest að spila á opnum húsum fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu og þrjá mánuði yfir veturinn spilar hann á Kanarí. En hvað vill Sigurður segja um harmonikkuna sem hljóðfæri? „Hún er óendanlega skemmtilegt verkfæri, alveg óendanlegt verkfæri.” Og leikskólakrakkarnir fengu líka að skoða garðinn hjá Sigurður og Rúnu og þar vöktu álfarnir mesta athygli. Sigurður og Rúna með leikskólabörnunum, sem heimsóttu þau og sungu hressilega við undirleik Sigurðar á harmonikkuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfsfólk leikskólans var ánægt með þetta stórkostlega framtak Sigurðar og Rúnu. „Heyrðu þetta er bara mjög gaman til að brjóta upp daginn. Og börnin dýrka þetta og við erum bara mjög ánægð með þetta,” segja þau Fanný Ólafsdóttir og Víkingur Örvar Ólafsson. Og það er við hæfi að fá Sigurður til að spila brot af uppáhaldslaginu sínu í lokinn á sama tíma og Ljósanótt stendur yfir en það er lagið “Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn”. Sigurður spilar á nikkuna sína út um allt, þó aðalelga á opnum húsi hjá eldri borgurum í höfuðborginni. Á veturnar er það Kanarí.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðabær Leikskólar Tónlist Eldri borgarar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Í Bjarkarás 8 býr Sigurður Hannesson harmoníkuleikari með konu sinni, Guðrúnu Böðvarsdóttir, sem er alltaf kölluð Rúna. Þau buðu krökkum í leikskólanum Ásum, sem er Hjallastefnuleikskóli rétt við heimili þeirra að koma í heimsókn til að syngja nokkur lög með Sigurði. Skemmtilegt og flott framtak hjá þeim hjónum. „Mér finnst þetta bara vera hápunktur sumarsins að fá krakkana hingað, mér finnst það mjög, mjög gott en við erum búin að bíða svo lengi eftir góðu veðri en þetta hafðist nú fyrir rest. Þau tóku bara vel undir,” segir Sigurður eldhress. Mikil og góð stemming var í gær við heimili Sigurðar þar sem heimsóknin fór fram. Að sjálfsögðu var íslenska fánanum flaggað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður segist hafa spilað á harmonikku frá 15 ára aldri en í dag er hann mest að spila á opnum húsum fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu og þrjá mánuði yfir veturinn spilar hann á Kanarí. En hvað vill Sigurður segja um harmonikkuna sem hljóðfæri? „Hún er óendanlega skemmtilegt verkfæri, alveg óendanlegt verkfæri.” Og leikskólakrakkarnir fengu líka að skoða garðinn hjá Sigurður og Rúnu og þar vöktu álfarnir mesta athygli. Sigurður og Rúna með leikskólabörnunum, sem heimsóttu þau og sungu hressilega við undirleik Sigurðar á harmonikkuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfsfólk leikskólans var ánægt með þetta stórkostlega framtak Sigurðar og Rúnu. „Heyrðu þetta er bara mjög gaman til að brjóta upp daginn. Og börnin dýrka þetta og við erum bara mjög ánægð með þetta,” segja þau Fanný Ólafsdóttir og Víkingur Örvar Ólafsson. Og það er við hæfi að fá Sigurður til að spila brot af uppáhaldslaginu sínu í lokinn á sama tíma og Ljósanótt stendur yfir en það er lagið “Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn”. Sigurður spilar á nikkuna sína út um allt, þó aðalelga á opnum húsi hjá eldri borgurum í höfuðborginni. Á veturnar er það Kanarí.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Garðabær Leikskólar Tónlist Eldri borgarar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira