Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2024 11:34 SANA, ríkismiðill Sýrlands, segir árásirnar meðal annars hafa verið gerðar úr lofthelgi Líbanon. Ísraelar hafi skotið eldflaugum þaðan. EPA/ABIR SULTAN Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmiklar árásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi. Minnst fjórtán eru sagðir liggja í valnum en árásirnar eru sagðar hafa beinst að mörgum hernaðarlegum skotmörkum í landinu. Ráðamenn í Sýrlandi segja þó að óbreyttir borgarar hafi fallið í árásunum. Utanríkisráðuneyti Sýrlands hefur fordæmt árásirnar og ríkismiðill landsins segir 43 særða eftir árásirnar. Ísraelar hafa neitað að tjá sig um árásirnar, eins og þeir gera alltaf varðandi loftárásir þeirra í Sýrlandi. Ísraelski herinn hefur á undanförnum árum ítrekað gert loftárásir í Sýrlandi en þeir beinast iðulega að írönskum hermönnum þar í landi og vopnasendingum frá Íran til hópa eins og Hezbolla í Líbanon. Á undanförnum mánuðum hefur þessum árásum fjölgað og hafa Ísraelar meðal annars fellt íranskan herforingja úr byltingarverði Írans í árás á ræðismannsskrifstofu ríkisins í Damaskus. Sjá einnig: Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Margar þessara árása hafa verið gerðar ærri Masyaf en Íranar og vígahópar sem þeir styðja eru taldir vera umsvifamiklir í héraðinu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Írans þvertók í morgun fyrir að Íranar hefðu fallið í árásum Ísraela. Syrian Observatory for Humman Rights, samtök sem vakta átökin í Sýrlandi, segja að minnsta kosti 25 hafi fallið í árásunum. Þar af séu fimm óbreyttir borgarar, fjórir hermenn, starfsmenn leyniþjónusta og meðlimir vígahópa sem studdir eru af Íran. Heimildarmenn Reuters segja að Ísraelar hafi meðal annars gert árás á rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri Masyaf, þar sem Íranar hafa framleitt eldflaugar, samkvæmt yfirvöldum í Ísrael. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir segja einnig að efnavopn, eins og saríngas, hafi verið framleidd í rannsóknarstöðinni. Talið er að þar hafi teymi íranskra sérfræðinga haldið til og að þeir hafi aðstoðað við vopnaframleiðsluna. Ísrael Sýrland Íran Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Fjórir sagðir látnir eftir árásir Ísraela á Sýrland Minnst fjórir eru sagðir hafa látist í eldflaugaárásum Ísraelshers á bæinn Masyaf í vesturhluta Sýrlands í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort hinir látnu séu hermenn 8. september 2024 23:20 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Sýrlands hefur fordæmt árásirnar og ríkismiðill landsins segir 43 særða eftir árásirnar. Ísraelar hafa neitað að tjá sig um árásirnar, eins og þeir gera alltaf varðandi loftárásir þeirra í Sýrlandi. Ísraelski herinn hefur á undanförnum árum ítrekað gert loftárásir í Sýrlandi en þeir beinast iðulega að írönskum hermönnum þar í landi og vopnasendingum frá Íran til hópa eins og Hezbolla í Líbanon. Á undanförnum mánuðum hefur þessum árásum fjölgað og hafa Ísraelar meðal annars fellt íranskan herforingja úr byltingarverði Írans í árás á ræðismannsskrifstofu ríkisins í Damaskus. Sjá einnig: Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Margar þessara árása hafa verið gerðar ærri Masyaf en Íranar og vígahópar sem þeir styðja eru taldir vera umsvifamiklir í héraðinu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Írans þvertók í morgun fyrir að Íranar hefðu fallið í árásum Ísraela. Syrian Observatory for Humman Rights, samtök sem vakta átökin í Sýrlandi, segja að minnsta kosti 25 hafi fallið í árásunum. Þar af séu fimm óbreyttir borgarar, fjórir hermenn, starfsmenn leyniþjónusta og meðlimir vígahópa sem studdir eru af Íran. Heimildarmenn Reuters segja að Ísraelar hafi meðal annars gert árás á rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri Masyaf, þar sem Íranar hafa framleitt eldflaugar, samkvæmt yfirvöldum í Ísrael. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir segja einnig að efnavopn, eins og saríngas, hafi verið framleidd í rannsóknarstöðinni. Talið er að þar hafi teymi íranskra sérfræðinga haldið til og að þeir hafi aðstoðað við vopnaframleiðsluna.
Ísrael Sýrland Íran Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Fjórir sagðir látnir eftir árásir Ísraela á Sýrland Minnst fjórir eru sagðir hafa látist í eldflaugaárásum Ísraelshers á bæinn Masyaf í vesturhluta Sýrlands í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort hinir látnu séu hermenn 8. september 2024 23:20 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Fjórir sagðir látnir eftir árásir Ísraela á Sýrland Minnst fjórir eru sagðir hafa látist í eldflaugaárásum Ísraelshers á bæinn Masyaf í vesturhluta Sýrlands í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort hinir látnu séu hermenn 8. september 2024 23:20