Að kjósa með sjálfum sér Sveinn Ólafsson skrifar 10. september 2024 09:02 Fjármálaráðherrann sagði sem svo að verðbólgan væri í DNA okkar Íslendinga, að minnsta kosti þeirra sem eru eldri en tvævetur, eins og ég og ráðherrann. Það er satt að við munum báðir þá tíma sem verðbólguhraðinn náði 100%, að krónan var á hálfvirði ári síðar. Ég held engu að síður að enginn Íslendingur vilji sjá ofurverðbólgu eða sé sátt við hana. Átta árum eftir þetta gerðist, náðist að koma verðbólgunni niður undir núll. Það má víða sjá vitnað í þá tíma í kringum 1990 og kallaðir tímar þjóðarsáttar. Tímarnir voru allt aðrir en í dag. Milli 1986 og 1995 var samanlagður hagvöxtur Íslands við núllið, aðeins fyrir ofan það sum árin og fyrir neðan það önnur. Kallið það hvað sem þið viljið, en það voru á engan hátt góðir tímar. Verðbólga er seig á Íslandi. Hún kemur hratt og fer aðeins hægt og hægt. Undirritaður er ekki einn af þeim sem heldur því fram að með upptöku annars gjaldmiðils hverfi verðbólga í landinu. Landið er einfaldlega fámennt og framfleytir sér með nokkrum grundvallarþáttum, fiski, ferðamennsku, orkusölu í formi áls eða annarra vara og svo einhvers hugvits í formi hátækni, lyfja eða forritunar. Það er spenna í framleiðslu og þjónustu og á meðan svo er, er lítill möguleiki á að verðbólgan hverfi, eins og þó fólk vilji mæla hana á annan hátt og sleppa mestu verðbólguliðunum úr mælingunni. Það skiptir máli hvernig ráðið er niðurlögum verðbólgu og hvernig stjórnvöld búa til mótvægisaðgerðir, þannig að byrðar hennar lendi ekki eingöngu á launafólki. Það er ljóst að núverandi stjórn hefur engan áhuga á slíku. Í stað þess hafa þau látið mikinn hluta af ákvörðun, og þar með ábyrgð í hendur Seðlabankans og peningastefnunefndar. Sú nefnd hefur það hlutverk að ná niður verðbólgu, en það er ekki sama hvernig það er gert. Þau sem mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar í dag þurfa að átta sig á hvernig þessi nefnd starfar. Sjálfur hafði ég lesið mikið um starf nefndarinnar þegar ég lærði stjórnsýslufræði, en ekki séð fyllilega hvaða reglum hún starfar eftir. Af skrifum Ásgeirs Daníelssonar á visir.is 26. ágúst sá ég að samkvæmt þjóðhagslíkani Seðlabanka fylgir 60% af ákvörðun um hversu háir stýrivextir eigi að vera, stýrivöxtum á síðasta ársfjórðungi. Með öðrum orðum, þá lækka stýrivextir ekki hratt (og eiga ekki að hækka hratt heldur, ekki umfram þetta). Ekki gera ráð fyrir að stýrivextir muni lækka hratt, þó að allt annað gangi í haginn! Leggið þetta saman við skilyrði Seðlabanka um veðhlutfall, sem samkvæmt bankanum er til að styðja við peningastefnuna. Gott og vel, en lítum á hver niðurstaðan er og hverjum hún gagnast. Samkvæmt úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þurfa fyrstu kaupendur að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði til að standa undir afborgununum á meðalíbúð með 85% veðsetningarhlutfalli. Þessar tvær ákvarðanir, að meirihluti ákvarðana um stýrivexti sé hvernig þeir voru á síðasta ársfjórðungi, og 85% veðsetningarhlutfall býr til ástand fyrir fyrstu kaupendur og fyrir öll sem eru með meðallaun undir 1100 þúsund á mánuði. Nú verður Seðlabanki að hafa visst sjálfstæði til að móta peningastefnuna, en þegar hún gengur út yfir allt venjulegt launafólk verður að grípa til mótvægisaðgerða. Verðbólga er mannanna verk. Ekki eins eða tveggja, heldur okkar allra. Kannski heldur peningastefnunefnd að hún sé ekki í pólitík, en þegar afleiðingar ákvarðana hennar þýða að venjulegt launafólk er komið í harða skrúfu, þá er það pólitík. Það er líka mannanna verk hvernig er tekið á afleiðingum hennar. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á að bregðast við ákvörðunum peningastefnunefndar, þannig að það sé lifandi fyrir venjulegt launafólk í landinu. Ég geri ekki ráð fyrir að þessi ríkisstjórn nái saman um þau verk sem þarf að vinna þar, en venjulegt launafólk hefur annan kost. Það verður að kjósa fólk sem ætlar að taka á þessum vanda. Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur. 1) Grein Ásgeirs Daníelssonar: https://www.visir.is/g/20242612452d/meir-um-verd-bolgu-og-rikis-fjar-mal 2) Grein á mbl.is um að fyrstu kaupendur þurfi að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/08/25/thurfa_1_1_milljon_til_ad_hafa_efni_a_afborgunum/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherrann sagði sem svo að verðbólgan væri í DNA okkar Íslendinga, að minnsta kosti þeirra sem eru eldri en tvævetur, eins og ég og ráðherrann. Það er satt að við munum báðir þá tíma sem verðbólguhraðinn náði 100%, að krónan var á hálfvirði ári síðar. Ég held engu að síður að enginn Íslendingur vilji sjá ofurverðbólgu eða sé sátt við hana. Átta árum eftir þetta gerðist, náðist að koma verðbólgunni niður undir núll. Það má víða sjá vitnað í þá tíma í kringum 1990 og kallaðir tímar þjóðarsáttar. Tímarnir voru allt aðrir en í dag. Milli 1986 og 1995 var samanlagður hagvöxtur Íslands við núllið, aðeins fyrir ofan það sum árin og fyrir neðan það önnur. Kallið það hvað sem þið viljið, en það voru á engan hátt góðir tímar. Verðbólga er seig á Íslandi. Hún kemur hratt og fer aðeins hægt og hægt. Undirritaður er ekki einn af þeim sem heldur því fram að með upptöku annars gjaldmiðils hverfi verðbólga í landinu. Landið er einfaldlega fámennt og framfleytir sér með nokkrum grundvallarþáttum, fiski, ferðamennsku, orkusölu í formi áls eða annarra vara og svo einhvers hugvits í formi hátækni, lyfja eða forritunar. Það er spenna í framleiðslu og þjónustu og á meðan svo er, er lítill möguleiki á að verðbólgan hverfi, eins og þó fólk vilji mæla hana á annan hátt og sleppa mestu verðbólguliðunum úr mælingunni. Það skiptir máli hvernig ráðið er niðurlögum verðbólgu og hvernig stjórnvöld búa til mótvægisaðgerðir, þannig að byrðar hennar lendi ekki eingöngu á launafólki. Það er ljóst að núverandi stjórn hefur engan áhuga á slíku. Í stað þess hafa þau látið mikinn hluta af ákvörðun, og þar með ábyrgð í hendur Seðlabankans og peningastefnunefndar. Sú nefnd hefur það hlutverk að ná niður verðbólgu, en það er ekki sama hvernig það er gert. Þau sem mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar í dag þurfa að átta sig á hvernig þessi nefnd starfar. Sjálfur hafði ég lesið mikið um starf nefndarinnar þegar ég lærði stjórnsýslufræði, en ekki séð fyllilega hvaða reglum hún starfar eftir. Af skrifum Ásgeirs Daníelssonar á visir.is 26. ágúst sá ég að samkvæmt þjóðhagslíkani Seðlabanka fylgir 60% af ákvörðun um hversu háir stýrivextir eigi að vera, stýrivöxtum á síðasta ársfjórðungi. Með öðrum orðum, þá lækka stýrivextir ekki hratt (og eiga ekki að hækka hratt heldur, ekki umfram þetta). Ekki gera ráð fyrir að stýrivextir muni lækka hratt, þó að allt annað gangi í haginn! Leggið þetta saman við skilyrði Seðlabanka um veðhlutfall, sem samkvæmt bankanum er til að styðja við peningastefnuna. Gott og vel, en lítum á hver niðurstaðan er og hverjum hún gagnast. Samkvæmt úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þurfa fyrstu kaupendur að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði til að standa undir afborgununum á meðalíbúð með 85% veðsetningarhlutfalli. Þessar tvær ákvarðanir, að meirihluti ákvarðana um stýrivexti sé hvernig þeir voru á síðasta ársfjórðungi, og 85% veðsetningarhlutfall býr til ástand fyrir fyrstu kaupendur og fyrir öll sem eru með meðallaun undir 1100 þúsund á mánuði. Nú verður Seðlabanki að hafa visst sjálfstæði til að móta peningastefnuna, en þegar hún gengur út yfir allt venjulegt launafólk verður að grípa til mótvægisaðgerða. Verðbólga er mannanna verk. Ekki eins eða tveggja, heldur okkar allra. Kannski heldur peningastefnunefnd að hún sé ekki í pólitík, en þegar afleiðingar ákvarðana hennar þýða að venjulegt launafólk er komið í harða skrúfu, þá er það pólitík. Það er líka mannanna verk hvernig er tekið á afleiðingum hennar. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á að bregðast við ákvörðunum peningastefnunefndar, þannig að það sé lifandi fyrir venjulegt launafólk í landinu. Ég geri ekki ráð fyrir að þessi ríkisstjórn nái saman um þau verk sem þarf að vinna þar, en venjulegt launafólk hefur annan kost. Það verður að kjósa fólk sem ætlar að taka á þessum vanda. Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur. 1) Grein Ásgeirs Daníelssonar: https://www.visir.is/g/20242612452d/meir-um-verd-bolgu-og-rikis-fjar-mal 2) Grein á mbl.is um að fyrstu kaupendur þurfi að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/08/25/thurfa_1_1_milljon_til_ad_hafa_efni_a_afborgunum/
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar