„Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2024 16:56 Brynhildur fann fyrst karlkyns könguló í vínberjaklasanum og henti henni í vaskinn án þess að pæla frekar í því. Eftir frekar grennslan fann hún síðan ekkjuna sjálfa. Grunlaus fjölskylda í Grafarvoginum fékk óvænta gesti í heimsókn í vikunni þegar eitruð könguló og maki hennar bárust inn á heimilið með vínberjaklasa. Köngulærnar reyndust vera af sömu undirtegund og svarta ekkjan. Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu um köngulóna á Facebook. Þar segir að starfsmaður Dýraþjónustunnar hafi sótt könguló í Grafarvoginn þar sem hún hafði flust til fjölskyldu einnar með vínberjaklasa frá draumaríkinu Kaliforníu. „Köngulóin reyndist vera ein af undirtegundum hinnar goðsagnakenndu Svörtu ekkju, að öllum líkindum Nyrðri ekkja (Northern Black widow) sem á latínu nefnist Latrodectus variolous,“ segir í færslunni. Einnig kemur þar fram að köngulóin innihaldi afar öflugt taugaeitur sem hún gefi frá sér við bit. Það sé þó sjaldnast banvænt, þar sem magnið sé lítið, en afar sársaukafullt. Húsmóðirin gerði köngulóna að ekkju Brynhildur Helgadóttir, húsmóðir í Grafarvoginum, fann köngulóna þegar hún var að elda kvöldmatinn í gær. Hún var viss um að hin alræmda svarta ekkja væri komin í heimsókn. „Ég var að elda matinn og ætlaði að hafa vínber með salatinu. Ég er ekkert mjög dugleg að skola ávexti almennt þannig ég var ekkert búin að skola þau. Svo tek ég upp einn stilk og þá dettur úr könguló sem er alveg hvít á litinn,“ segir Brynhildur. Hún hafi séð að þetta væri ekki íslensk könguló, sýnt manninum sínum hana en síðan sturtaði henni ofan í vaskinn. Eftir á kom í ljós að um var að ræða karlkyns könguló og því hafi hún verið svo óvenjuleg á litin. „Þegar ég fer að skoða vínberin betur sé ég glitta í rassinn á þessari undirtegund af svörtu ekkjunni. Þau voru þá búin að hreiðra þarna um sig,“ segir hún um köngulóarfjölskylduna. Vonar að köngulóin verði skírð Brynhildur Brynhildur segir að hún hafi verið viss um að köngulóin væri sjálf svarta ekkjan þegar hún sá blettina á baki hennar. Dýraþjónustan hafi svo tilkynnt henni að um væri að ræða skylda tegund en ekki ekkjuna fræga. „Hún er svo auðþekkjanleg, þessir rauðu blettir voru eitthvað sem maður kveikti strax á. Þá panikkaði ég og hrópaði ÞETTA ER SVARTA EKKJAN,“ segir Brynhildur. „Það var mikil geðshræring á heimilinu af því við erum með tvö ung börn.“ Þau hjónin náðu á endanum að koma köngulónni í plasthólf og hringdu á dýraþjónustuna sem kom að sækja ekkjuna og egg hennar. Brynhildur segist þá hafa lagt fram sérstaka ósk. „Ég óskaði sérstaklega eftir því að hún yrði skírð í höfuðið á mér þegar þeir komu og náðu í hana. Ég vona innilega að hún verð skírð Brynhildur,“ segir Brynhildur um mögulega nöfnu sína. Dýr Matur Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu um köngulóna á Facebook. Þar segir að starfsmaður Dýraþjónustunnar hafi sótt könguló í Grafarvoginn þar sem hún hafði flust til fjölskyldu einnar með vínberjaklasa frá draumaríkinu Kaliforníu. „Köngulóin reyndist vera ein af undirtegundum hinnar goðsagnakenndu Svörtu ekkju, að öllum líkindum Nyrðri ekkja (Northern Black widow) sem á latínu nefnist Latrodectus variolous,“ segir í færslunni. Einnig kemur þar fram að köngulóin innihaldi afar öflugt taugaeitur sem hún gefi frá sér við bit. Það sé þó sjaldnast banvænt, þar sem magnið sé lítið, en afar sársaukafullt. Húsmóðirin gerði köngulóna að ekkju Brynhildur Helgadóttir, húsmóðir í Grafarvoginum, fann köngulóna þegar hún var að elda kvöldmatinn í gær. Hún var viss um að hin alræmda svarta ekkja væri komin í heimsókn. „Ég var að elda matinn og ætlaði að hafa vínber með salatinu. Ég er ekkert mjög dugleg að skola ávexti almennt þannig ég var ekkert búin að skola þau. Svo tek ég upp einn stilk og þá dettur úr könguló sem er alveg hvít á litinn,“ segir Brynhildur. Hún hafi séð að þetta væri ekki íslensk könguló, sýnt manninum sínum hana en síðan sturtaði henni ofan í vaskinn. Eftir á kom í ljós að um var að ræða karlkyns könguló og því hafi hún verið svo óvenjuleg á litin. „Þegar ég fer að skoða vínberin betur sé ég glitta í rassinn á þessari undirtegund af svörtu ekkjunni. Þau voru þá búin að hreiðra þarna um sig,“ segir hún um köngulóarfjölskylduna. Vonar að köngulóin verði skírð Brynhildur Brynhildur segir að hún hafi verið viss um að köngulóin væri sjálf svarta ekkjan þegar hún sá blettina á baki hennar. Dýraþjónustan hafi svo tilkynnt henni að um væri að ræða skylda tegund en ekki ekkjuna fræga. „Hún er svo auðþekkjanleg, þessir rauðu blettir voru eitthvað sem maður kveikti strax á. Þá panikkaði ég og hrópaði ÞETTA ER SVARTA EKKJAN,“ segir Brynhildur. „Það var mikil geðshræring á heimilinu af því við erum með tvö ung börn.“ Þau hjónin náðu á endanum að koma köngulónni í plasthólf og hringdu á dýraþjónustuna sem kom að sækja ekkjuna og egg hennar. Brynhildur segist þá hafa lagt fram sérstaka ósk. „Ég óskaði sérstaklega eftir því að hún yrði skírð í höfuðið á mér þegar þeir komu og náðu í hana. Ég vona innilega að hún verð skírð Brynhildur,“ segir Brynhildur um mögulega nöfnu sína.
Dýr Matur Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira