Lando Norris enn vongóður þrátt fyrir gulu flöggin Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2024 08:02 Lando Norris er í harðri baráttu um heimsmeistaratitilinn en í vondri stöðu fyrir kappakstur dagsins. Vísir/Getty Lando Norris í liði McLaren er enn vongóður um árangur í Aserbaísjan kappakstrinum þrátt fyrir að leggja af stað í sextánda sæti, vegna erfiðleika í undanrásunum í gær. Norris berst um titilinn við þríríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen og hefur minnkað muninn í síðustu kappökstrum niður í aðeins 62 stig. Hann lenti hins vegar í vandræðum í tímatökunni í gær, fékk gul flögg og verður því sá sextándi í röðinni þegar lagt verður af stað á eftir. „Það er eins og það er, ég er svekktur og pirraður en get engu breytt. Það er líka langur kappakstur framundan. Við erum vel útbúnir, vongóðir, og sjáum til hvað við getum gert,“ sagði Norris en hann ekur fyrir McLaren ásamt Oscar Piastri. Kappaksturinn fer fram á götum höfuðborgarinnar Bakú, braut sem erfitt er að ná framúrtökum á. „Við þurfum að beita mikilli kænsku því framúrtökur eru nánast ómögulegar. Það er fullt af bílum fyrir framan mig sem verða vængjalausir og hægir. Bíllinn sem ég keyri er snöggur og vonandi fæ ég tækifæri til, en í svona götukappakstri myndast mikil umferð og maður getur fest sig.“ Kappaksturinn hefst klukkan 10:30 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Akstursíþróttir Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Norris berst um titilinn við þríríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen og hefur minnkað muninn í síðustu kappökstrum niður í aðeins 62 stig. Hann lenti hins vegar í vandræðum í tímatökunni í gær, fékk gul flögg og verður því sá sextándi í röðinni þegar lagt verður af stað á eftir. „Það er eins og það er, ég er svekktur og pirraður en get engu breytt. Það er líka langur kappakstur framundan. Við erum vel útbúnir, vongóðir, og sjáum til hvað við getum gert,“ sagði Norris en hann ekur fyrir McLaren ásamt Oscar Piastri. Kappaksturinn fer fram á götum höfuðborgarinnar Bakú, braut sem erfitt er að ná framúrtökum á. „Við þurfum að beita mikilli kænsku því framúrtökur eru nánast ómögulegar. Það er fullt af bílum fyrir framan mig sem verða vængjalausir og hægir. Bíllinn sem ég keyri er snöggur og vonandi fæ ég tækifæri til, en í svona götukappakstri myndast mikil umferð og maður getur fest sig.“ Kappaksturinn hefst klukkan 10:30 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Akstursíþróttir Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira