Hingað og ekki lengra Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 16. september 2024 11:01 Öllum sem fylgjast með þjóðmálaumræðu er ljóst að djúp afturhaldsbylgja er komin upp á yfirborðið í íslenskri umræðu og íslenskum stjórnmálum. Hún endurspeglar að miklu leyti þá þróun sem hefur orðið í löndunum í kringum okkur á undanförnum árum, en þjóðernissinnaðir flokkar hafa tekið völdin í mörgum ríkjum Evrópu, sums staðar hreinlega fasískir flokkar. Þegar slík öfl ná yfirhöndinni minnkar umburðarlyndi og samstaða með því fólki sem ekki tilheyrir meirihlutanum. Uppgangur þeirra getur verið lúmskur, en þegar öfl af þessu tagi ná annað hvort pólitískum völdum eða merkjanlegum áhrifum í opinberri umræðu líður yfirleitt ekki á löngu þar til ráðist er markvisst að réttindum fólks á flótta, hinsegin fólks og kvenna. Minnihlutahópar og málsvarar þeirra eru gerðir að óvini hins ‘venjulega borgara’ í einfeldningslegri umræðu sem fletur fjölbreytta hópa fólks út í staðalmyndir sem auðvelt er að tortryggja og óttast. Aukin heift, lygar og alhæfingar í umræðu um minnihlutahópa um allan heim hafa nú þegar haft áhrif á Íslandi. Stjórnmálafólk ýtir fólki á jaðrinum enn lengra út á hann, í stað þess að vinna að samfélagi þar sem við fáum öll að tilheyra. Í þessu furðulega andrúmslofti veigra meira að segja stjórnmálaflokkar sem almennt hafa staðið fyrir umburðarlyndi og virðingu fyrir öllu fólki sér við því að taka skýra afstöðu með mannréttindum - og ýta þar með undir að þau séu að engu höfð. Það er í svona samfélagi sem það er talið öfgafullt að tala fyrir rétti fólks á flótta, fyrir hinsegin réttindum, fyrir femínisma. Það er í svona samfélagi sem stór hópur fólks hefur talið sér trú um að það sé á einhvern hátt í lagi að brottvísa langveiku barni í hjólastól í skjóli nætur. Þegar best tekst til hefur styrkur íslensks samfélags verið að okkur hefur tekist að standa saman gegn fordómum og afturhaldi. Við höfum breytt samfélaginu til hins betra, stundum hægt og rólega og stundum á undraverðum hraða. En þegar heiftin eykst þagna raddir umburðarlyndis. Þetta hefur gerst hægt og rólega á undanförnum árum og nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að svara spurningunni: Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að umburðarleysi og afturhald nái yfirhöndinni í íslensku samfélagi? Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að vera gerð samsek í ofbeldi gegn fólki sem hingað leitar? Hvernig ætlum við að standa vörð um hvert annað til framtíðar? Í morgun ofbauð mér svo fullkomlega, og ég veit að ég er ekki ein. Það þarf að heyrast í okkur sem ætlum ekki að sætta okkur við þessa þróun - og það hátt. Allt fólk sem stendur með frelsi fólks til þess að lifa lífinu án fordóma og jaðarsetningar - án ofbeldis af hendi stjórnvalda - þarf núna að taka sér pláss í umræðunni. Á kaffistofum, á netinu, í heita pottinum. Það er skylda okkar í lýðræðissamfélagi. Við látum ekki bjóða okkur að áhrifafólk búi til grýlur úr fólki sem hefur ekkert sér til saka unnið, eða að stjórnmálafólk sitji hjá þegar ráðist er gegn grundvallarréttindum þeirra. Það hefur afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Þeir flokkar sem tala fyrir meðferð líkt og þeirri sem Yazan Tamimi hefur þurft að sæta og þeir sem ekki geta tekið skýra afstöðu með mannréttindum barna óháð uppruna þurfa að finna að fólk sættir sig ekki við óbreytt ástand. Við getum snúið þessari þróun við. Hingað og ekki skrefinu lengra. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mannréttindi Mál Yazans Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Öllum sem fylgjast með þjóðmálaumræðu er ljóst að djúp afturhaldsbylgja er komin upp á yfirborðið í íslenskri umræðu og íslenskum stjórnmálum. Hún endurspeglar að miklu leyti þá þróun sem hefur orðið í löndunum í kringum okkur á undanförnum árum, en þjóðernissinnaðir flokkar hafa tekið völdin í mörgum ríkjum Evrópu, sums staðar hreinlega fasískir flokkar. Þegar slík öfl ná yfirhöndinni minnkar umburðarlyndi og samstaða með því fólki sem ekki tilheyrir meirihlutanum. Uppgangur þeirra getur verið lúmskur, en þegar öfl af þessu tagi ná annað hvort pólitískum völdum eða merkjanlegum áhrifum í opinberri umræðu líður yfirleitt ekki á löngu þar til ráðist er markvisst að réttindum fólks á flótta, hinsegin fólks og kvenna. Minnihlutahópar og málsvarar þeirra eru gerðir að óvini hins ‘venjulega borgara’ í einfeldningslegri umræðu sem fletur fjölbreytta hópa fólks út í staðalmyndir sem auðvelt er að tortryggja og óttast. Aukin heift, lygar og alhæfingar í umræðu um minnihlutahópa um allan heim hafa nú þegar haft áhrif á Íslandi. Stjórnmálafólk ýtir fólki á jaðrinum enn lengra út á hann, í stað þess að vinna að samfélagi þar sem við fáum öll að tilheyra. Í þessu furðulega andrúmslofti veigra meira að segja stjórnmálaflokkar sem almennt hafa staðið fyrir umburðarlyndi og virðingu fyrir öllu fólki sér við því að taka skýra afstöðu með mannréttindum - og ýta þar með undir að þau séu að engu höfð. Það er í svona samfélagi sem það er talið öfgafullt að tala fyrir rétti fólks á flótta, fyrir hinsegin réttindum, fyrir femínisma. Það er í svona samfélagi sem stór hópur fólks hefur talið sér trú um að það sé á einhvern hátt í lagi að brottvísa langveiku barni í hjólastól í skjóli nætur. Þegar best tekst til hefur styrkur íslensks samfélags verið að okkur hefur tekist að standa saman gegn fordómum og afturhaldi. Við höfum breytt samfélaginu til hins betra, stundum hægt og rólega og stundum á undraverðum hraða. En þegar heiftin eykst þagna raddir umburðarlyndis. Þetta hefur gerst hægt og rólega á undanförnum árum og nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að svara spurningunni: Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að umburðarleysi og afturhald nái yfirhöndinni í íslensku samfélagi? Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að vera gerð samsek í ofbeldi gegn fólki sem hingað leitar? Hvernig ætlum við að standa vörð um hvert annað til framtíðar? Í morgun ofbauð mér svo fullkomlega, og ég veit að ég er ekki ein. Það þarf að heyrast í okkur sem ætlum ekki að sætta okkur við þessa þróun - og það hátt. Allt fólk sem stendur með frelsi fólks til þess að lifa lífinu án fordóma og jaðarsetningar - án ofbeldis af hendi stjórnvalda - þarf núna að taka sér pláss í umræðunni. Á kaffistofum, á netinu, í heita pottinum. Það er skylda okkar í lýðræðissamfélagi. Við látum ekki bjóða okkur að áhrifafólk búi til grýlur úr fólki sem hefur ekkert sér til saka unnið, eða að stjórnmálafólk sitji hjá þegar ráðist er gegn grundvallarréttindum þeirra. Það hefur afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Þeir flokkar sem tala fyrir meðferð líkt og þeirri sem Yazan Tamimi hefur þurft að sæta og þeir sem ekki geta tekið skýra afstöðu með mannréttindum barna óháð uppruna þurfa að finna að fólk sættir sig ekki við óbreytt ástand. Við getum snúið þessari þróun við. Hingað og ekki skrefinu lengra. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun