Lamdi mótframbjóðanda með stól í kappræðum Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 14:37 Atena (t.v.) missti stjórn á sér og sveiflaði stól í síðuna á Marçal (t.h.). Skjáskot Sjónvarpskappræður frambjóðenda til borgarstjóra Sao Paulo leystust upp í glundroða þegar einn þeirra réðst á annan með stól. Sá sem varð fyrir árásinni hafði boðað að hann ætlaði að hleypa kappræðunum upp fyrir fram. Pablo Marçal er áhrifavaldur sem prangar sjálfshjálparspeki upp á fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Hann er einnig í framboði fyrir hægriflokkinn Endurnýjunarflokk alþýðu í borgarastjórakosningunum í Sao Paulo, stærstu borg Brasilíu, og háir kosningabaráttu sína með gífuryrðum. Fyrir kappræðurnar í gær hafði Marçal sagt að hann ætlaði sér að koma José Luiz Datena, fréttaþuli og mótframbjóðanda hans, úr jafnvægi og bola honum úr baráttunni. Í kappræðunum varð Marçal þannig tíðrætt um ásakanir á hendur Datena um kynferðislega áreitni þrátt fyrir að þær ásakanir hefðu verið dregnar til baka, að sögn Washington Post. Datena mislíkaði þetta og sakaði Marçal um að spilla fyrir kappræðunum og breyta þeim í samfélagsmiðlasýningu. Krafðist hann þess að Marçal drægi ummæli sín til baka í ljósi þess að ásakanirnar hefðu legið þungt á fjölskyldu hans. Því tók Marçal fálega og sagði Datena ekki geta staðið við stóru orðin. „Þú nálgaðist mig einu sinni á kappræðum til þess að slá mig en þú ert ekki einu sinni nógu mikill maður til þess að gera það,“ sagði Marçal. Við það virtist Datena snöggreiðast og sló hann Marçal með stól í bakið í miðri útsendingu. Marçal var fluttur á sjúkrahús og sögðu aðstoðarmenn hans að hann hefði rifbreinsbrotnað við höggið. Þá hefði fingur farið úr lið. Réð ekki við sig Marçal líkti atlögu Datena við stunguárás á Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, árið 2018 og banatilræði við Donald Trump í sumar. „Af hverju er svona mikið hatur?“ sagði Marçal á samfélagsmiðlafærslu. Datena sagði fréttamönnum eftir kappræðurnar að ásakanirnar sem Marçal tók endurtekið upp væru honum sérstaklega sárar því hann teldi að þær hafi orðið til þess að tengdamóðir hans fékk nokkur hjartaáföll og lést síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég missti mig, því miður. Ég hefði einfadlega getað yfirgefið kappræðurnar, farið heim, sem hefði verið mun betra. En alveg eins og ég græt, sem eru mannleg viðbrögð, þá voru þetta mannleg viðbrögð sem ég réð ekki við.“ Brasilía Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Pablo Marçal er áhrifavaldur sem prangar sjálfshjálparspeki upp á fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Hann er einnig í framboði fyrir hægriflokkinn Endurnýjunarflokk alþýðu í borgarastjórakosningunum í Sao Paulo, stærstu borg Brasilíu, og háir kosningabaráttu sína með gífuryrðum. Fyrir kappræðurnar í gær hafði Marçal sagt að hann ætlaði sér að koma José Luiz Datena, fréttaþuli og mótframbjóðanda hans, úr jafnvægi og bola honum úr baráttunni. Í kappræðunum varð Marçal þannig tíðrætt um ásakanir á hendur Datena um kynferðislega áreitni þrátt fyrir að þær ásakanir hefðu verið dregnar til baka, að sögn Washington Post. Datena mislíkaði þetta og sakaði Marçal um að spilla fyrir kappræðunum og breyta þeim í samfélagsmiðlasýningu. Krafðist hann þess að Marçal drægi ummæli sín til baka í ljósi þess að ásakanirnar hefðu legið þungt á fjölskyldu hans. Því tók Marçal fálega og sagði Datena ekki geta staðið við stóru orðin. „Þú nálgaðist mig einu sinni á kappræðum til þess að slá mig en þú ert ekki einu sinni nógu mikill maður til þess að gera það,“ sagði Marçal. Við það virtist Datena snöggreiðast og sló hann Marçal með stól í bakið í miðri útsendingu. Marçal var fluttur á sjúkrahús og sögðu aðstoðarmenn hans að hann hefði rifbreinsbrotnað við höggið. Þá hefði fingur farið úr lið. Réð ekki við sig Marçal líkti atlögu Datena við stunguárás á Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, árið 2018 og banatilræði við Donald Trump í sumar. „Af hverju er svona mikið hatur?“ sagði Marçal á samfélagsmiðlafærslu. Datena sagði fréttamönnum eftir kappræðurnar að ásakanirnar sem Marçal tók endurtekið upp væru honum sérstaklega sárar því hann teldi að þær hafi orðið til þess að tengdamóðir hans fékk nokkur hjartaáföll og lést síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég missti mig, því miður. Ég hefði einfadlega getað yfirgefið kappræðurnar, farið heim, sem hefði verið mun betra. En alveg eins og ég græt, sem eru mannleg viðbrögð, þá voru þetta mannleg viðbrögð sem ég réð ekki við.“
Brasilía Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira