FIA tók fyrir kvörtun Red Bull og hefur kveðið upp dóm sinn Aron Guðmundsson skrifar 19. september 2024 16:01 Bíll McLaren í braut í Azerbaijan kappakstrinum um síðastliðna helgi Vísir/EPA Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur úrskurðað afturvænginn, sem bíll McLaren skartaði um síðastliðnu helgi í Azerbaijan, löglegan eftir að keppinautar breska liðsins í Formúlu 1 kröfðust þess að vængurinn yrði skoðaður nánar. McLaren hefur verið á mikilli siglingu upp á síðkastið í Formúlu 1 og leiðir sem stendur stigakeppni bílasmiða með tuttugu stigum meira en ríkjandi heimsmeistarar Red Bull Racing. Bíll McLaren var sá hraðasti í braut í Azerbaijan kappakstrinum í Baku um síðastliðna helgi þar sem að Oscar Piastri, ökuþór liðsins, stóð uppi sem sigurvegari. Liðsfélagi hans, Lando Norris, vann sig þá úr fimmtánda sæti upp í það fjórða. Oscar Piastri fór með sigur af hólmi í AzerbaijanVísir/EPA Myndbandsupptökur frá kappakstrinum varpa ljósi á það hvernig afturvængurinn á bíl McLaren sveigist upp á við á beina kafla brautarinnar sem er með þeim lengstu í mótaröðinni. Ákveðið regluverk gildir í Formúlu 1 um hina ýmsu hluta Formúlu 1 bílsins og hvernig þeir mega virka en það er síðan endur liðunum og hönnunarteymi þeirra komið að vinna innan þess regluverks og er það gert á ýmsa vegu. FIA tók kvörtun keppinauta McLaren til greina og hefur nú greint frá því að afturvængur McLaren bílsins hafist staðist alla skoðun. Enn fremur segist sambandið vera að skoða öll gögn og að mótvægisaðgerðir varðandi framtíðarútfærslu afturvængins verði íhugaðar. Talsmenn McLaren, starfsmenn liðsins sem og ökuþórar hafa haldið því fram síðan að bera fór á efasemdaröddum varðandi lögmæti afturvængsins að hann sé löglegur. Lando Norris er sá eini sem getur skákað ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra.Vísir/EPA Eins og fyrr segir er það McLaren sem leiðir stigakeppni bílasmiða og þá hefur Lando Norris, ökuþór liðsins, nálgast ríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen í stigakeppni ökuþóra. Bilið milli þeirra stendur nú í 59 stigum og hefur verið að dragast saman smátt og smátt eftir því sem líður á tímabilið. Næsta keppnishelgi Formúlu 1 hefst með fyrstu æfingum í Singapúr á morgun. Sjálfur kappaksturinn fer síðan fram á sunnudaginn kemur og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni. Akstursíþróttir Aserbaídsjan Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
McLaren hefur verið á mikilli siglingu upp á síðkastið í Formúlu 1 og leiðir sem stendur stigakeppni bílasmiða með tuttugu stigum meira en ríkjandi heimsmeistarar Red Bull Racing. Bíll McLaren var sá hraðasti í braut í Azerbaijan kappakstrinum í Baku um síðastliðna helgi þar sem að Oscar Piastri, ökuþór liðsins, stóð uppi sem sigurvegari. Liðsfélagi hans, Lando Norris, vann sig þá úr fimmtánda sæti upp í það fjórða. Oscar Piastri fór með sigur af hólmi í AzerbaijanVísir/EPA Myndbandsupptökur frá kappakstrinum varpa ljósi á það hvernig afturvængurinn á bíl McLaren sveigist upp á við á beina kafla brautarinnar sem er með þeim lengstu í mótaröðinni. Ákveðið regluverk gildir í Formúlu 1 um hina ýmsu hluta Formúlu 1 bílsins og hvernig þeir mega virka en það er síðan endur liðunum og hönnunarteymi þeirra komið að vinna innan þess regluverks og er það gert á ýmsa vegu. FIA tók kvörtun keppinauta McLaren til greina og hefur nú greint frá því að afturvængur McLaren bílsins hafist staðist alla skoðun. Enn fremur segist sambandið vera að skoða öll gögn og að mótvægisaðgerðir varðandi framtíðarútfærslu afturvængins verði íhugaðar. Talsmenn McLaren, starfsmenn liðsins sem og ökuþórar hafa haldið því fram síðan að bera fór á efasemdaröddum varðandi lögmæti afturvængsins að hann sé löglegur. Lando Norris er sá eini sem getur skákað ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra.Vísir/EPA Eins og fyrr segir er það McLaren sem leiðir stigakeppni bílasmiða og þá hefur Lando Norris, ökuþór liðsins, nálgast ríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen í stigakeppni ökuþóra. Bilið milli þeirra stendur nú í 59 stigum og hefur verið að dragast saman smátt og smátt eftir því sem líður á tímabilið. Næsta keppnishelgi Formúlu 1 hefst með fyrstu æfingum í Singapúr á morgun. Sjálfur kappaksturinn fer síðan fram á sunnudaginn kemur og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni.
Akstursíþróttir Aserbaídsjan Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn