Segir Leipzig hinn fullkomna áfangastað fyrir unga og efnilega leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. september 2024 07:01 Benjamin Šeško skoraði mark RB Leipzig þegar liðið mátti þola grátlegt tap gegn Atlético Madríd á útivelli. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Það má með sanni segja að RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni sé besti áfangastaður ungra og efnilegra knattspyrnumanna í Evrópu. Á undanförnum árum hefur liðið selt fjöldann allan af leikmönnum fyrir gríðarlega háar fjárhæðir. Á undanförnum árum hefur félagið blandað sér í toppbaráttuna í Þýskalandi, tvívegis orðið bikarmeistari og komist alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt því að vera hluti af deild þeirra bestu sex ár í röð. Félagið sjálft er umdeilt þar sem það er hluti af Red Bull samsteypunni og slíkt fellur í grýttan jarðveg í Þýskalandi. Félagið er hins vegar með gríðarlega vel mótaða stefnu hvað varðar bæði leikmenn og leikstíl. Salan á Dani Olmo til Barcelona er að mati BBC, breska ríkisútvarpsins, sönnun þess að stefna félagsins í leikmannamálum geri félagið að einum besta stökkpalli Evrópu. RB Leipzig didn’t see Dani Olmo’s summer move to Barcelona as a blow, rather confirmation of a trusted philosophyAhead of a sixth successive season of Champions League football, here’s how @RBLeipzig became a “perfect” destination for young stars https://t.co/QKXdy5qRS6— Alex Bysouth (@alexbysouth) September 19, 2024 Spánverjinn Olmo átti góðu gengi að fagna á EM og gekk í kjölfarið í raðir Barcelona á rúmlega níu milljarða íslenskra króna. Var það í fjórða sinn á aðeins tveimur árum sem félagið selur leikmann á meira en níu milljarða króna. Miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai gekk í raðir Liverpool, framherjinn Christopher Nkunku gekk í raðir Chelsea og varnarmaðurinn Joško Gvardiol fór til Manchester City. Olmo var ekki eini leikmaðurinn sem yfirgaf Leipzig í sumar en franski varnarmaðurinn Mohamed Simakan fór til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Marcel Schafer, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, horfði á það sem tækifæri frekar en hindrun. Félagið festi kaup á hinum 19 ára gamla Antonio Nusa sem og Assan Ouédraogo, Arthur Vermeeren á láni, markvörðinn Maarten Vandevoordt og Lutsharel Geertruida. Ekki nóg með það heldur átti félagið meira en fimm milljarða í afgang eftir sölurnar á Olmo og Simakan. Fyrir var liðið svo með hinn eftirsótta Šeško í sínum röðum sem og Xavi Simons sem er annað árið í röð á láni frá París Saint-Germain. Šeško 💫#UCL pic.twitter.com/99Y2UvQHB9— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Schafer gekk í raðir Leipzig fyrr á þessu ári og segist strax sjá merki þess efnis að ungir leikmenn vilji ólmir ganga til liðs við Leipzig vegna fordæmanna hér að ofan. „Þetta er ekki aðeins Olmo heldur er þetta einnig Gvardiol, þetta er Szoboszlai, þetta er Nkunku og svo margir til viðbótar. Ungir leikmenn sjá hvaða möguleika félagið hefur. Þetta er hið fullkomna félag – ekki aðeins í Þýskalandi heldur Evrópu allri – fyrir unga leikmenn,“ sagði Schafer að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira
Á undanförnum árum hefur félagið blandað sér í toppbaráttuna í Þýskalandi, tvívegis orðið bikarmeistari og komist alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt því að vera hluti af deild þeirra bestu sex ár í röð. Félagið sjálft er umdeilt þar sem það er hluti af Red Bull samsteypunni og slíkt fellur í grýttan jarðveg í Þýskalandi. Félagið er hins vegar með gríðarlega vel mótaða stefnu hvað varðar bæði leikmenn og leikstíl. Salan á Dani Olmo til Barcelona er að mati BBC, breska ríkisútvarpsins, sönnun þess að stefna félagsins í leikmannamálum geri félagið að einum besta stökkpalli Evrópu. RB Leipzig didn’t see Dani Olmo’s summer move to Barcelona as a blow, rather confirmation of a trusted philosophyAhead of a sixth successive season of Champions League football, here’s how @RBLeipzig became a “perfect” destination for young stars https://t.co/QKXdy5qRS6— Alex Bysouth (@alexbysouth) September 19, 2024 Spánverjinn Olmo átti góðu gengi að fagna á EM og gekk í kjölfarið í raðir Barcelona á rúmlega níu milljarða íslenskra króna. Var það í fjórða sinn á aðeins tveimur árum sem félagið selur leikmann á meira en níu milljarða króna. Miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai gekk í raðir Liverpool, framherjinn Christopher Nkunku gekk í raðir Chelsea og varnarmaðurinn Joško Gvardiol fór til Manchester City. Olmo var ekki eini leikmaðurinn sem yfirgaf Leipzig í sumar en franski varnarmaðurinn Mohamed Simakan fór til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Marcel Schafer, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, horfði á það sem tækifæri frekar en hindrun. Félagið festi kaup á hinum 19 ára gamla Antonio Nusa sem og Assan Ouédraogo, Arthur Vermeeren á láni, markvörðinn Maarten Vandevoordt og Lutsharel Geertruida. Ekki nóg með það heldur átti félagið meira en fimm milljarða í afgang eftir sölurnar á Olmo og Simakan. Fyrir var liðið svo með hinn eftirsótta Šeško í sínum röðum sem og Xavi Simons sem er annað árið í röð á láni frá París Saint-Germain. Šeško 💫#UCL pic.twitter.com/99Y2UvQHB9— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Schafer gekk í raðir Leipzig fyrr á þessu ári og segist strax sjá merki þess efnis að ungir leikmenn vilji ólmir ganga til liðs við Leipzig vegna fordæmanna hér að ofan. „Þetta er ekki aðeins Olmo heldur er þetta einnig Gvardiol, þetta er Szoboszlai, þetta er Nkunku og svo margir til viðbótar. Ungir leikmenn sjá hvaða möguleika félagið hefur. Þetta er hið fullkomna félag – ekki aðeins í Þýskalandi heldur Evrópu allri – fyrir unga leikmenn,“ sagði Schafer að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira