Seinna spjaldið var ekki viljandi: „Er bara pirraður og missi hausinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. september 2024 22:35 Elmar Kári skoraði annað mark Aftureldingar í leiknum og hefði hæglega getað bætt við. Hann verður í banni í næsta leik. afturelding Furðulegt mál tók athyglina af frábærri frammistöðu Elmars Kára Enesson Gocic í 3-1 sigri Aftureldingar gegn Fjölni í fyrri umspilsleik liðanna í kvöld. Elmar fékk gult spjald fyrir leikaraskap í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að hafa ekki beðið um brot sjálfur. „Ósáttur með það? Hann bara sparkar í mig. Ég bara skil ekki hvað er í gangi, af hverju hann var að gefa mér gult. Þetta er mjög skrítið, ég skildi þetta ekki þannig að eðlilega var ég ósáttur við það. En hann er dómarinn og er að gera sitt besta, ég virði það,“ sagði Elmar um atvikið í viðtali eftir leik. Spjaldið eitt og sér var mjög furðulegt en það sem vakti umtal og athygli var sú staðreynd að spjaldið hefði skilað Elmari leikbanni í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli – en ekki í næsta leik gegn Fjölni á mánudaginn. Það er vegna þess að aganefnd KSÍ úrskurðar um leikbönn vegna uppsafnaðra gulra spjalda og hún kemur ekki saman fyrr en á þriðjudag, degi eftir leikinn gegn Fjölni. Aganefndin úrskurðar ekki leikbann þegar um er að ræða rautt spjald. Það biðu því allir áhorfendur eftir því að sjá hvort Elmar myndi næla sér í annað gult spjald, þar af leiðandi rautt og verða sjálfkrafa dæmdur í leikbann í næsta leik, frekar en að missa af úrslitaleiknum. Hann gerði það á lokasekúndum leiksins, braut harkalega á Reyni Haraldssyni og verður því í banni á mánudaginn. Hann var þá nýbúinn að klúðra víti sem hefði gefið Aftureldingu 4-1 forystu. „Ég klúðraði víti, er bara pirraður og missi hausinn þarna. Það var ekkert flóknara en það,“ sagði Elmar um seinna spjaldið og spilaði sig grunlausan. Hann fullyrti að hann hafi ekki vitað um afleiðingar fyrra spjaldsins og seinna spjaldið hafi því ekki verið viljandi gert. „Það gæti verið [að ég hafi verið meðvitaður um að ég væri á leið í bann í úrslitaleiknum], en það var bara ekki í hausnum á þeim tímapunkti og ég gerði mér ekki grein fyrir því,“ sagði Elmar að lokum. Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Elmar fékk gult spjald fyrir leikaraskap í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að hafa ekki beðið um brot sjálfur. „Ósáttur með það? Hann bara sparkar í mig. Ég bara skil ekki hvað er í gangi, af hverju hann var að gefa mér gult. Þetta er mjög skrítið, ég skildi þetta ekki þannig að eðlilega var ég ósáttur við það. En hann er dómarinn og er að gera sitt besta, ég virði það,“ sagði Elmar um atvikið í viðtali eftir leik. Spjaldið eitt og sér var mjög furðulegt en það sem vakti umtal og athygli var sú staðreynd að spjaldið hefði skilað Elmari leikbanni í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli – en ekki í næsta leik gegn Fjölni á mánudaginn. Það er vegna þess að aganefnd KSÍ úrskurðar um leikbönn vegna uppsafnaðra gulra spjalda og hún kemur ekki saman fyrr en á þriðjudag, degi eftir leikinn gegn Fjölni. Aganefndin úrskurðar ekki leikbann þegar um er að ræða rautt spjald. Það biðu því allir áhorfendur eftir því að sjá hvort Elmar myndi næla sér í annað gult spjald, þar af leiðandi rautt og verða sjálfkrafa dæmdur í leikbann í næsta leik, frekar en að missa af úrslitaleiknum. Hann gerði það á lokasekúndum leiksins, braut harkalega á Reyni Haraldssyni og verður því í banni á mánudaginn. Hann var þá nýbúinn að klúðra víti sem hefði gefið Aftureldingu 4-1 forystu. „Ég klúðraði víti, er bara pirraður og missi hausinn þarna. Það var ekkert flóknara en það,“ sagði Elmar um seinna spjaldið og spilaði sig grunlausan. Hann fullyrti að hann hafi ekki vitað um afleiðingar fyrra spjaldsins og seinna spjaldið hafi því ekki verið viljandi gert. „Það gæti verið [að ég hafi verið meðvitaður um að ég væri á leið í bann í úrslitaleiknum], en það var bara ekki í hausnum á þeim tímapunkti og ég gerði mér ekki grein fyrir því,“ sagði Elmar að lokum.
Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira