Framlengjum séreignarleiðina til að vernda heimilin Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 20. september 2024 07:15 Nú þegar heimilin standa frammi fyrir aukinni skuldabyrði hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður mikilvægt varnarúrræði – almenna heimild til að nýta séreignarsparnað til ráðstöfunar inn á höfuðstól láns. Þetta er bæði illa tímasett og slæm ákvörðun fyrir millitekjufólk. Heimilin standa nú frammi fyrir því að fá verðbólguna af fullum þunga í heimilisbókhaldið. Tveir vondir kostir í stöðunni Á seinni helmingi ársins og á árinu 2025 munu um 450 milljarðar króna af óverðtryggðum húsnæðislánum koma til endurskoðunar á vöxtum. Þetta þýðir að heimilin verða neydd til að velja á milli tveggja vondra kosta. Að auka greiðslubyrði um allt að 120% eða velja verðtryggð lán. Flest heimili munu neyðast til að velja verðtryggð lán til að halda greiðslubyrði stöðugri til skamms tíma. Verðbólgan mun aftur á móti fást að láni inn í framtíðina, verðbætur munu hrannast upp og eiginfjáráhætta heimila aukast. Horfið verður aftur til lánafyrirkomulags sem átti að tilheyra fortíðinni. Skynsöm og jákvæð skilaboð á erfiðum tímum Stéttarfélagið Viska hvetur ríkisstjórnina til að framlengja almenna heimild til nýtingar séreignar. Úrræðið hefur reynst heimilum landsins vel og gefur þeim tækifæri til að staðgreiða verðbólguna að hluta á erfiðum tímum. Framlenging úrræðisins myndi einnig koma til móts við kröfur háskólamenntaðra og millitekjufólks um aukinn stuðning í tengslum við kjarasamninga á vinnumarkaði. Það væru jákvæð og umfram allt skynsöm skilaboð að framlengja – gerum það! Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Nú þegar heimilin standa frammi fyrir aukinni skuldabyrði hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður mikilvægt varnarúrræði – almenna heimild til að nýta séreignarsparnað til ráðstöfunar inn á höfuðstól láns. Þetta er bæði illa tímasett og slæm ákvörðun fyrir millitekjufólk. Heimilin standa nú frammi fyrir því að fá verðbólguna af fullum þunga í heimilisbókhaldið. Tveir vondir kostir í stöðunni Á seinni helmingi ársins og á árinu 2025 munu um 450 milljarðar króna af óverðtryggðum húsnæðislánum koma til endurskoðunar á vöxtum. Þetta þýðir að heimilin verða neydd til að velja á milli tveggja vondra kosta. Að auka greiðslubyrði um allt að 120% eða velja verðtryggð lán. Flest heimili munu neyðast til að velja verðtryggð lán til að halda greiðslubyrði stöðugri til skamms tíma. Verðbólgan mun aftur á móti fást að láni inn í framtíðina, verðbætur munu hrannast upp og eiginfjáráhætta heimila aukast. Horfið verður aftur til lánafyrirkomulags sem átti að tilheyra fortíðinni. Skynsöm og jákvæð skilaboð á erfiðum tímum Stéttarfélagið Viska hvetur ríkisstjórnina til að framlengja almenna heimild til nýtingar séreignar. Úrræðið hefur reynst heimilum landsins vel og gefur þeim tækifæri til að staðgreiða verðbólguna að hluta á erfiðum tímum. Framlenging úrræðisins myndi einnig koma til móts við kröfur háskólamenntaðra og millitekjufólks um aukinn stuðning í tengslum við kjarasamninga á vinnumarkaði. Það væru jákvæð og umfram allt skynsöm skilaboð að framlengja – gerum það! Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar