Fólk flýr Beirút undan mannskæðum árásum Ísraela Kjartan Kjartansson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 23. september 2024 11:42 Reykur stígur upp frá þorpi í Nabatiyeh-héraði í sunnanverðu Líbanon eftri loftárás Ísraela í morgun. AP/Hussein Malla Hundrað eru sagðir fallnir og hundruð særðir í hörðum árásum Ísraelshers á Líbanon. Ísraelsher hefur sagt íbúum í Suður-Líbanon að forða sér búi þeir nærri athafnasvæðum Hezbollah-samtakanna. Fólksflótti er skollinn á frá höfuðborginni Beirút. Ísraelar segja að aukinn kraftur hafi verið settur í árásir á Hezbollah til að fyrirbyggja yfirvofandi árás á Ísrael. Skotið var á þrjú hundruð skotmörk í Líbanon í dag. Nokkrir helstu leiðtogar Hezbollah voru á meðal um fjörutíu og fimm manns sem féllu í árásum Ísraela á nágrannaríkið á föstudag. Flugskeyti flugu á milli Ísraels og Líbanon um helgina. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að minnsta kosti hundrað látna í árásum Ísraela sem hófust í nótt. Fleiri en fjögur hundruð séu sárir til viðbótar. Sjúkrahúsum í sunnanverðu landinu var sagt að fresta öllum valkvæðum aðgerðum og búa sig undir að taka á móti særðu fólki í morgun. Skólum hefur verið lokað þar. Séu tölur ráðuneytisins réttar er þetta mesta mannfall á einum degi frá því að átök hófust á milli Hezbollah og Ísraelshers í kjölfar árásar Hamas á Ísrael í október í fyrra, að sögn AP-fréttastofunnar. Um 600 manns hafa fallið í Líbanon í þeim átökum, þar á meðal um hundrað óbreyttir borgarar. Hezbollah samtökin segjast hafa svarað árásum Ísraela með eldflaugaskothríð á norðurhluta Ísraels þar sem skotmörkin hafi verið herstöðvar og vöruhús á vegum hersins. Einn er sagður hafa slasast lítillega í þeim árásum en margar flauganna voru skotnar niður af loftvarnarkerfi Ísraela. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir að þung umferð sé nú í Beirút þar sem borgarbúar reyni að komast undan eftir að Ísraelar sendu út skilaboð um að íbúar tiltekinna hverfa ættu að hafa sig á brott. Líbönum hefur verið sagt að halda sig fjarri athafnasvæðum Hezbollah. BBC segir að Hamra-hverfið í Beirút, þar sem íbúar hafa fengið viðvaranir um rýmingu, sé ekki þekkt sem vígi Hezbollah. Átökin á milli Ísraela og Hezbollah stigmögnuðust á þriðjudag þegar umdeildar sprengjuárásir sem beindust að liðsmönnum samtakanna voru gerðar. Fjarstýrðar sprengjur í símaboðum og talstöðvum Hezbollah-liða sprungu þá. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Ísraelar segja að aukinn kraftur hafi verið settur í árásir á Hezbollah til að fyrirbyggja yfirvofandi árás á Ísrael. Skotið var á þrjú hundruð skotmörk í Líbanon í dag. Nokkrir helstu leiðtogar Hezbollah voru á meðal um fjörutíu og fimm manns sem féllu í árásum Ísraela á nágrannaríkið á föstudag. Flugskeyti flugu á milli Ísraels og Líbanon um helgina. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að minnsta kosti hundrað látna í árásum Ísraela sem hófust í nótt. Fleiri en fjögur hundruð séu sárir til viðbótar. Sjúkrahúsum í sunnanverðu landinu var sagt að fresta öllum valkvæðum aðgerðum og búa sig undir að taka á móti særðu fólki í morgun. Skólum hefur verið lokað þar. Séu tölur ráðuneytisins réttar er þetta mesta mannfall á einum degi frá því að átök hófust á milli Hezbollah og Ísraelshers í kjölfar árásar Hamas á Ísrael í október í fyrra, að sögn AP-fréttastofunnar. Um 600 manns hafa fallið í Líbanon í þeim átökum, þar á meðal um hundrað óbreyttir borgarar. Hezbollah samtökin segjast hafa svarað árásum Ísraela með eldflaugaskothríð á norðurhluta Ísraels þar sem skotmörkin hafi verið herstöðvar og vöruhús á vegum hersins. Einn er sagður hafa slasast lítillega í þeim árásum en margar flauganna voru skotnar niður af loftvarnarkerfi Ísraela. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir að þung umferð sé nú í Beirút þar sem borgarbúar reyni að komast undan eftir að Ísraelar sendu út skilaboð um að íbúar tiltekinna hverfa ættu að hafa sig á brott. Líbönum hefur verið sagt að halda sig fjarri athafnasvæðum Hezbollah. BBC segir að Hamra-hverfið í Beirút, þar sem íbúar hafa fengið viðvaranir um rýmingu, sé ekki þekkt sem vígi Hezbollah. Átökin á milli Ísraela og Hezbollah stigmögnuðust á þriðjudag þegar umdeildar sprengjuárásir sem beindust að liðsmönnum samtakanna voru gerðar. Fjarstýrðar sprengjur í símaboðum og talstöðvum Hezbollah-liða sprungu þá.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna