„Við Mosfellingar erum öðruvísi, við erum sérstakir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. september 2024 18:33 Jökull Andrésson var mikilvægur í marki Aftureldingar og sparaði stuðningsmönnum liðsins ekki hrósið. vísir „Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom hingað. Mig langaði að hjálpa þessum geggjuðu strákum að komast aftur í úrslitaleikinn. Nú er bara eitt í boði, það er að vinna þetta,“ sagði markmaðurinn Jökull Andrésson sem er á leiðinni með Aftureldingu í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti í Bestu deildinni. Afturelding vann undanúrslitaeinvígið gegn Fjölni 3-1. Öll mörkin komu í fyrri leiknum, í dag vann Afturelding mikinn varnarsigur og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Stúkan var algjörlega í eigu gestanna, sem höfðu mun hærra en heimamenn og fögnuðu hátt með sínu liði eftir leik. Jökull veitti viðtal í fagnaðarlátunum og var gríðarlega þakklátur þeim sem stóðu í kring. „Þetta eru bara mestu meistarar sem til eru á jörðinni, við Mosfellingar erum öðruvísi, við erum sérstakir. Gerum allt til að styðja okkar menn, við fundum fyrir því í dag og ég er alveg ótrúlega þakklátur fyrir það.“ Í leiknum sjálfum átti Jökull nokkrar góðar vörslur, greip fjölda fyrirgjafa og var heilt yfir mjög mikilvægur fyrir sína menn. Hann vildi þó ekki eiga mikinn heiður og sagði liðsheildina hafa skilað sér. „Alltaf gaman að hjálpa til en það er kannski svona tíu prósent af varnarleiknum. Þessir strákar fyrir framan mig, vörnin, miðjan og meira að segja sóknarmennirnir; Þetta er besta liðsheild sem ég hef spilað með á ævinni. Ég er að njóta mín svo mikið, ég fæ kannski 2-3 skot á mig meðan þeir eru að skalla alla bolta, blokka öll skot. Þetta er ekkert nema liðsheild og ég bara elska okkur.“ Jökull kom til liðsins í sumar eftir að hafa verið hjá Reading síðustu sjö ár. Félagaskipti sem vöktu mikla athygli, enda er markmaðurinn fær um að spila á töluvert hærra getustigi. Vitað er að fleiri kostir stóðu honum til boða og óvíst er hvort hann verði áfram hjá Aftureldingu eftir tímabilið. „Við sjáum til með það. Ég er bara að njóta mín núna, fókus á næsta leik svo bara sér maður til. Ég allavega elska þessa stráka, elska að vera hérna með stuðningsmönnunum, þetta er bara geggjað. Klárum úrslitaleikinn og svo sjáum við til,“ sagði Jökull að lokum. Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Afturelding vann undanúrslitaeinvígið gegn Fjölni 3-1. Öll mörkin komu í fyrri leiknum, í dag vann Afturelding mikinn varnarsigur og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Stúkan var algjörlega í eigu gestanna, sem höfðu mun hærra en heimamenn og fögnuðu hátt með sínu liði eftir leik. Jökull veitti viðtal í fagnaðarlátunum og var gríðarlega þakklátur þeim sem stóðu í kring. „Þetta eru bara mestu meistarar sem til eru á jörðinni, við Mosfellingar erum öðruvísi, við erum sérstakir. Gerum allt til að styðja okkar menn, við fundum fyrir því í dag og ég er alveg ótrúlega þakklátur fyrir það.“ Í leiknum sjálfum átti Jökull nokkrar góðar vörslur, greip fjölda fyrirgjafa og var heilt yfir mjög mikilvægur fyrir sína menn. Hann vildi þó ekki eiga mikinn heiður og sagði liðsheildina hafa skilað sér. „Alltaf gaman að hjálpa til en það er kannski svona tíu prósent af varnarleiknum. Þessir strákar fyrir framan mig, vörnin, miðjan og meira að segja sóknarmennirnir; Þetta er besta liðsheild sem ég hef spilað með á ævinni. Ég er að njóta mín svo mikið, ég fæ kannski 2-3 skot á mig meðan þeir eru að skalla alla bolta, blokka öll skot. Þetta er ekkert nema liðsheild og ég bara elska okkur.“ Jökull kom til liðsins í sumar eftir að hafa verið hjá Reading síðustu sjö ár. Félagaskipti sem vöktu mikla athygli, enda er markmaðurinn fær um að spila á töluvert hærra getustigi. Vitað er að fleiri kostir stóðu honum til boða og óvíst er hvort hann verði áfram hjá Aftureldingu eftir tímabilið. „Við sjáum til með það. Ég er bara að njóta mín núna, fókus á næsta leik svo bara sér maður til. Ég allavega elska þessa stráka, elska að vera hérna með stuðningsmönnunum, þetta er bara geggjað. Klárum úrslitaleikinn og svo sjáum við til,“ sagði Jökull að lokum.
Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira