Hver er ábyrgð Icelandair? Sævar Þór Jónsson skrifar 24. september 2024 09:01 Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg meinsemd sem á ekki að viðgangast. Hins vegar þarf að fara varlega þegar ásakanir eru bornar á einstaklinga sama hvers eðlis þær eru. Kynferðisbrot geta ekki verið þar undanskilin, slík mál þurfa faglega og vandaða úrvinnslu. Til þess höfum við réttarvörslukerfi. Í vikunni hafa verið sagðar fréttir af voveiflegu fráfalli einstaklings í kjölfar þess að á hann voru bornar sakir um kynferðisbrot. Viðkomandi hafði starfað hjá Icelandair og svo virðist sem fyrirtækið hafi leyst viðkomandi frá störfum eftir að ásakanirnar voru tilkynntar til stjórnenda. Ég þekki ekki til þessa máls og get því ekki fullyrt um atvik þess. Hins vegar þekki ég til fleiri svona mála innan Icelandair. Fyrir ekki margt löngu aðstoðaði ég mann, sem gegndi ábyrgðarstöðu hjá Icelandair, vegna ásakana sem bornar voru á hendur honum um kynferðisbrot. Brotið átti að hafa átt sér stað utan vinnutíma en gagnvart öðrum starfsmanni fyrirtækisins. Ásakanirnar leiddu til þess að umbjóðanda mínum var vikið úr starfi. Hann var lengi atvinnulaus sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir hann bæði fjárhagslega og andlega. Í viðræðum við Icelandair var lögð áhersla á meðalhóf í úrvinnslu málsins og lagt til að viðkomandi færi í leyfi meðan lögregla rannsakaði málið. Sú tillaga hlaut ekki brautargengi og missti umbjóðandinn vinnuna. Eftir rannsókn málsins ákvað lögreglan að fella málið niður og var sú ákvörðun staðfest hjá Ríkissaksóknara. Þrátt fyrir að ósannað væri að umbjóðandi minn hafi gert nokkuð af sér þá var skaðinn skeður og hann átti ekki afturkvæmt í sambærilegt starf og hefur líf hans beðið skipsbrot. Það er alls óvíst hvort umbjóðandi minn muni nokkru sinni ná sér fjárhagslega eða andlega eftir þessa útreið. Hér virðist sem stefna Icelandair í þessum málum sé svo ströng og ómanneskjuleg að það er ekkert svigrúm fyrir meðalhóf. Það eitt að ásakanir eru bornar upp virðist duga til þess að víkja fólki úr starfi og virðist lögreglurannsókn eða hlutverk réttarvörslukerfisins engu skipta fyrir fyrirtækið. Það er jákvætt að taka skýra afstöðu með þolendum kynferðisbrota og leyfa þeim að njóta vafans og það er göfugt að stórfyrirtæki eins og Icelandair vilji taka samfélagslega ábyrgð. En við getum ekki verið barnaleg í afstöðu okkar, við lifum ekki í veruleika sem er svartur og hvítur, - hann er alls konar. Þótt við tökum afstöðu með þolendum og sýnum þeim stuðning þá er ekki forsvaranlegt að sá sem borinn er sökum sé réttinda- og varnarlaus. Það er einhver meðalvegur þarna sem þarf að þræða. Það er ekki hægt að líta fram hjá rétti einstaklings til að svara fyrir sig. Það er engum greiði gerður með því að byrja með offorsi og slaufa viðkomandi og jafnvel eyðileggja líf hans fyrirfram. Samfélagið græðir ekkert á því. Við búum við ákveðinn samfélagssáttmála um réttarríki þar sem þeir sem eru bornir sökum eiga rétt á að fá réttláta málsmeðferð fyrir hlutlausum dómi. Þeir eiga heimtingu á því að halda áfram með sitt líf séu þeir sýknaðir eða rannsókn leiðir til þess að ekki er talið sannað að brot hafi verið framið. Við getum ekki brotið þennan aldagamla samfélagssáttamála sem er til að vernda borgarana, einstaklingana, gegn ofríki. Við þurfum að spyrja okkur áleitna spurninga hvar mörkin eiga að liggja þegar kemur að þessum málum. Þessu þurfa fyrirtæki eins og Icelandair einnig að spyrja sig að og koma hreint fram hvort þeir líti svo á að öfug sönnunarbyrði eigi að ráða þannig að menn séu sekir uns þeir sanni sakleysi sitt. Samræmist það þeim hugmyndum sem við höfum um réttarríkið? Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Icelandair Kynferðisofbeldi Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg meinsemd sem á ekki að viðgangast. Hins vegar þarf að fara varlega þegar ásakanir eru bornar á einstaklinga sama hvers eðlis þær eru. Kynferðisbrot geta ekki verið þar undanskilin, slík mál þurfa faglega og vandaða úrvinnslu. Til þess höfum við réttarvörslukerfi. Í vikunni hafa verið sagðar fréttir af voveiflegu fráfalli einstaklings í kjölfar þess að á hann voru bornar sakir um kynferðisbrot. Viðkomandi hafði starfað hjá Icelandair og svo virðist sem fyrirtækið hafi leyst viðkomandi frá störfum eftir að ásakanirnar voru tilkynntar til stjórnenda. Ég þekki ekki til þessa máls og get því ekki fullyrt um atvik þess. Hins vegar þekki ég til fleiri svona mála innan Icelandair. Fyrir ekki margt löngu aðstoðaði ég mann, sem gegndi ábyrgðarstöðu hjá Icelandair, vegna ásakana sem bornar voru á hendur honum um kynferðisbrot. Brotið átti að hafa átt sér stað utan vinnutíma en gagnvart öðrum starfsmanni fyrirtækisins. Ásakanirnar leiddu til þess að umbjóðanda mínum var vikið úr starfi. Hann var lengi atvinnulaus sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir hann bæði fjárhagslega og andlega. Í viðræðum við Icelandair var lögð áhersla á meðalhóf í úrvinnslu málsins og lagt til að viðkomandi færi í leyfi meðan lögregla rannsakaði málið. Sú tillaga hlaut ekki brautargengi og missti umbjóðandinn vinnuna. Eftir rannsókn málsins ákvað lögreglan að fella málið niður og var sú ákvörðun staðfest hjá Ríkissaksóknara. Þrátt fyrir að ósannað væri að umbjóðandi minn hafi gert nokkuð af sér þá var skaðinn skeður og hann átti ekki afturkvæmt í sambærilegt starf og hefur líf hans beðið skipsbrot. Það er alls óvíst hvort umbjóðandi minn muni nokkru sinni ná sér fjárhagslega eða andlega eftir þessa útreið. Hér virðist sem stefna Icelandair í þessum málum sé svo ströng og ómanneskjuleg að það er ekkert svigrúm fyrir meðalhóf. Það eitt að ásakanir eru bornar upp virðist duga til þess að víkja fólki úr starfi og virðist lögreglurannsókn eða hlutverk réttarvörslukerfisins engu skipta fyrir fyrirtækið. Það er jákvætt að taka skýra afstöðu með þolendum kynferðisbrota og leyfa þeim að njóta vafans og það er göfugt að stórfyrirtæki eins og Icelandair vilji taka samfélagslega ábyrgð. En við getum ekki verið barnaleg í afstöðu okkar, við lifum ekki í veruleika sem er svartur og hvítur, - hann er alls konar. Þótt við tökum afstöðu með þolendum og sýnum þeim stuðning þá er ekki forsvaranlegt að sá sem borinn er sökum sé réttinda- og varnarlaus. Það er einhver meðalvegur þarna sem þarf að þræða. Það er ekki hægt að líta fram hjá rétti einstaklings til að svara fyrir sig. Það er engum greiði gerður með því að byrja með offorsi og slaufa viðkomandi og jafnvel eyðileggja líf hans fyrirfram. Samfélagið græðir ekkert á því. Við búum við ákveðinn samfélagssáttmála um réttarríki þar sem þeir sem eru bornir sökum eiga rétt á að fá réttláta málsmeðferð fyrir hlutlausum dómi. Þeir eiga heimtingu á því að halda áfram með sitt líf séu þeir sýknaðir eða rannsókn leiðir til þess að ekki er talið sannað að brot hafi verið framið. Við getum ekki brotið þennan aldagamla samfélagssáttamála sem er til að vernda borgarana, einstaklingana, gegn ofríki. Við þurfum að spyrja okkur áleitna spurninga hvar mörkin eiga að liggja þegar kemur að þessum málum. Þessu þurfa fyrirtæki eins og Icelandair einnig að spyrja sig að og koma hreint fram hvort þeir líti svo á að öfug sönnunarbyrði eigi að ráða þannig að menn séu sekir uns þeir sanni sakleysi sitt. Samræmist það þeim hugmyndum sem við höfum um réttarríkið? Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun