Freyr og Kortrijk segja belgíska blaðið ljúga Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 12:27 Freyr Alexandersson tók við Kortrijk í Belgíu í janúar á þessu ári. Getty/Filip Lanszweert Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson segir ekkert hæft í frétt belgíska blaðsins Het Laatste Nieuws um að hann hafi logið til um veikindi og ferðast til Bretlands að ræða um möguleika á nýju starfi. Freyr hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá velska félaginu Cardiff sem situr á botni ensku B-deildarinnar. Félagið er í eigu malasíska auðkýfingsins Vincent Tan sem einnig á belgíska félagið Kortrijk, sem Freyr hefur stýrt frá því í janúar á þessu ári með eftirtektarverðum árangri. Het Laatste Nieuws sagði í grein í dag að Freyr væri mögulega að taka við Cardiff og að hann hefði ferðast til Wales í síðustu viku vegna þess. Blaðið bætti svo við að þjálfarinn hefði sagt leikmönnum að hann væri fjarverandi vegna veikinda. Freyr segir á Twitter að þetta sé alrangt. Í svari við tísti um málið segir Freyr að einu lygarnar séu þær sem birtist í grein HLN. Að hann myndi aldrei skapa þær kringumstæður sem þar sé lýst. Freyr sendi frá sér þetta svar við tísti frá Arne Vossaert, sem virðist vera stuðningsmaður Kortrijk.Skjáskot/Twitter Vísir hefur ekki náð tali af Frey í dag. Yfirlýsing frá Kortrijk: Furðu lostin yfir ósönnum fréttum Uppfært kl. 13.45: Kortrijk hefur nú birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna málsins og segir félagið alrangt að Freyr sé á förum. „KVK og þjálfarinn Freyr Alexandersson voru furðu lostin við að heyra af ósönnum fréttaflutningi í ýmsum miðlum. Alexandersson var ekki í Wales í síðustu viku og mun halda áfram sem þjálfari KV Kortrijk,“ segir í tilkynningunni. „Ég er ekki í viðræðum við Cardiff og það stendur ekki til að fara neitt. Með stuðningsmönnum, leikmönnum og starfsfólki munum við vinna ötullega að framtíð KVK,“ er haft eftir Frey í tilkynningunni. Mark Hughes efstur hjá veðbönkum Samkvæmt frétt Wales Online er Freyr núna í fjórða sæti yfir þá þjálfara sem þykja líklegastir til að taka við Cardiff. Gamla brýnið Mark Hughes er allt í einu kominn þar í efsta sæti en hann stýrði síðast Bradford City í ensku D-deildinni, eftir að hafa áður stýrt Manchester City, Fulham, Stoke og Southampton. James Rowberry og Nathan Jones eru einnig taldir líklegri en Freyr til að taka við liðinu. Cardiff er á botni ensku B-deildarinnar en Freyr þekkir það vel að taka við liði í erfiðri stöðu og bæta gengi þess. Hann bjargaði Kortrijk frá falli með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina og haldið því þar. Dreymir um að starfa í Englandi Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst. Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira
Freyr hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá velska félaginu Cardiff sem situr á botni ensku B-deildarinnar. Félagið er í eigu malasíska auðkýfingsins Vincent Tan sem einnig á belgíska félagið Kortrijk, sem Freyr hefur stýrt frá því í janúar á þessu ári með eftirtektarverðum árangri. Het Laatste Nieuws sagði í grein í dag að Freyr væri mögulega að taka við Cardiff og að hann hefði ferðast til Wales í síðustu viku vegna þess. Blaðið bætti svo við að þjálfarinn hefði sagt leikmönnum að hann væri fjarverandi vegna veikinda. Freyr segir á Twitter að þetta sé alrangt. Í svari við tísti um málið segir Freyr að einu lygarnar séu þær sem birtist í grein HLN. Að hann myndi aldrei skapa þær kringumstæður sem þar sé lýst. Freyr sendi frá sér þetta svar við tísti frá Arne Vossaert, sem virðist vera stuðningsmaður Kortrijk.Skjáskot/Twitter Vísir hefur ekki náð tali af Frey í dag. Yfirlýsing frá Kortrijk: Furðu lostin yfir ósönnum fréttum Uppfært kl. 13.45: Kortrijk hefur nú birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna málsins og segir félagið alrangt að Freyr sé á förum. „KVK og þjálfarinn Freyr Alexandersson voru furðu lostin við að heyra af ósönnum fréttaflutningi í ýmsum miðlum. Alexandersson var ekki í Wales í síðustu viku og mun halda áfram sem þjálfari KV Kortrijk,“ segir í tilkynningunni. „Ég er ekki í viðræðum við Cardiff og það stendur ekki til að fara neitt. Með stuðningsmönnum, leikmönnum og starfsfólki munum við vinna ötullega að framtíð KVK,“ er haft eftir Frey í tilkynningunni. Mark Hughes efstur hjá veðbönkum Samkvæmt frétt Wales Online er Freyr núna í fjórða sæti yfir þá þjálfara sem þykja líklegastir til að taka við Cardiff. Gamla brýnið Mark Hughes er allt í einu kominn þar í efsta sæti en hann stýrði síðast Bradford City í ensku D-deildinni, eftir að hafa áður stýrt Manchester City, Fulham, Stoke og Southampton. James Rowberry og Nathan Jones eru einnig taldir líklegri en Freyr til að taka við liðinu. Cardiff er á botni ensku B-deildarinnar en Freyr þekkir það vel að taka við liði í erfiðri stöðu og bæta gengi þess. Hann bjargaði Kortrijk frá falli með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina og haldið því þar. Dreymir um að starfa í Englandi Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst.
Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira