Íslenski skorturinn Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 24. september 2024 14:31 Fótspor Íslendinga er risavaxið. Við mengum mest allra í Evrópu, losum meira af gróðurhúsalofttegundum en aðrar þjóðir. Framleiðum við meiri orku á mann en allar þjóðir. Eigum fleiri bíla á mann en flestar þjóðir, erum neyslufíklar og hendum meira en hálfu tonni af heimilissorpi á ári á mann, nánar tiltekið 623 kílóum 2022, 100 kílóum meira en meðal Evrópubúinn. (ferðamannasorp deilist reyndar á okkur fastbúandi, en við ferðumst líka og fleygjum rusli í bókhald annarra þjóða.) Við viljum kolefnisjafna óhófið, en alls ekki minnka það. Viðskiptaráð vill aðeins loftslagsaðgerðir sem skila beinum hagnaði strax. Og stefna stjórnvalda er áfram meira af öllu sem skilar gróða í núinu. Við viljum vera mest í heimi. Mesti áróðurinn Þessa dagana eru met slegin í áróðri um orkuskort á Íslandi. Áfram fara samt 80 prósent orkunnar til örfárra stórfyrirtækja, sala á orku til gagnavera er orðin meiri en til allra heimila í landinu. Heimilin nota fimm prósent orkunnar og sölu á orku er ekki forgangsraðað til orkuskipta. Venjulegu fólki á samt að líða eins og heimsendir sé í nánd, ef hver einasta á og hver einasta vindhviða verða ekki virkjaðar í hvelli. Náttúruvernd og hófsemi er sögð stefna orkuskiptum í hættu, stöðva hagvöxt og kalla skerðingar á forgangsorku yfir heimili og mikilvæg fyrirtæki. Skýlaus réttur fólks til að beita sér til varnar umhverfinu er dreginn í efa af ráðamönnum sem hafa þó það hlutverk að verja réttindi almennings. Mesta sölumennskan Landsnet, Landsvirkjun, umhverfis, orku og auðlindaráðherra, Alþingismenn, Samtök atvinnulífsins, iðnaðarins, Viðskiptaráð, Morgunblaðið og allur orkugeirinn klifa á orkuneyðinni, en geta þó á engan hátt útskýrt hvernig ný orka á að nýtast til að minnka skortinn. Enda mun hún ekki gera það. Nýrri orku er jafnharðan úthlutað til hæstbjóðenda, án þess að það hafi nokkuð með orkuskipti eða sjálfbærni að gera. Við erum enn að selja orku í rafmyntagröft og fjölga gagnaverum hratt. Enn eru áform um einhæfan mjög orkufrekan iðnað, eins og orkan sé ótæmandi. Ráðherra umhverfismála og sveitarstjórar, hafa arðsemi að skærasta leiðarljósi, þegar stórtækir fjárfestar mæta með áform um risafyrirtæki sem geta orðið stærst á Norðurlöndum, stærst í Evrópu, eða stærst í heimi. Á síðasta áratug hefur orkuframleiðsla aukist um 360 MW. Það kjósa stjórnvöld að kalla kyrrstöðu, þótt það samsvari þremur stórvirkjunum. Mesti skortur af öllu Þótt við séum ekki stærst í heimi, eigum við skuggalegt heimsmet í yfirlýsingum um skort á öllu mögulegu. Á Íslandi er samtímis sagður skortur á vinnuafli og skortur á nýjum atvinnutækifærum, skortur á orku og nýjum orkufrekum fyrirtækjum, skortur á innviðum, skortur á ferðamönnum til að nota innviðina sem skortir, skortur á húsnæði og skortur á rafeldsneytisverksmiðju sem þyrfti 840 Mw sem er miklu meira orka Kárahnúkavirkjunar. Ofan á allt saman er fullyrt að orkuskorturinn og þörfin á grænni nýrri orku snúist um mannfjöldaþróun og orkuskipti. En gæti verið að þessi íslenski skortur sé skortur á yfirvegaðri stjórnsýslu og framtíðarsýn? Skortur á óbrengluðum upplýsingum og heildarstefnumótun um hvernig samfélag við viljum vera. Það er hinsvegar enginn skortur á stóryrðum og áróðri þeirra sem vilja tæma auðlindir Íslands í eigin þágu á methraða. Að stjórnmálin bakki upp þá áróðursherferð í stað þess að vinna fyrir almenning, er sorgleg staða fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Umhverfismál Orkumál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fótspor Íslendinga er risavaxið. Við mengum mest allra í Evrópu, losum meira af gróðurhúsalofttegundum en aðrar þjóðir. Framleiðum við meiri orku á mann en allar þjóðir. Eigum fleiri bíla á mann en flestar þjóðir, erum neyslufíklar og hendum meira en hálfu tonni af heimilissorpi á ári á mann, nánar tiltekið 623 kílóum 2022, 100 kílóum meira en meðal Evrópubúinn. (ferðamannasorp deilist reyndar á okkur fastbúandi, en við ferðumst líka og fleygjum rusli í bókhald annarra þjóða.) Við viljum kolefnisjafna óhófið, en alls ekki minnka það. Viðskiptaráð vill aðeins loftslagsaðgerðir sem skila beinum hagnaði strax. Og stefna stjórnvalda er áfram meira af öllu sem skilar gróða í núinu. Við viljum vera mest í heimi. Mesti áróðurinn Þessa dagana eru met slegin í áróðri um orkuskort á Íslandi. Áfram fara samt 80 prósent orkunnar til örfárra stórfyrirtækja, sala á orku til gagnavera er orðin meiri en til allra heimila í landinu. Heimilin nota fimm prósent orkunnar og sölu á orku er ekki forgangsraðað til orkuskipta. Venjulegu fólki á samt að líða eins og heimsendir sé í nánd, ef hver einasta á og hver einasta vindhviða verða ekki virkjaðar í hvelli. Náttúruvernd og hófsemi er sögð stefna orkuskiptum í hættu, stöðva hagvöxt og kalla skerðingar á forgangsorku yfir heimili og mikilvæg fyrirtæki. Skýlaus réttur fólks til að beita sér til varnar umhverfinu er dreginn í efa af ráðamönnum sem hafa þó það hlutverk að verja réttindi almennings. Mesta sölumennskan Landsnet, Landsvirkjun, umhverfis, orku og auðlindaráðherra, Alþingismenn, Samtök atvinnulífsins, iðnaðarins, Viðskiptaráð, Morgunblaðið og allur orkugeirinn klifa á orkuneyðinni, en geta þó á engan hátt útskýrt hvernig ný orka á að nýtast til að minnka skortinn. Enda mun hún ekki gera það. Nýrri orku er jafnharðan úthlutað til hæstbjóðenda, án þess að það hafi nokkuð með orkuskipti eða sjálfbærni að gera. Við erum enn að selja orku í rafmyntagröft og fjölga gagnaverum hratt. Enn eru áform um einhæfan mjög orkufrekan iðnað, eins og orkan sé ótæmandi. Ráðherra umhverfismála og sveitarstjórar, hafa arðsemi að skærasta leiðarljósi, þegar stórtækir fjárfestar mæta með áform um risafyrirtæki sem geta orðið stærst á Norðurlöndum, stærst í Evrópu, eða stærst í heimi. Á síðasta áratug hefur orkuframleiðsla aukist um 360 MW. Það kjósa stjórnvöld að kalla kyrrstöðu, þótt það samsvari þremur stórvirkjunum. Mesti skortur af öllu Þótt við séum ekki stærst í heimi, eigum við skuggalegt heimsmet í yfirlýsingum um skort á öllu mögulegu. Á Íslandi er samtímis sagður skortur á vinnuafli og skortur á nýjum atvinnutækifærum, skortur á orku og nýjum orkufrekum fyrirtækjum, skortur á innviðum, skortur á ferðamönnum til að nota innviðina sem skortir, skortur á húsnæði og skortur á rafeldsneytisverksmiðju sem þyrfti 840 Mw sem er miklu meira orka Kárahnúkavirkjunar. Ofan á allt saman er fullyrt að orkuskorturinn og þörfin á grænni nýrri orku snúist um mannfjöldaþróun og orkuskipti. En gæti verið að þessi íslenski skortur sé skortur á yfirvegaðri stjórnsýslu og framtíðarsýn? Skortur á óbrengluðum upplýsingum og heildarstefnumótun um hvernig samfélag við viljum vera. Það er hinsvegar enginn skortur á stóryrðum og áróðri þeirra sem vilja tæma auðlindir Íslands í eigin þágu á methraða. Að stjórnmálin bakki upp þá áróðursherferð í stað þess að vinna fyrir almenning, er sorgleg staða fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun