Stefnt að hertara eftirliti á landamærunum í nóvember Heimir Már Pétursson skrifar 24. september 2024 16:34 Dómsmálaráðherra boðar nýjar og hertari reglur á landamærunum. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir að nánara eftirlit verði fljótlega tekið upp á Schengen landamærunum í samræmi við önnur ríki samstarfsins. Þá væri til athugunar að taka upp andlitsgreiningarbúnað að ósk lögreglustjórans á Suðurnesjum. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að kynna endurnýjaða landamærastefnu á næstu vikum. Þar verði kynntar ýmsar leiðir til að bæta eftirlitið á landamærunum. Úlvar Lúðvíksson lögreglustjóri greindi frá því í fréttum okkar á föstudag að stefnt væri að því að taka andlitsgreiningarkerfi á landamærunum. Guðrún Hafsteinsdóttir boðar endurskoðaða landamærastefnu á næstu vikum.Stöð 2/Sigurjón „Ábyrgð á landamærunum er á höndum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann hefur viðrað þá skoðun sína í fjölmiðlum að fjárfesta í þessari andlitsgreiningartækni. Við erum vitaskuld að skoða það," segir Guðrún. Margar aðrar aðgerðir væru í skoðun til að tryggja öryggi á landamærunum. Þá væri það skylda Íslands að taka upp svo kallað Entry/Exit eftirlit sem öll Schengen ríkin ætli sameiginlega að taka upp í nóvember. „Það mun þá tryggja betri skráningu á þeim sem eru innan svæðisins og þeim sem yfirgefa svæðið heldur en nú er. Það er mjög mikilvægt," segir dómsmálaráðherra. Þeir sem hafa ferðast til Bandaríkjanna og Kanada kannast við að þar er tekin af þeim mynd og einnig fingraför við landamærin. Guðrún segir að verið væri að huga að sams konar búnaði hér á landi sem og umsókn um ferðaheimild í líkinga við bandaríska ESTA kerfið. „Við munum sömuleiðis taka upp þessa ferðaheimild fyrir þá sem koma frá þriðja ríki inn á Schengen svæðið. Þetta er allt í vinnslu," segir Guðrún. Stefnt sé að innleiðingu skráningarkerfisins í nóvember en það væri háð því að öll aðildarríki Schengen verði þá tilbúin til að innleiða kerfið á sama tíma. „Við erum að leggja í þetta mikla fjarmuni og mannafla til að klára þetta verkefni hér. Þannig að það mun ekki stranda á Íslandi þegar hefja á innleiðingu á þessu kerfi," segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Guðrúnu í heild sinni. Landamæri Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi. 20. september 2024 19:31 Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að ekki hafi tekist að halda uppi öflugra eftirliti á innri landamærunum eftir að Ísland gekk í Schengen-samstarfið. Mikið álag sé á lögreglu vegna fjölda frávísunarmála á Keflavíkurflugvelli. 19. september 2024 18:11 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að kynna endurnýjaða landamærastefnu á næstu vikum. Þar verði kynntar ýmsar leiðir til að bæta eftirlitið á landamærunum. Úlvar Lúðvíksson lögreglustjóri greindi frá því í fréttum okkar á föstudag að stefnt væri að því að taka andlitsgreiningarkerfi á landamærunum. Guðrún Hafsteinsdóttir boðar endurskoðaða landamærastefnu á næstu vikum.Stöð 2/Sigurjón „Ábyrgð á landamærunum er á höndum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann hefur viðrað þá skoðun sína í fjölmiðlum að fjárfesta í þessari andlitsgreiningartækni. Við erum vitaskuld að skoða það," segir Guðrún. Margar aðrar aðgerðir væru í skoðun til að tryggja öryggi á landamærunum. Þá væri það skylda Íslands að taka upp svo kallað Entry/Exit eftirlit sem öll Schengen ríkin ætli sameiginlega að taka upp í nóvember. „Það mun þá tryggja betri skráningu á þeim sem eru innan svæðisins og þeim sem yfirgefa svæðið heldur en nú er. Það er mjög mikilvægt," segir dómsmálaráðherra. Þeir sem hafa ferðast til Bandaríkjanna og Kanada kannast við að þar er tekin af þeim mynd og einnig fingraför við landamærin. Guðrún segir að verið væri að huga að sams konar búnaði hér á landi sem og umsókn um ferðaheimild í líkinga við bandaríska ESTA kerfið. „Við munum sömuleiðis taka upp þessa ferðaheimild fyrir þá sem koma frá þriðja ríki inn á Schengen svæðið. Þetta er allt í vinnslu," segir Guðrún. Stefnt sé að innleiðingu skráningarkerfisins í nóvember en það væri háð því að öll aðildarríki Schengen verði þá tilbúin til að innleiða kerfið á sama tíma. „Við erum að leggja í þetta mikla fjarmuni og mannafla til að klára þetta verkefni hér. Þannig að það mun ekki stranda á Íslandi þegar hefja á innleiðingu á þessu kerfi," segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Guðrúnu í heild sinni.
Landamæri Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi. 20. september 2024 19:31 Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að ekki hafi tekist að halda uppi öflugra eftirliti á innri landamærunum eftir að Ísland gekk í Schengen-samstarfið. Mikið álag sé á lögreglu vegna fjölda frávísunarmála á Keflavíkurflugvelli. 19. september 2024 18:11 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi. 20. september 2024 19:31
Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að ekki hafi tekist að halda uppi öflugra eftirliti á innri landamærunum eftir að Ísland gekk í Schengen-samstarfið. Mikið álag sé á lögreglu vegna fjölda frávísunarmála á Keflavíkurflugvelli. 19. september 2024 18:11