Unnu spellvirki á finnska þinghúsinu til að mótmæla móvinnslu Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2024 11:23 Rauðleit málningin sem var skvett á finnska þinghúsið í Helsinki í morgun átti ef til vill að minna á mórautt vatn. Vísir/EPA Á annan tug umhverfisverndarsinna var handtekinn eftir að spellvirki voru unnin á finnska þinghúsinu í Helsinki í morgun. Fólki skvetti rauðleitum vökva á tröppur og súlur hússins til þess að mótmæla móvinnslu finnsks fyrirtækis í Svíþjóð. Lögreglan í Helsinki segir að um tólf manns hafi verið handteknir við þinghúsið en tilkynning um uppákomuna barst um klukkan átta í morgun að staðartíma, fimm að íslenskum tíma. Finnsku umhverfisverndarsamtökin Elokapina og sænsku samtökin Endurheimtum votlendi lýstu yfir ábyrgð á gjörningnum og segja að tíu manns á vegum þeirra hafi skvett vatnsleysanlegri málningu á þinghúsið, að því er kemur fram í frétt finnska ríkisútvarpsins YLE. Elokapina eru finnsk systursamtök breska aðgerðahópsins Útrýmingaruppreisnarinnar (e. Excinction Rebellion) sem hefur vakið athygli fyrir beinskeyttar mótmælaaðgerðir á undanförnum árum. Umhverfisverndarsinnarnir sögðu málninguna sem þeir notuðu auðleysanlega í vatni.Vísir/EPA Með gjörningnum vildu samtökin vekja athygli á móvinnsla finnska ríkisfyrirtækisins Neova í Svíþjóð sem þau segja hræðilega óloftslagsvæna. Þau krefjast þess að finnsk stjórnvöld bindi enda á vinnsluna. Neova hóf brennslu á mó til orkuframleiðslu aftur til þess að bregðast við samdrætti í innflutningi á rússneskum viði eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Fram að því hafði brennsla á mó dregist verulega saman í samræmi við loftslagsstefnu finnskra stjórnvalda um að draga úr notkun mós um helming fyrir 2030. Þáverandi ríkisstjórn sagði nauðsynlegt að fasa út mó í ljósi þess að brennsla á honum til raforkuframleiðslu losi meiri koltvísýring en á kolum. Mór, sem er jarðlag úr jurtaleifum sem myndast í votlendi, var notaður sem eldsneyti á Íslandi um margra alda skeið. Spellvirkin á finnska þinghúsinu voru sýnileg úr töluverðri fjarlægð.Vísir/EPA Tíu aðgerðasinnar skvettu rauðri málningu á tröppur og súlur finnska þjóðþingsins í Helsinki.Vísir/EPA Finnland Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Lögreglan í Helsinki segir að um tólf manns hafi verið handteknir við þinghúsið en tilkynning um uppákomuna barst um klukkan átta í morgun að staðartíma, fimm að íslenskum tíma. Finnsku umhverfisverndarsamtökin Elokapina og sænsku samtökin Endurheimtum votlendi lýstu yfir ábyrgð á gjörningnum og segja að tíu manns á vegum þeirra hafi skvett vatnsleysanlegri málningu á þinghúsið, að því er kemur fram í frétt finnska ríkisútvarpsins YLE. Elokapina eru finnsk systursamtök breska aðgerðahópsins Útrýmingaruppreisnarinnar (e. Excinction Rebellion) sem hefur vakið athygli fyrir beinskeyttar mótmælaaðgerðir á undanförnum árum. Umhverfisverndarsinnarnir sögðu málninguna sem þeir notuðu auðleysanlega í vatni.Vísir/EPA Með gjörningnum vildu samtökin vekja athygli á móvinnsla finnska ríkisfyrirtækisins Neova í Svíþjóð sem þau segja hræðilega óloftslagsvæna. Þau krefjast þess að finnsk stjórnvöld bindi enda á vinnsluna. Neova hóf brennslu á mó til orkuframleiðslu aftur til þess að bregðast við samdrætti í innflutningi á rússneskum viði eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Fram að því hafði brennsla á mó dregist verulega saman í samræmi við loftslagsstefnu finnskra stjórnvalda um að draga úr notkun mós um helming fyrir 2030. Þáverandi ríkisstjórn sagði nauðsynlegt að fasa út mó í ljósi þess að brennsla á honum til raforkuframleiðslu losi meiri koltvísýring en á kolum. Mór, sem er jarðlag úr jurtaleifum sem myndast í votlendi, var notaður sem eldsneyti á Íslandi um margra alda skeið. Spellvirkin á finnska þinghúsinu voru sýnileg úr töluverðri fjarlægð.Vísir/EPA Tíu aðgerðasinnar skvettu rauðri málningu á tröppur og súlur finnska þjóðþingsins í Helsinki.Vísir/EPA
Finnland Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira