Derrick Rose leggur skóna á hilluna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2024 14:01 Derrick Rose var einn allra besti leikmaður NBA áður en hann meiddist alvarlega 2012. getty/Jonathan Daniel Körfuboltamaðurinn Derrick Rose hefur lagt skóna á hilluna. Hann er sá yngsti sem hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar. Rose greindi frá ákvörðun sinni að hætta á samfélagsmiðlum í dag. Auk þess keypti hann heilsíðuauglýsingu í blöðum í þeim sex borgum sem hann spilaði í á ferlinum í NBA: Chicago, New York, Cleveland, Minneapolis, Detroit og Memphis. Þar þakkaði hann stuðningsmönnum í hverri borg fyrir sig. View this post on Instagram A post shared by Derrick Rose (@drose) Chicago Bulls valdi Rose með fyrsta valrétti í nýliðavalinu 2008. Hann var valinn nýliði ársins 2009 og svo verðmætasti leikmaður NBA (MVP) tímabilið 2010-11. Rose var aðeins 22 ára og er sá yngsti sem hefur hlotið þessa nafnbót í sögu NBA. Bulls vann 62 leiki í deildarkeppninni 2010-11 og komst í úrslit Austurdeildarinnar. Rose sleit krossband í hné í leik gegn Philadelphia 76ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar árið eftir og hann náði aldrei fyrri styrk eftir það. Bulls skipti honum til New York Knicks 2016 og hann lék einnig með Cleveland Cavaliers, Minnesota Timberwolves, Detroit Pistons og Memphis Grizzlies á ferlinum. Just a kid from Chicago.Thank you for everything, @drose 🌹 pic.twitter.com/u3CCwhlfRe— Chicago Bulls (@chicagobulls) September 26, 2024 Rose, sem er 35 ára, lék aðeins 24 leiki með Memphis á síðasta tímabili en meiðsli settu stórt strik í reikning hans seinni hluta ferilsins. Rose var 17,4 stig og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í þeim 723 leikjum sem hann spilaði í NBA. Hann lék þrjá stjörnuleiki og var einu sinni valinn í fyrsta úrvalslið ársins. Derrick Rose is retiring from the game of basketball 😢 pic.twitter.com/GGutVPxRM4— NBACentral (@TheDunkCentral) September 26, 2024 NBA Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Rose greindi frá ákvörðun sinni að hætta á samfélagsmiðlum í dag. Auk þess keypti hann heilsíðuauglýsingu í blöðum í þeim sex borgum sem hann spilaði í á ferlinum í NBA: Chicago, New York, Cleveland, Minneapolis, Detroit og Memphis. Þar þakkaði hann stuðningsmönnum í hverri borg fyrir sig. View this post on Instagram A post shared by Derrick Rose (@drose) Chicago Bulls valdi Rose með fyrsta valrétti í nýliðavalinu 2008. Hann var valinn nýliði ársins 2009 og svo verðmætasti leikmaður NBA (MVP) tímabilið 2010-11. Rose var aðeins 22 ára og er sá yngsti sem hefur hlotið þessa nafnbót í sögu NBA. Bulls vann 62 leiki í deildarkeppninni 2010-11 og komst í úrslit Austurdeildarinnar. Rose sleit krossband í hné í leik gegn Philadelphia 76ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar árið eftir og hann náði aldrei fyrri styrk eftir það. Bulls skipti honum til New York Knicks 2016 og hann lék einnig með Cleveland Cavaliers, Minnesota Timberwolves, Detroit Pistons og Memphis Grizzlies á ferlinum. Just a kid from Chicago.Thank you for everything, @drose 🌹 pic.twitter.com/u3CCwhlfRe— Chicago Bulls (@chicagobulls) September 26, 2024 Rose, sem er 35 ára, lék aðeins 24 leiki með Memphis á síðasta tímabili en meiðsli settu stórt strik í reikning hans seinni hluta ferilsins. Rose var 17,4 stig og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í þeim 723 leikjum sem hann spilaði í NBA. Hann lék þrjá stjörnuleiki og var einu sinni valinn í fyrsta úrvalslið ársins. Derrick Rose is retiring from the game of basketball 😢 pic.twitter.com/GGutVPxRM4— NBACentral (@TheDunkCentral) September 26, 2024
NBA Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira