Hissa ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki komið fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2024 15:55 Svandís Svavarsdóttir stefnir á að verða formaður VG. Hvort af því verður ræðst á landsfundi flokksins í Reykjavík, fyrstu helgina í október. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og frambjóðandi til formanns Vinstri grænna, segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki verið lögð fram í aðdraganda landsfundar flokksins. Erfitt yrði fyrir forystu flokksins að hundsa slíka yfirlýsingu, ef hún hlyti brautargengi á fundinum. Sem stendur hefur Svandís ein tilkynnt um framboð til embættis formanns Vinstri grænna. Fundurinn fer fram í Reykjavík, fyrstu helgina í október. Fylgi hreyfingarinnar hefur mælst um eða undir fjórum prósentum undanfarna mánuði. Í nýjustu könnun Maskínu var það 3,7 prósent og flokkurinn í hættu á að detta út af þingi. Fyrir landsfundi liggur tillaga um að VG dragi sig úr stjórnarsamstarfinu og boðað verði til kosninga. Svandís segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga af þessu tagi hefði ekki komið fram í aðdraganda landsfundar. „Ég held að það sé mikilvægt, og raunar nauðsynlegt að við tölum um tillöguna og afgreiðum hana ekki eins og við gerum með ályktunartillögur að jafnaði,“ sagði Svandís, sem var gestur Heimis Más Péturssonar í samtalinu á Vísi í dag. Búið sé að ráðstafa sérstökum tíma á fundinum til að ræða stöðu VG í samstarfinu. Það telur Svandís jákvætt. Betri taktur með vorkosningum Á þriðjudag sagði Svandís að hún teldi best að kosið yrði til Alþingis í vor, en miðað við fullt kjörtímabil yrði kosið í seinni hluta september. „Ég sagði það vegna þess að ég er þeirrar skoðunar, og hef alltaf verið, að það fari betur á þeim takti að ljúka kjörtímabili að vori, kjósa, mynda ríkisstjórn og undirbúa fjárlög. Að við séum í þeim takti, frekar en kosningabaráttu yfir sumar.“ Hún geri ekki ráð fyrir öðru en að mismunandi skoðanir komi fram á fundinum, en segir mikilvægt að fólk nái að stilla sig saman og koma sameinað þaðan út. Óbindandi niðurstaða sem erfitt yrði að hundsa Spurð hvort þingflokkur VG væri bundinn af því sem ákveðið væri á landsfundi sagði Svandís að samkvæmt stjórnarskrá væru þingmenn auðvitað ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni. „En um leið er ákvörðun landsfundar pólitískur veruleiki, óháð öllum formsatriðum.“ Segjum að það yrði mjög ríkur vilji landsfundar að slíta þessu strax. Það yrði erfitt fyrir forystuna að hundsa þá niðurstöðu, ekki satt? „Jú. Ég verð líka bara að segja að við verðum að leyfa landsfundinum að takast á við þessa umræðu, en ekki draga okkur sjálf í dilka í aðdraganda fundarins með vangaveltum um hvað kann þar að gerast,“ sagði Svandís og bætti við að í stjórnmálahreyfingu eins og VG, sem vildi vera í miklum tengslum við grasrót sína, þyrfti grasrótin að fá súrefni og næði til þess að ræða kosti og galla þeirrar stöðu sem uppi er. Þáttinn í heild sinni má nálgast hér að neðan. Samtalið Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Sem stendur hefur Svandís ein tilkynnt um framboð til embættis formanns Vinstri grænna. Fundurinn fer fram í Reykjavík, fyrstu helgina í október. Fylgi hreyfingarinnar hefur mælst um eða undir fjórum prósentum undanfarna mánuði. Í nýjustu könnun Maskínu var það 3,7 prósent og flokkurinn í hættu á að detta út af þingi. Fyrir landsfundi liggur tillaga um að VG dragi sig úr stjórnarsamstarfinu og boðað verði til kosninga. Svandís segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga af þessu tagi hefði ekki komið fram í aðdraganda landsfundar. „Ég held að það sé mikilvægt, og raunar nauðsynlegt að við tölum um tillöguna og afgreiðum hana ekki eins og við gerum með ályktunartillögur að jafnaði,“ sagði Svandís, sem var gestur Heimis Más Péturssonar í samtalinu á Vísi í dag. Búið sé að ráðstafa sérstökum tíma á fundinum til að ræða stöðu VG í samstarfinu. Það telur Svandís jákvætt. Betri taktur með vorkosningum Á þriðjudag sagði Svandís að hún teldi best að kosið yrði til Alþingis í vor, en miðað við fullt kjörtímabil yrði kosið í seinni hluta september. „Ég sagði það vegna þess að ég er þeirrar skoðunar, og hef alltaf verið, að það fari betur á þeim takti að ljúka kjörtímabili að vori, kjósa, mynda ríkisstjórn og undirbúa fjárlög. Að við séum í þeim takti, frekar en kosningabaráttu yfir sumar.“ Hún geri ekki ráð fyrir öðru en að mismunandi skoðanir komi fram á fundinum, en segir mikilvægt að fólk nái að stilla sig saman og koma sameinað þaðan út. Óbindandi niðurstaða sem erfitt yrði að hundsa Spurð hvort þingflokkur VG væri bundinn af því sem ákveðið væri á landsfundi sagði Svandís að samkvæmt stjórnarskrá væru þingmenn auðvitað ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni. „En um leið er ákvörðun landsfundar pólitískur veruleiki, óháð öllum formsatriðum.“ Segjum að það yrði mjög ríkur vilji landsfundar að slíta þessu strax. Það yrði erfitt fyrir forystuna að hundsa þá niðurstöðu, ekki satt? „Jú. Ég verð líka bara að segja að við verðum að leyfa landsfundinum að takast á við þessa umræðu, en ekki draga okkur sjálf í dilka í aðdraganda fundarins með vangaveltum um hvað kann þar að gerast,“ sagði Svandís og bætti við að í stjórnmálahreyfingu eins og VG, sem vildi vera í miklum tengslum við grasrót sína, þyrfti grasrótin að fá súrefni og næði til þess að ræða kosti og galla þeirrar stöðu sem uppi er. Þáttinn í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Samtalið Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira