Við stöndum saman með réttindum táknmálsins! Mordekaí Elí Esrason skrifar 27. september 2024 08:33 „Við stöndum saman með réttindum táknmálsins“ er áhersla ársins 2025 samkvæmt alþjóðlegri viku Döff og alþjóðlegum degi Döff. Það undirstrikar mikilvægi þess að berjast fyrir og tryggja viðurkenningu og vernd á réttindum þeirra sem tala táknmál. Táknmál eru flókið og nýstárlegt samskiptaform sem notað er í mörgum samfélögum, bæði af heyrnarlausum og heyrandi. Þau eru nauðsynleg fyrir félagslega samþættingu, menntun og almenna líðan fólks. Þrátt fyrir augljóst mikilvægi sitt þurfa þau sem nota táknmál oft að takast á við hindranir, svo sem mismunun, skort á aðgengi að almennri þjónustu og atvinnu. Þessar hindranir geta verið mismunandi eftir getu einstaklingsins en þau sem tala táknmál upplifa þessar hindranir yfirleitt innan heilbrigðis- og menntastofnana. Í tengslum við átakið Gulan september og sjálfsvígsforvarnir höfum við í seinni tíð tekið eftir því að sjálfsvígum innan samfélaga heyrnarlausra hefur smám saman fjölgað. Nýlega tók sitt eigi líf karlmaður frá Bandaríkjunum en hann var einn af vinum mínum. Hann framdi sjálfsmorð eftir að hafa birt síðasta innlegg sitt á Facebook þar sem hann sagðist ætla að taka pásu frá Facebook og Instagram. Þýðing á íslensku er undir myndinni. Kæru öll, Veruleikinn er ég og þú, en ekki „við.“ Ég er margt, þó svo þetta sé líf mitt. Ég hef leitað til fólks, en ég skil samt ekki hvernig ég get fundið hamingju. Ef ég trúi á Jesú Krist, mun Guð færa mér gleði? Svarið er nei... Ég trúi einfaldlega ekki lengur á trúarbrögð. Ég á skilið að trúa meira á sjálfan mig. Ást á náttúrunni og alheiminum er óþekkt ferðalag allt til enda. Fjölskylda mín og ættingjar lærðu aldrei bandaríska táknmál (ASL), sem hefur verið „skaðlegt.“ Það er staðreynd og það er skammarlegt af ykkur. Aðeins ég trúi á að leita að hinum raunverulega sannleika og anda laganna í mínu hjarta. Hvers vegna er orðið „skaðlegt“ notað? Vegna þess að ég upplifi djúpa skömm vegna lélegrar hegðunar minnar. Ég hlýði ekki ströngum kröfum fjölskyldu minnar og ættingja vegna þess að ég er að kljást við miklar tilfinningar, sérstaklega vegna þess að það er ekkert ASL. Samskipti eru verðmæt fyrir líf okkar. Tungumál eru merki ástarinnar. Uppáhalds umræðuefnin mín eru ævintýraferðir, áform og tilviljanir; sem virðast að einhverju leyti tengd því ég er búinn að lesa bókina! Ég hlakka til að meta sjálfur líf mitt og vöxt. Nú er þörf fyrir skilning og þakklæti og það að hunsa fjölskyldu og ættingja gæti verið mér nauðsynleg hvatning! Mín mesta heppni er að ég er að læra í skóla og vinna að því að ná markmiðum mínum. Ég verð einhvern tíma aftur á Instagram ! Bíðið eftir mér. Ég óska sjálfum mér alls hins besta. Gleðilega alþjóðlega viku heyrnarlausra og alþjóðlegan dag táknmáls! Við skulum halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar allra til þess að tala táknmál! Höfundur er verkefnastjóri Félags heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Við stöndum saman með réttindum táknmálsins“ er áhersla ársins 2025 samkvæmt alþjóðlegri viku Döff og alþjóðlegum degi Döff. Það undirstrikar mikilvægi þess að berjast fyrir og tryggja viðurkenningu og vernd á réttindum þeirra sem tala táknmál. Táknmál eru flókið og nýstárlegt samskiptaform sem notað er í mörgum samfélögum, bæði af heyrnarlausum og heyrandi. Þau eru nauðsynleg fyrir félagslega samþættingu, menntun og almenna líðan fólks. Þrátt fyrir augljóst mikilvægi sitt þurfa þau sem nota táknmál oft að takast á við hindranir, svo sem mismunun, skort á aðgengi að almennri þjónustu og atvinnu. Þessar hindranir geta verið mismunandi eftir getu einstaklingsins en þau sem tala táknmál upplifa þessar hindranir yfirleitt innan heilbrigðis- og menntastofnana. Í tengslum við átakið Gulan september og sjálfsvígsforvarnir höfum við í seinni tíð tekið eftir því að sjálfsvígum innan samfélaga heyrnarlausra hefur smám saman fjölgað. Nýlega tók sitt eigi líf karlmaður frá Bandaríkjunum en hann var einn af vinum mínum. Hann framdi sjálfsmorð eftir að hafa birt síðasta innlegg sitt á Facebook þar sem hann sagðist ætla að taka pásu frá Facebook og Instagram. Þýðing á íslensku er undir myndinni. Kæru öll, Veruleikinn er ég og þú, en ekki „við.“ Ég er margt, þó svo þetta sé líf mitt. Ég hef leitað til fólks, en ég skil samt ekki hvernig ég get fundið hamingju. Ef ég trúi á Jesú Krist, mun Guð færa mér gleði? Svarið er nei... Ég trúi einfaldlega ekki lengur á trúarbrögð. Ég á skilið að trúa meira á sjálfan mig. Ást á náttúrunni og alheiminum er óþekkt ferðalag allt til enda. Fjölskylda mín og ættingjar lærðu aldrei bandaríska táknmál (ASL), sem hefur verið „skaðlegt.“ Það er staðreynd og það er skammarlegt af ykkur. Aðeins ég trúi á að leita að hinum raunverulega sannleika og anda laganna í mínu hjarta. Hvers vegna er orðið „skaðlegt“ notað? Vegna þess að ég upplifi djúpa skömm vegna lélegrar hegðunar minnar. Ég hlýði ekki ströngum kröfum fjölskyldu minnar og ættingja vegna þess að ég er að kljást við miklar tilfinningar, sérstaklega vegna þess að það er ekkert ASL. Samskipti eru verðmæt fyrir líf okkar. Tungumál eru merki ástarinnar. Uppáhalds umræðuefnin mín eru ævintýraferðir, áform og tilviljanir; sem virðast að einhverju leyti tengd því ég er búinn að lesa bókina! Ég hlakka til að meta sjálfur líf mitt og vöxt. Nú er þörf fyrir skilning og þakklæti og það að hunsa fjölskyldu og ættingja gæti verið mér nauðsynleg hvatning! Mín mesta heppni er að ég er að læra í skóla og vinna að því að ná markmiðum mínum. Ég verð einhvern tíma aftur á Instagram ! Bíðið eftir mér. Ég óska sjálfum mér alls hins besta. Gleðilega alþjóðlega viku heyrnarlausra og alþjóðlegan dag táknmáls! Við skulum halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar allra til þess að tala táknmál! Höfundur er verkefnastjóri Félags heyrnarlausra.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar