Segir Vinstri græn ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 26. september 2024 23:09 Svandís Svavarsdóttir gaf það út í vikunni að hún býður sig fram til formanns Vinstri grænna. Landsfundur flokksins fer fram þarnæstu helgi. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að búið sé að gera nóg af breytingum á útlendingalögunum og að flokknum hugnist ekki lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingalögunum var breytt bæði við þinglok í vor og í fyrra. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum í þingmálaskrá ríkisstjórnar. Í þingmálaskrá er fjallað um nokkur frumvörp er snerta útlendingalögin. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í stefnuræðu sinni á Alþingi í september um mikilvægi þess að ná utan um útlendingamálin. Sjá einnig: Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni „Þau eru mjög erfið, og hafa verið það og munu vera það,“ sagði Svandís um útlendingamálin í Samtalinu hjá Heimi Má Péturssyni á Vísi og Stöð 2 í dag. Hún sagðist taka undir orð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, formanns flokksins, um að það þurfi ekki frekari breytingar á útlendingalögunum. Þó svo að slíkar breytingar séu á þingmálaskrá þá sé komið nóg. Ekki erindi á þingið „Ég tel ekki að slík frumvörp eigi erindi inn í þingið,“ segir Svandís um frumvörp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögunum. Breytingarnar fjalla annars vegar um breytingar í takt við löggjöf annarra Evrópuríkja og hins vegar um það sem kallað er á ensku detention center, eða lokað búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur kallað það. Detention center er líka þýtt sem varðhaldsbúðir í orðabók. Sjá einnig: Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál „Við höfum ekki fallist á þetta sjónarmið og höfum ekki viljað breytingar í þá veru að koma hér á laggirnar lokuðu búsetuúrræði,“ segir Svandís. Það sé ekki á stefnuskrá Vinstri grænna. Þau leggi frekar áherslu á inngildingu í samfélagið og að tryggja betri aðkomu og þátttöku innflytjenda í samfélaginu. Svandís segir það miklu meira viðfangsefnið að ræða þennan stóra hóp sem er hér á landi en fólk hafi verið fast í því að ræða hælisleitendur, sem sé lítið brot af þeim sem eru til umræðu. „Við höfum ekki áformað að taka þátt í frekari breytingum á útlendingalögum.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Svandísi í heild sinni hér að ofan. Samtalið sem fjallað er um hér að ofan á sér stað í kringum 29. mínútu þáttarins. Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir Svandís Svavarsdóttir mætir í Samtalið Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. 26. september 2024 10:12 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira
Í þingmálaskrá er fjallað um nokkur frumvörp er snerta útlendingalögin. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í stefnuræðu sinni á Alþingi í september um mikilvægi þess að ná utan um útlendingamálin. Sjá einnig: Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni „Þau eru mjög erfið, og hafa verið það og munu vera það,“ sagði Svandís um útlendingamálin í Samtalinu hjá Heimi Má Péturssyni á Vísi og Stöð 2 í dag. Hún sagðist taka undir orð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, formanns flokksins, um að það þurfi ekki frekari breytingar á útlendingalögunum. Þó svo að slíkar breytingar séu á þingmálaskrá þá sé komið nóg. Ekki erindi á þingið „Ég tel ekki að slík frumvörp eigi erindi inn í þingið,“ segir Svandís um frumvörp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögunum. Breytingarnar fjalla annars vegar um breytingar í takt við löggjöf annarra Evrópuríkja og hins vegar um það sem kallað er á ensku detention center, eða lokað búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur kallað það. Detention center er líka þýtt sem varðhaldsbúðir í orðabók. Sjá einnig: Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál „Við höfum ekki fallist á þetta sjónarmið og höfum ekki viljað breytingar í þá veru að koma hér á laggirnar lokuðu búsetuúrræði,“ segir Svandís. Það sé ekki á stefnuskrá Vinstri grænna. Þau leggi frekar áherslu á inngildingu í samfélagið og að tryggja betri aðkomu og þátttöku innflytjenda í samfélaginu. Svandís segir það miklu meira viðfangsefnið að ræða þennan stóra hóp sem er hér á landi en fólk hafi verið fast í því að ræða hælisleitendur, sem sé lítið brot af þeim sem eru til umræðu. „Við höfum ekki áformað að taka þátt í frekari breytingum á útlendingalögum.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Svandísi í heild sinni hér að ofan. Samtalið sem fjallað er um hér að ofan á sér stað í kringum 29. mínútu þáttarins.
Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir Svandís Svavarsdóttir mætir í Samtalið Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. 26. september 2024 10:12 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir mætir í Samtalið Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. 26. september 2024 10:12