Pabbinn fékk tattú á punginn Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2024 07:37 David Åhman og Jonathan Hellvig urðu ólympíumeistarar og það hafði sínar afleiðingar fyrir hæstánægðan pabba Åhman. Getty/Instagram Pabbi sænska ólympíumeistarans David Åhman hefur nú staðið við stóru orðin og skartar glæsilegu ólympíutattúi á pungnum. Systirin Fanny Åhman festi allt á filmu og segir menn nú bíða í röðum eftir að skoða punginn á pabba gamla. David Åhman og Jonathan Hellvig unnu til gullverðlauna í strandblaki á Ólympíuleikunum í París og því var að sjálfsögðu fagnað gríðarlega. En eitt það fyrsta sem að Åhman gerði eftir sigurinn var að hlaupa til pabba síns og segja: „Finnurðu fyrir þessu? Í kúlunum?“ Pabbinn, Fredrik, hafði nefnilega lofað því að fá sér tattú með mynd af ólympíuhringjunum ef að sonur hans yrði ólympíumeistari. Fanny gerði ferlinu öllu góð skil í myndbandi á Instagram sem sjá má hér að neðan (stundum þarf að endurhlaða síðuna til að sjá Instagram-færslur). View this post on Instagram A post shared by Fanny Åhman (@faannyahman) Eitthvað sem allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert Og Fredrik sá ekki eftir neinu þegar hann var lagstur á bekkinn, til að fá tattúið: „Allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert það sama ef sonur þeirra hefði orðið ólympíumeistari,“ sagði Fredrik sem kvartaði þó aðeins yfir því hve óþægilegt væri að hafa nálina á pungnum. Hann tók líka ekki heldur í mál að gera nýtt veðmál varðandi leikana í Los Angeles 2028. „En núna er þetta komið á sinn stað og verður þarna að eilífu,“ sagði Fanny við Aftonbladet um tattúið. Hún fékk mikil viðbrögð við því á samfélagsmiðlum þegar hún sagði frá veðmálinu. Pabbinn ber sig vel „Mér fannst þetta bara svo fyndið og sá fyrir mér að þetta gæti orðið gaman fyrir fjölskylduna. Svo ég hélt áfram að fylgjast með þessu og ýta á pabba að láta verða af þessu. David fannst þetta ógeðslega fyndið,“ sagði Fanny. Hún segir pabba sinn ekki sárþjáðan: „Nei, hann hefur raunar ekkert kvartað. Það eina sem hann kvartar yfir er hve margir vilja bögga hann út af þessu. Þetta er eins og röð af gömlum mönnum í gufubaði sem vilja skoða þetta tattú,“ sagði Fanny. Ólympíuleikar 2024 í París Blak Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
David Åhman og Jonathan Hellvig unnu til gullverðlauna í strandblaki á Ólympíuleikunum í París og því var að sjálfsögðu fagnað gríðarlega. En eitt það fyrsta sem að Åhman gerði eftir sigurinn var að hlaupa til pabba síns og segja: „Finnurðu fyrir þessu? Í kúlunum?“ Pabbinn, Fredrik, hafði nefnilega lofað því að fá sér tattú með mynd af ólympíuhringjunum ef að sonur hans yrði ólympíumeistari. Fanny gerði ferlinu öllu góð skil í myndbandi á Instagram sem sjá má hér að neðan (stundum þarf að endurhlaða síðuna til að sjá Instagram-færslur). View this post on Instagram A post shared by Fanny Åhman (@faannyahman) Eitthvað sem allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert Og Fredrik sá ekki eftir neinu þegar hann var lagstur á bekkinn, til að fá tattúið: „Allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert það sama ef sonur þeirra hefði orðið ólympíumeistari,“ sagði Fredrik sem kvartaði þó aðeins yfir því hve óþægilegt væri að hafa nálina á pungnum. Hann tók líka ekki heldur í mál að gera nýtt veðmál varðandi leikana í Los Angeles 2028. „En núna er þetta komið á sinn stað og verður þarna að eilífu,“ sagði Fanny við Aftonbladet um tattúið. Hún fékk mikil viðbrögð við því á samfélagsmiðlum þegar hún sagði frá veðmálinu. Pabbinn ber sig vel „Mér fannst þetta bara svo fyndið og sá fyrir mér að þetta gæti orðið gaman fyrir fjölskylduna. Svo ég hélt áfram að fylgjast með þessu og ýta á pabba að láta verða af þessu. David fannst þetta ógeðslega fyndið,“ sagði Fanny. Hún segir pabba sinn ekki sárþjáðan: „Nei, hann hefur raunar ekkert kvartað. Það eina sem hann kvartar yfir er hve margir vilja bögga hann út af þessu. Þetta er eins og röð af gömlum mönnum í gufubaði sem vilja skoða þetta tattú,“ sagði Fanny.
Ólympíuleikar 2024 í París Blak Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira