Pavel nýr liðsmaður Bónus Körfuboltakvölds Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. september 2024 10:21 Pavel reynir fyrir sér á nýjum vettvangi í vetur. vísir/bára Pavel Ermolinskij, margfaldur Íslandsmeistari í körfubolta sem leikmaður og þjálfari, verður í hópi sérfræðinga í Bónus Körfuboltakvöldi á komandi keppnistímabili í Bónus deild karla. Pavel þarf vart að kynna fyrir áhugafólki um körfubolta enda einn farsælasti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Sem leikmaður var hann lykilmaður í landsliði Íslands, atvinnumaður í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð til fjölda ára og áttfaldur Íslandsmeistari KR og Val. Að leikmannaferlinum loknum gerðist hann þjálfari Tindastóls og undir hans stjórn varð félagið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Samtal við áhorfendur Auk þess að vera álitsgjafi í Bónus Körfuboltakvöldi mun Pavel sjá um að lýsa einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Leiklýsingin verður í anda hlaðvarpsins „GAZið“ sem Pavel hleypti nýverið af stokkunum. Hlaðvarpsþátturinn er unnin í samstarfi við Tal, hlaðvarpsþjónustu Sýnar, og verður aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hermann snýr aftur á skjáinn Það er Stöð 2 Sport einnig mikið ánægjuefni að tilkynna um leið að Hermann Hauksson snýr aftur í hóp álitsgjafa. Hermann hafði verið með í sérfræðingahópi Körfuboltakvölds frá upphafi þáttarins en kemur nú á skjáinn á ný eftir eins árs frí. Aðrir sérfræðingar sem snúa aftur eru Helgi Már Magnússon, Jón Halldór Eðvaldsson, Matthías Orri Sigurðarson, Ómar Örn Sævarsson, Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson. Magnús Þór Gunnarsson og Rúnar Ingi Erlingsson, sem voru í teyminu á síðasta keppnistímabili, einbeita sér nú alfarið að þjálfarastörfum í deildinni og kann íþróttadeild þeim bestu þakkir fyrir samstarfið. Þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds er Stefán Árni Pálsson og framleiðandi er Stefán Snær Geirmundsson. Bónus Körfuboltakvöld hefur göngu sína þetta tímabilið laugardagskvöldið 28. september með upphitunarþætti sínum. Keppni í Bónus deild karla hefst svo fimmtudaginn 3. október. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Pavel þarf vart að kynna fyrir áhugafólki um körfubolta enda einn farsælasti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Sem leikmaður var hann lykilmaður í landsliði Íslands, atvinnumaður í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð til fjölda ára og áttfaldur Íslandsmeistari KR og Val. Að leikmannaferlinum loknum gerðist hann þjálfari Tindastóls og undir hans stjórn varð félagið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Samtal við áhorfendur Auk þess að vera álitsgjafi í Bónus Körfuboltakvöldi mun Pavel sjá um að lýsa einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Leiklýsingin verður í anda hlaðvarpsins „GAZið“ sem Pavel hleypti nýverið af stokkunum. Hlaðvarpsþátturinn er unnin í samstarfi við Tal, hlaðvarpsþjónustu Sýnar, og verður aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hermann snýr aftur á skjáinn Það er Stöð 2 Sport einnig mikið ánægjuefni að tilkynna um leið að Hermann Hauksson snýr aftur í hóp álitsgjafa. Hermann hafði verið með í sérfræðingahópi Körfuboltakvölds frá upphafi þáttarins en kemur nú á skjáinn á ný eftir eins árs frí. Aðrir sérfræðingar sem snúa aftur eru Helgi Már Magnússon, Jón Halldór Eðvaldsson, Matthías Orri Sigurðarson, Ómar Örn Sævarsson, Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson. Magnús Þór Gunnarsson og Rúnar Ingi Erlingsson, sem voru í teyminu á síðasta keppnistímabili, einbeita sér nú alfarið að þjálfarastörfum í deildinni og kann íþróttadeild þeim bestu þakkir fyrir samstarfið. Þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds er Stefán Árni Pálsson og framleiðandi er Stefán Snær Geirmundsson. Bónus Körfuboltakvöld hefur göngu sína þetta tímabilið laugardagskvöldið 28. september með upphitunarþætti sínum. Keppni í Bónus deild karla hefst svo fimmtudaginn 3. október.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira