Má ekki eyða myndböndum sem mátti ekki taka Árni Sæberg skrifar 27. september 2024 11:18 Fiskistofa notar reglulega dróna til að fylgjast með sjófarendum. Það má núna en mátti ekki fyrir lagabreytingu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Sigurjón Fiskistofa braut persónuverndarlög með því að taka upp myndbönd af tveimur veiðiferðum fiskiskips með dróna. Reglur um opinber skjalasöfn koma þó í veg fyrir að Fiskistofa megi eyða myndböndunum. Þetta segir í úrskurði Persónuverndar um kvörtun yfir vinnslu persónuupplýsinga af hálfu Fiskistofu frá tveimur sjómönnum sem voru við störf á skipinu þegar myndböndin voru tekin. Þar segir að kvartað hafi verið yfir að Fiskistofa hafi fylgst með veiðum fiskiskipsins og notað við það dróna með myndavél. Jafnframt hafi verið gerð krafa um að Persónuvernd legði fyrir Fiskistofu að eyða umræddum myndbandsupptökum. Niðurstaða Persónuverndar hafi verið að vinnsla Fiskistofu á persónuupplýsingum kvartenda hafi ekki grundvallast á vinnsluheimild. Þá samrýmdist hún hvorki meginreglu persónuverndarlaganna um gagnsæi né reglum um fræðsluskyldu. Lögunum breytt svo Fiskistofa má halda áfram Með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á gildandi rétti og heimildum Fiskistofu til vinnslu persónuupplýsinga hafi þó ekki þótt tilefni til að beina fyrirmælum til Fiskistofu í úrskurðinum. Breytingar voru gerðar á lögum um Fiskistofu árið 2022 sem heimila eftirlitsmönnum Fiskistofu að nota fjarstýrð loftför í eftirlitsstörfum sínum sem eru búin myndavélum til upptöku eða annan fjarstýrðan búnað sem getur safnað upplýsingum. Þá er Fiskistofu nú heimilt að vinna upplýsingar sem þannig er aflað í eftirlitstilgangi eða til söfnunar, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála í samræmi við hlutverk stofnunarinnar. Bannað að eyða Þá hafi það einnig verið niðurstaða Persónuverndar að Fiskistofu væri óheimilt að eyða myndbandsupptökunum úr málaskrá sinni samkvæmt reglum um opinber skjalasöfn. Persónuvernd hafi því talið Fiskistofu heimilt að varðveita gögnin nema Þjóðskjalasafn Íslands veitti heimild fyrir eyðingu þeirra. Sjávarútvegur Persónuvernd Tengdar fréttir Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Persónuverndar um kvörtun yfir vinnslu persónuupplýsinga af hálfu Fiskistofu frá tveimur sjómönnum sem voru við störf á skipinu þegar myndböndin voru tekin. Þar segir að kvartað hafi verið yfir að Fiskistofa hafi fylgst með veiðum fiskiskipsins og notað við það dróna með myndavél. Jafnframt hafi verið gerð krafa um að Persónuvernd legði fyrir Fiskistofu að eyða umræddum myndbandsupptökum. Niðurstaða Persónuverndar hafi verið að vinnsla Fiskistofu á persónuupplýsingum kvartenda hafi ekki grundvallast á vinnsluheimild. Þá samrýmdist hún hvorki meginreglu persónuverndarlaganna um gagnsæi né reglum um fræðsluskyldu. Lögunum breytt svo Fiskistofa má halda áfram Með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á gildandi rétti og heimildum Fiskistofu til vinnslu persónuupplýsinga hafi þó ekki þótt tilefni til að beina fyrirmælum til Fiskistofu í úrskurðinum. Breytingar voru gerðar á lögum um Fiskistofu árið 2022 sem heimila eftirlitsmönnum Fiskistofu að nota fjarstýrð loftför í eftirlitsstörfum sínum sem eru búin myndavélum til upptöku eða annan fjarstýrðan búnað sem getur safnað upplýsingum. Þá er Fiskistofu nú heimilt að vinna upplýsingar sem þannig er aflað í eftirlitstilgangi eða til söfnunar, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála í samræmi við hlutverk stofnunarinnar. Bannað að eyða Þá hafi það einnig verið niðurstaða Persónuverndar að Fiskistofu væri óheimilt að eyða myndbandsupptökunum úr málaskrá sinni samkvæmt reglum um opinber skjalasöfn. Persónuvernd hafi því talið Fiskistofu heimilt að varðveita gögnin nema Þjóðskjalasafn Íslands veitti heimild fyrir eyðingu þeirra.
Sjávarútvegur Persónuvernd Tengdar fréttir Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01