Netanjahú sagðist mættur til að svara „lygum“ annarra þjóða Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 18:02 Netanjahú var mikið niðri fyrir þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag, 27. september 2024. AP/Pamela Smith Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði aðeins mætt á það til þess að svara lygum og rógburði annarra þjóðarleiðtoga þar. Hann hét því að halda stríðinu gegn Hamas og Hezbollah áfram. Töluverður órói var í salnum í kringum ávarp Netanjahú og þurfti fundarstjóri að þagga niður í fundarmönnum. Áður en ísraelski forsætisráðherrann tók til máls hafði Robert Golob, forsætisráðherra Slóveníu, krafist þess að hann byndi enda á stríðið. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sakaði Ísraela um kerfisbundna slátrun á Palestínumönnum, beint á undan ávarpi Netanjahú. „Ég ætlaði mér ekki að koma hingað í ár. Landið mitt berst fyrir lífi sínu í stríði. En eftir að ég heyrði lygarnar og rógburðinn um landið mitt sem margir ræðumenn bera út úr þessu ræðupúlti ákvað ég að koma hingað og leiðrétta þá,“ sagði Netanjahú. Ekkert í máli Netanjahú benti til þess að það sjái fyrir endann á óöldinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Hét hann því að halda herferðinni gegn Hezbollah í Líbanon áfram þar til Ísraelsher nær markmiðum sínum þar. Ísraelsk stjórnvöld gætu ekki liðið daglegar eldflaugaárásir þaðan. „Ímyndið ykkur bara ef hryðjuverkamenn breyttu El Paso og San Diego í draugabæi. Hversu lengi liði bandaríska ríkisstjórnin það? Samt hefur Ísrael þolað þessa óþolandi stöðu í næstum því ár. Ég er kominn hingað í dag til þess að segja: nú er nóg komið,“ sagði Netanjahú og vísaði til bandarískra landamæraborga. Um stríðið á Gasaströndinni sagði Netanjahú að hægt væri að ljúka því hvenær sem er. Forsenda þess væri nú sem fyrr að Hamas-samtökin gæfust upp, legðu niður vopn og frelsuðu alla gíslana sem þau tóku í árásinni á Ísrael 7. október. „En ef þau gera það ekki berjumst við þar til við náum fullnaðarsigri. Fullnaðarsigri. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir hann.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. 27. september 2024 13:02 Netanyahu hafnar tillögum um vopnahlé milli Ísrael og Hezbollah Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsmenn ekki munu láta af árásum sínum gegn Hezbollah þrátt fyrir áköll og tillögur Bandaríkjamanna og Frakka um tímabundið vopnahlé. 27. september 2024 06:59 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Töluverður órói var í salnum í kringum ávarp Netanjahú og þurfti fundarstjóri að þagga niður í fundarmönnum. Áður en ísraelski forsætisráðherrann tók til máls hafði Robert Golob, forsætisráðherra Slóveníu, krafist þess að hann byndi enda á stríðið. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sakaði Ísraela um kerfisbundna slátrun á Palestínumönnum, beint á undan ávarpi Netanjahú. „Ég ætlaði mér ekki að koma hingað í ár. Landið mitt berst fyrir lífi sínu í stríði. En eftir að ég heyrði lygarnar og rógburðinn um landið mitt sem margir ræðumenn bera út úr þessu ræðupúlti ákvað ég að koma hingað og leiðrétta þá,“ sagði Netanjahú. Ekkert í máli Netanjahú benti til þess að það sjái fyrir endann á óöldinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Hét hann því að halda herferðinni gegn Hezbollah í Líbanon áfram þar til Ísraelsher nær markmiðum sínum þar. Ísraelsk stjórnvöld gætu ekki liðið daglegar eldflaugaárásir þaðan. „Ímyndið ykkur bara ef hryðjuverkamenn breyttu El Paso og San Diego í draugabæi. Hversu lengi liði bandaríska ríkisstjórnin það? Samt hefur Ísrael þolað þessa óþolandi stöðu í næstum því ár. Ég er kominn hingað í dag til þess að segja: nú er nóg komið,“ sagði Netanjahú og vísaði til bandarískra landamæraborga. Um stríðið á Gasaströndinni sagði Netanjahú að hægt væri að ljúka því hvenær sem er. Forsenda þess væri nú sem fyrr að Hamas-samtökin gæfust upp, legðu niður vopn og frelsuðu alla gíslana sem þau tóku í árásinni á Ísrael 7. október. „En ef þau gera það ekki berjumst við þar til við náum fullnaðarsigri. Fullnaðarsigri. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir hann.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. 27. september 2024 13:02 Netanyahu hafnar tillögum um vopnahlé milli Ísrael og Hezbollah Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsmenn ekki munu láta af árásum sínum gegn Hezbollah þrátt fyrir áköll og tillögur Bandaríkjamanna og Frakka um tímabundið vopnahlé. 27. september 2024 06:59 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. 27. september 2024 13:02
Netanyahu hafnar tillögum um vopnahlé milli Ísrael og Hezbollah Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsmenn ekki munu láta af árásum sínum gegn Hezbollah þrátt fyrir áköll og tillögur Bandaríkjamanna og Frakka um tímabundið vopnahlé. 27. september 2024 06:59