Þetta gengur ekki lengur! Reynir Böðvarsson skrifar 28. september 2024 16:02 Það er ekki raunsætt að hagvöxtur geti haldið áfram áratugum eða jafnvel öldum saman í óbreyttri mynd á endanlegri jörð. Ástæðan er einföld og hún er sú að hagvöxtur eins og hann hefur verið skilgreindur í hefðbundnum efnahagskerfum, þar sem hann er mældur með stöðugri aukningu á framleiðslu og neyslu, er háður því að nýta auðlindir jarðarinnar. Þar sem jörðin hefur takmarkaðar auðlindir, svo sem jarðefni, orku og rými, getur þessi vöxtur ekki haldið áfram endalaust án þess að valda umtalsverðum umhverfisáhrifum, svo sem loftslagsbreytingum, jarðvegseyðingu, ofnýtingu fiskistofna og útrýmingu tegunda. Til lengri tíma litið er líklegt að hagkerfi þurfi að breytast frá vexti sem byggir á aukinni efnahagsframleiðslu yfir í sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þetta þýðir að samfélög þurfa að finna leiðir til að vaxa eða þróast án þess að aukin neysla efnislegra gæða fylgi því. Þróun á sviðum tækni, hringrásarhagkerfis (þar sem auðlindir eru endurnýttar) og þjónustu- og upplýsingaþjóðfélaga getur mögulega stuðlað að hagvexti sem er óháður aukinni auðlindanotkun. Ef þetta á að eiga sér stað þarf grundvallar breytingu á þeim hvötum sem eru til staðar í hagkerfinu, sem nánast allir beina hegðun fólks að aukinni neyslu efnislegra gæða. Það er alveg sama hvert er litið, auglýsingar í öllum miðlum þrýsta fólki, ungum sem gömlum, í aðeins eina átt, að aukinni neyslu slíkra gæða. Þetta náttúrulega stenst ekki til lengdar ef jörðin á áfram að hýsa mannskepnuna. Ef hagvöxtur væri hins vegar skilinn sem aukin velferð almennt, bætt lífsgæði í formi lista, bókmennta og ýmiskonar annarri nýsköpun frekar en eingöngu aukning á efnislegri framleiðslu og neyslu, væri raunhæfara að hugsa sér að samfélög gætu vaxið að þannig áratugum eða jafnvel öldum saman, án þess að grafa undan sjálfbærni jarðar. Til þess að þetta geti átt sér stað krefst róttækrar endurskoðunar og jafnvel byltingar á núverandi efnahagskerfi og þeim hvötum sem eru þar til staðar. Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta geti gerst eins og málin standa nú, bæði á Íslandi og í heiminum öllum. En ef ekkert verður að gert þá getur það ekki endað á annan veg en með hörmungum. Við sem erum komin til ára okkar munum ekki verða mikið vör við það en börn og enn fremur barnabörn og þeirra afkomendur munu eiga erfitt með að skilja aðgerðarleysi okkar, því þetta er allt augljóst og hefur verið í áratugi. Kapítalisminn getur ekki fengið að herja óbeislaður mikið lengur, mannlíf á jörðinni þolir það einfaldlega ekki. Því fyrr sem brugðist er við því líklegra er það að það verði viðráðanlegt, þegar allt er komið í óefni og í lífsgæða hrun þá verður erfitt að takast á við vandann. Styrkja þarf alþjóða stofnanir og afnema neitunarvald sigurþjóða í seinni heimsstyrjöldinni væri eitt fyrsta skref. Skref tvö væri síðan að útvíkka lýðræðis hugtakið þannig að óháð upplýsingamiðlun væri hluti af því og þriðja skrefið væri að fjarlægja ítök auðmanna í fjölmiðlum og löggjafarvaldi. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki raunsætt að hagvöxtur geti haldið áfram áratugum eða jafnvel öldum saman í óbreyttri mynd á endanlegri jörð. Ástæðan er einföld og hún er sú að hagvöxtur eins og hann hefur verið skilgreindur í hefðbundnum efnahagskerfum, þar sem hann er mældur með stöðugri aukningu á framleiðslu og neyslu, er háður því að nýta auðlindir jarðarinnar. Þar sem jörðin hefur takmarkaðar auðlindir, svo sem jarðefni, orku og rými, getur þessi vöxtur ekki haldið áfram endalaust án þess að valda umtalsverðum umhverfisáhrifum, svo sem loftslagsbreytingum, jarðvegseyðingu, ofnýtingu fiskistofna og útrýmingu tegunda. Til lengri tíma litið er líklegt að hagkerfi þurfi að breytast frá vexti sem byggir á aukinni efnahagsframleiðslu yfir í sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þetta þýðir að samfélög þurfa að finna leiðir til að vaxa eða þróast án þess að aukin neysla efnislegra gæða fylgi því. Þróun á sviðum tækni, hringrásarhagkerfis (þar sem auðlindir eru endurnýttar) og þjónustu- og upplýsingaþjóðfélaga getur mögulega stuðlað að hagvexti sem er óháður aukinni auðlindanotkun. Ef þetta á að eiga sér stað þarf grundvallar breytingu á þeim hvötum sem eru til staðar í hagkerfinu, sem nánast allir beina hegðun fólks að aukinni neyslu efnislegra gæða. Það er alveg sama hvert er litið, auglýsingar í öllum miðlum þrýsta fólki, ungum sem gömlum, í aðeins eina átt, að aukinni neyslu slíkra gæða. Þetta náttúrulega stenst ekki til lengdar ef jörðin á áfram að hýsa mannskepnuna. Ef hagvöxtur væri hins vegar skilinn sem aukin velferð almennt, bætt lífsgæði í formi lista, bókmennta og ýmiskonar annarri nýsköpun frekar en eingöngu aukning á efnislegri framleiðslu og neyslu, væri raunhæfara að hugsa sér að samfélög gætu vaxið að þannig áratugum eða jafnvel öldum saman, án þess að grafa undan sjálfbærni jarðar. Til þess að þetta geti átt sér stað krefst róttækrar endurskoðunar og jafnvel byltingar á núverandi efnahagskerfi og þeim hvötum sem eru þar til staðar. Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta geti gerst eins og málin standa nú, bæði á Íslandi og í heiminum öllum. En ef ekkert verður að gert þá getur það ekki endað á annan veg en með hörmungum. Við sem erum komin til ára okkar munum ekki verða mikið vör við það en börn og enn fremur barnabörn og þeirra afkomendur munu eiga erfitt með að skilja aðgerðarleysi okkar, því þetta er allt augljóst og hefur verið í áratugi. Kapítalisminn getur ekki fengið að herja óbeislaður mikið lengur, mannlíf á jörðinni þolir það einfaldlega ekki. Því fyrr sem brugðist er við því líklegra er það að það verði viðráðanlegt, þegar allt er komið í óefni og í lífsgæða hrun þá verður erfitt að takast á við vandann. Styrkja þarf alþjóða stofnanir og afnema neitunarvald sigurþjóða í seinni heimsstyrjöldinni væri eitt fyrsta skref. Skref tvö væri síðan að útvíkka lýðræðis hugtakið þannig að óháð upplýsingamiðlun væri hluti af því og þriðja skrefið væri að fjarlægja ítök auðmanna í fjölmiðlum og löggjafarvaldi. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar