„Ég bara hágrét í leikslok“ Hinrik Wöhler skrifar 28. september 2024 17:00 Langþráður draumur rættist í dag hjá Magnúsi Má Einarssyni. Vísir/Anton Brink Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var í skýjunum eftir að liðið sigraði Keflavík í umspili um sæti í Bestu deild karla.Afturelding hefur leikið í neðri deildum á Íslandi samfleytt síðan 1973 og var þetta gríðarlega stór stund fyrir þjálfarann og var hann skiljanlega hrærður í leikslok. „Ekkert eðlilega vel, bara besta tilfinning í heimi. Ég bara hágrét í leikslok, svo mikil vinna sem hefur farið í þetta og svo mikið af fólki. Sjáið þetta bara, þetta er bara rugl, bara geðveikt,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Mosfellsbær hefur aldrei átt knattspyrnufélag í efstu deild karla og Magnús segir að þetta hafi verið afar langt ferli en hann spilaði sjálfur með liðinu þegar liðið lék í þriðju efstu deild. „Þetta er búið að vera löng og ströng ganga. Afturelding knattspyrnudeildin er 50 ára en fyrir 25 árum var liðið í neðstu deild og síðan hefur þetta verið tröppugangur. Fólkið á svo mikið hrós skilið, strákarnir geðveikir og allt teymið í kringum þetta, bara rosalegt.“ Fjarlægur draumur í júlí Afturelding tapaði umspilsleiknum í fyrra á móti Vestra eftir að hafa leitt Lengjudeildina framan af tímabili. Í ár var sagan önnur en liðið var í neðri helming deildarinnar lengi vel en spiluðu gríðarlega vel í águst og september. „Ég held að við séum miklu tilbúnari sem félag. Þetta lið hér og allir í kringum þetta eru tilbúnari. Við erum búnir að læra mikið á þessu eina ári, það sem skilaði þessu var trú. Við höfðum trú á þessu allan tímann, við byrjum tímabilið illa og í júlí var þetta mjög fjarlægt en við höfðum allan tímann trú,“ segir Magnús Már um tímabilið. Það var líf og fjör hjá Mosfellingum á Laugardalsvelli í dag.Vísir/Anton Brink Það var mikil stemning í stúkunni á Laugardalsvelli og ljóst var að stemningin var ekki síðri á vellinum. Magnús tekur undir það. „Þessir gaurar hérna eru ekkert eðlilega góður hópur. Liðsheildin rosaleg og við vorum að fara klára þetta. Ef þú hefðir spurt mig þegar við vorum í fallbaráttu í júlí hefði ég samt sagt að við værum að fara gera þetta. Ég held að það hafi verið sami hljómur hjá öllum og það skilaði þessu.“ „Við vorum að spila allt í lagi. Þetta var stöngin út og vissum að við værum góðir í fótbolta. Við þurftum að fínpússa nokkra hluti og liðsheildin og trúin skilaði þessu,“ bætir Magnús við. Gleðin við völd í kvöld Það verður fagnað í Mosfellsbæ í kvöld.Vísir/Anton Brink Það verður hátíðarhöld í Mosfellsbæ í kvöld en leikmenn og stuðningsmenn ætla að fagna fram á rauða nótt. „Ég vildi ekki vita neitt fyrir leik hvað væri að fara gerast. Það verður pottþétt gaman í kvöld, komi þið með okkur. Við förum heim í Mosó að fagna,“ segir þjálfarinn kampakátur að lokum. Besta deild karla Afturelding Lengjudeild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
„Ekkert eðlilega vel, bara besta tilfinning í heimi. Ég bara hágrét í leikslok, svo mikil vinna sem hefur farið í þetta og svo mikið af fólki. Sjáið þetta bara, þetta er bara rugl, bara geðveikt,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Mosfellsbær hefur aldrei átt knattspyrnufélag í efstu deild karla og Magnús segir að þetta hafi verið afar langt ferli en hann spilaði sjálfur með liðinu þegar liðið lék í þriðju efstu deild. „Þetta er búið að vera löng og ströng ganga. Afturelding knattspyrnudeildin er 50 ára en fyrir 25 árum var liðið í neðstu deild og síðan hefur þetta verið tröppugangur. Fólkið á svo mikið hrós skilið, strákarnir geðveikir og allt teymið í kringum þetta, bara rosalegt.“ Fjarlægur draumur í júlí Afturelding tapaði umspilsleiknum í fyrra á móti Vestra eftir að hafa leitt Lengjudeildina framan af tímabili. Í ár var sagan önnur en liðið var í neðri helming deildarinnar lengi vel en spiluðu gríðarlega vel í águst og september. „Ég held að við séum miklu tilbúnari sem félag. Þetta lið hér og allir í kringum þetta eru tilbúnari. Við erum búnir að læra mikið á þessu eina ári, það sem skilaði þessu var trú. Við höfðum trú á þessu allan tímann, við byrjum tímabilið illa og í júlí var þetta mjög fjarlægt en við höfðum allan tímann trú,“ segir Magnús Már um tímabilið. Það var líf og fjör hjá Mosfellingum á Laugardalsvelli í dag.Vísir/Anton Brink Það var mikil stemning í stúkunni á Laugardalsvelli og ljóst var að stemningin var ekki síðri á vellinum. Magnús tekur undir það. „Þessir gaurar hérna eru ekkert eðlilega góður hópur. Liðsheildin rosaleg og við vorum að fara klára þetta. Ef þú hefðir spurt mig þegar við vorum í fallbaráttu í júlí hefði ég samt sagt að við værum að fara gera þetta. Ég held að það hafi verið sami hljómur hjá öllum og það skilaði þessu.“ „Við vorum að spila allt í lagi. Þetta var stöngin út og vissum að við værum góðir í fótbolta. Við þurftum að fínpússa nokkra hluti og liðsheildin og trúin skilaði þessu,“ bætir Magnús við. Gleðin við völd í kvöld Það verður fagnað í Mosfellsbæ í kvöld.Vísir/Anton Brink Það verður hátíðarhöld í Mosfellsbæ í kvöld en leikmenn og stuðningsmenn ætla að fagna fram á rauða nótt. „Ég vildi ekki vita neitt fyrir leik hvað væri að fara gerast. Það verður pottþétt gaman í kvöld, komi þið með okkur. Við förum heim í Mosó að fagna,“ segir þjálfarinn kampakátur að lokum.
Besta deild karla Afturelding Lengjudeild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira