Uppgjör á hægri vængnum: „Ægishjálmur Sjálfstæðisflokksins“ ekki lengur veruleikinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. september 2024 19:35 Eiríkur Bergmann segir væringar í gangi á hægri væng stjórnmálanna. Áslaug Arna vonar að hægrimenn geti sameinast undir sjálfstæðisstefnunni. Vísir/samsett Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokks. Sögulegt uppgjör er að eiga sér stað á hægri vængnum að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. En tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum. Í samtali við fréttastofu segir hún ekki tímabært að ræða ríkisstjórnarmynstur en það sé ekkert launungamál að henni myndi hugnast að mynda stjórn til hægri. „Ég mun beita mér fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn nái meiri árangri í næsta ríkisstjórnarsamstarfi komi til þess. Við sjáum það núna í könnunum að kjósendur okkar hall sér sérstaklega að tveimur flokkum. Ég hef enn trú á því að það sé best að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni undir Sjálfstæðisflokknum og við eigum ekki að splundra okkur í svona marga flokka á hægri vængnum,“ segir Áslaug Arna. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir þessa þróun áhugaverða í sögulegu samhengi. „Það er mikil gerjun á hægri vængnum og það er margt þar að brotna upp. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrlega bara borið ákveðinn Ægishjálm yfir hægri vængnum og löngum stundum bara verið allur hægri vængurinn,“ segir Eiríkur. Nú sé svipuð þróun að verða og á vinstri vængnum á tuttugustu öldinni. „Þá klofnuðu vinstri flokkarnir hver á fætur öðrum. Alþýðuflokkurinn alveg stöðugt og aðrir flokkar sem komu og fóru á vinstri vængnum og vörðu í stutta hríð,“ segir Eiríkur. Erfið staða í miðju hægrisins Ýmislegt kunni að skýra þessa þróun sem sé að eiga sér stað nú. „Þetta uppgjör sem er að verða á hægri vængnum, af hverju er það akkúrat að gerast núna, þá held ég að það séu bara sögulegar ástæður fyrir því hér vegna þess hversu sterka stöðu Sjálfstæðisflokkurinn hafði mjög lengi og núna er bara kominn valkostur,“ segir Eiríkur. Þar að auki gæti ákveðins óþols meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eftir ríkisstjórnarsamstarf með Vinstri grænum, auk þess sem þróunin hafi verið á þann veg, bæði hér á landi og annars staðar þar sem kosningakerfið er byggt upp með svipuðum hætti, að flokkum er að fjölga. Rými sé fyrir fleiri skoðanir og flokkshollusta ekki sú sama og hún var áður fyrr. Eiríkur segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú í nokkuð erfiðri stöðu á hægri vængnum. „Vegna þess að það er valkostur íhalds megin við hann, svona í hinu þjóðernislega íhaldi sem er Miðflokkurinn. En svo er annar valkostur frjálslyndis megin við hann líka sem er Viðreisn,“ segir Eiríkur. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. En tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum. Í samtali við fréttastofu segir hún ekki tímabært að ræða ríkisstjórnarmynstur en það sé ekkert launungamál að henni myndi hugnast að mynda stjórn til hægri. „Ég mun beita mér fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn nái meiri árangri í næsta ríkisstjórnarsamstarfi komi til þess. Við sjáum það núna í könnunum að kjósendur okkar hall sér sérstaklega að tveimur flokkum. Ég hef enn trú á því að það sé best að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni undir Sjálfstæðisflokknum og við eigum ekki að splundra okkur í svona marga flokka á hægri vængnum,“ segir Áslaug Arna. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir þessa þróun áhugaverða í sögulegu samhengi. „Það er mikil gerjun á hægri vængnum og það er margt þar að brotna upp. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrlega bara borið ákveðinn Ægishjálm yfir hægri vængnum og löngum stundum bara verið allur hægri vængurinn,“ segir Eiríkur. Nú sé svipuð þróun að verða og á vinstri vængnum á tuttugustu öldinni. „Þá klofnuðu vinstri flokkarnir hver á fætur öðrum. Alþýðuflokkurinn alveg stöðugt og aðrir flokkar sem komu og fóru á vinstri vængnum og vörðu í stutta hríð,“ segir Eiríkur. Erfið staða í miðju hægrisins Ýmislegt kunni að skýra þessa þróun sem sé að eiga sér stað nú. „Þetta uppgjör sem er að verða á hægri vængnum, af hverju er það akkúrat að gerast núna, þá held ég að það séu bara sögulegar ástæður fyrir því hér vegna þess hversu sterka stöðu Sjálfstæðisflokkurinn hafði mjög lengi og núna er bara kominn valkostur,“ segir Eiríkur. Þar að auki gæti ákveðins óþols meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eftir ríkisstjórnarsamstarf með Vinstri grænum, auk þess sem þróunin hafi verið á þann veg, bæði hér á landi og annars staðar þar sem kosningakerfið er byggt upp með svipuðum hætti, að flokkum er að fjölga. Rými sé fyrir fleiri skoðanir og flokkshollusta ekki sú sama og hún var áður fyrr. Eiríkur segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú í nokkuð erfiðri stöðu á hægri vængnum. „Vegna þess að það er valkostur íhalds megin við hann, svona í hinu þjóðernislega íhaldi sem er Miðflokkurinn. En svo er annar valkostur frjálslyndis megin við hann líka sem er Viðreisn,“ segir Eiríkur.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira