Lilja í uppáhaldi eftir að hún húðskammaði Arnar Jón Þór Stefánsson skrifar 30. september 2024 14:35 Arnar Þór, Þórður Snær og Jón Gnarr stefna allir á þing. Pallborðið Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og nýr meðlimur Viðreisnar, og Arnar Þór Jónsson, stofnandi Lýðræðisflokksins, nefndu báðir Lilju Alfreðsdóttur þegar þeir voru spurðir út í hver væri þeirra uppáhaldsþingmaður í Pallborðinu á Vísi í dag. Jón, Arnar og Þórður Snær Júlíusson, félagi í Samfylkingunni, voru gestir Pallborðsins, en þeir þrír eiga það sameiginlegt að þeir stefni á þing í komandi kosningum fyrir þrjá mismunandi flokka. „Það er fullt af fólki sem er í pólitík af einlægni sem vill gera gagn. Það tekst misvel upp, en mér finnst margir þingmenn með þá áru að þeir séu að reyna að gera sitt allra besta. Það er báðum megin við, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu,“ sagði Þórður. Hann sagðist þó vilja forðast það að nefna einhver nöfn í þeim efnum. Allir vilji læk frekar en disslæk Jón Gnarr tók undir með Þórði að margir þingmenn væru að standa sig vel, en hann nefndi sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. „Sem almennir borgari hef ég dáðst að fólki sem nennir að standa í þessu, að stýra þjóðarskútu í miklum óvissusjó. Ég hef verið að starfa í menningunni og hef sem stjórnarmaður í rithöfundasambandinu verið mjög ánægður með störf Lilju Alfreðsdóttur. Mér finnst vera virk hlustun og aðgerðir, og enlæg ástríða fyrir menningunni.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir er í uppáhaldi hjá bæði Jóni Gnarr og Arnari Þór Jónssyni.Vísir/Vilhelm Jón tók einnig fram að hann myndi ekki eftir neinum þingmanni sem hefði staðið sig illa. „Það er bara í mannlegu eðli að hvað sem við gerum þá viljum við koma út úr því með fleiri læk heldur en disslæk. Það er bara þannig. Frekar en að skammast okkar fyrir eitthvað sem við gerðum með rassgatinu.“ „Hún eiginlega réðst á mig“ Arnar sagðist eiga sér uppáhaldsþingmann, hann sagðist verða að játa það. „Í fyrsta skipti sem ég hitti viðkomandi inni á þinginu. Hún eiginlega réðst á mig, nánast með hnefann á lofti, og fór að húðskamma mig því ég hafði setið í tiltekinni nefnd. Hún fór að segja mér skoðun sína á því sem þar hafði verið gert. Ég kunni svo vel að meta þetta, ég elskaði þetta. Ég hef sagt þetta oft við hana. Þetta er Lilja Alfreðsdóttir,“ sagði Arnar. „Hún kom svo hreint fram. Hún bara sagði það sem hún var að hugsa. Mér fannst þetta frábært. Ég kann svo vel að meta þegar fólk er heiðarlegt. Það er miklu betra að fá hnefann svona í andlitið heldur en hnífinn í bakið. Þannig mér finnst mikið til Lilju koma.“ Arnar sagðist einnig ánægður með Bjarna Jónsson, þingmann Vinstri grænna, og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. „Það er gott fólk á þinginu. Vandamálið er að þetta fólk að þetta fólk þorir ekki nógu oft að standa með eigin sannfæringu.“ Alþingi Pallborðið Samfylkingin Viðreisn Framsóknarflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Jón, Arnar og Þórður Snær Júlíusson, félagi í Samfylkingunni, voru gestir Pallborðsins, en þeir þrír eiga það sameiginlegt að þeir stefni á þing í komandi kosningum fyrir þrjá mismunandi flokka. „Það er fullt af fólki sem er í pólitík af einlægni sem vill gera gagn. Það tekst misvel upp, en mér finnst margir þingmenn með þá áru að þeir séu að reyna að gera sitt allra besta. Það er báðum megin við, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu,“ sagði Þórður. Hann sagðist þó vilja forðast það að nefna einhver nöfn í þeim efnum. Allir vilji læk frekar en disslæk Jón Gnarr tók undir með Þórði að margir þingmenn væru að standa sig vel, en hann nefndi sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. „Sem almennir borgari hef ég dáðst að fólki sem nennir að standa í þessu, að stýra þjóðarskútu í miklum óvissusjó. Ég hef verið að starfa í menningunni og hef sem stjórnarmaður í rithöfundasambandinu verið mjög ánægður með störf Lilju Alfreðsdóttur. Mér finnst vera virk hlustun og aðgerðir, og enlæg ástríða fyrir menningunni.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir er í uppáhaldi hjá bæði Jóni Gnarr og Arnari Þór Jónssyni.Vísir/Vilhelm Jón tók einnig fram að hann myndi ekki eftir neinum þingmanni sem hefði staðið sig illa. „Það er bara í mannlegu eðli að hvað sem við gerum þá viljum við koma út úr því með fleiri læk heldur en disslæk. Það er bara þannig. Frekar en að skammast okkar fyrir eitthvað sem við gerðum með rassgatinu.“ „Hún eiginlega réðst á mig“ Arnar sagðist eiga sér uppáhaldsþingmann, hann sagðist verða að játa það. „Í fyrsta skipti sem ég hitti viðkomandi inni á þinginu. Hún eiginlega réðst á mig, nánast með hnefann á lofti, og fór að húðskamma mig því ég hafði setið í tiltekinni nefnd. Hún fór að segja mér skoðun sína á því sem þar hafði verið gert. Ég kunni svo vel að meta þetta, ég elskaði þetta. Ég hef sagt þetta oft við hana. Þetta er Lilja Alfreðsdóttir,“ sagði Arnar. „Hún kom svo hreint fram. Hún bara sagði það sem hún var að hugsa. Mér fannst þetta frábært. Ég kann svo vel að meta þegar fólk er heiðarlegt. Það er miklu betra að fá hnefann svona í andlitið heldur en hnífinn í bakið. Þannig mér finnst mikið til Lilju koma.“ Arnar sagðist einnig ánægður með Bjarna Jónsson, þingmann Vinstri grænna, og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. „Það er gott fólk á þinginu. Vandamálið er að þetta fólk að þetta fólk þorir ekki nógu oft að standa með eigin sannfæringu.“
Alþingi Pallborðið Samfylkingin Viðreisn Framsóknarflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent