Í beinni þegar tilkynnt var að hann væri rekinn Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 07:32 David Nielsen var í beinni útsendingu þegar Lilleström tilkynnti opinberlega um brottreksturinn. Skjáskot/TV2 Danski fótboltaþjálfarinn David Nielsen var í þriðja sinn á þessu ári rekinn úr starfi í gær, þegar forráðamenn norska félagsins Lilleström ákváðu að láta hann fara. Hann var í beinni útsendingu þegar greint var frá brottrekstrinum. „Já, ég var að sjá þetta hérna í símanum,“ sagði Nielsen í beinni útsendingu TV 2 í Danmörku, en hann var þar sem sérfræðingur vegna leiks Bröndby og Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Þáttastjórnandinn Camilla Martin tók eftir því að Nielsen hafði verið að kíkja í símann, og komst að því að Lilleström hefði rekið hann. Það var þó ekki svo að Nielsen hefði sjálfur fengið fréttirnar í beinni útsendingu. „Ég fékk hringingu fyrr í dag. Við erum í mjög sérstakri stöðu. Við misstum dampinn, og svo erum við búnir að tapa núna 5-0 og 4-1. Svo svona er þetta. Þetta urðu bara fjórir leikir,“ sagði Nielsen. Absurde scener.«David, du har stået med din telefon. Jeg har fået vite at du har blivet fyret”«Ja, det har jeg også lige set her på telefonen…»Fikk klemt inn litt humor i en lite lystig situasjon😅 pic.twitter.com/vX5j3SuOv0— Kristoffer Tiller (@KriTiller) September 30, 2024 Nielsen stýrði sem sagt Lilleström aðeins í fjórum leikjum, eða í 35 daga, þar sem liðið tapaði þrisvar og gerði eitt jafntefli. Lilleström er neðst í norsku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir, en þó aðeins tveimur stigum frá næsta örugga sæti. Óhætt er að segja að Nielsen hafi átt erfitt uppdráttar sem þjálfari á þessu ári. Hann tók við Kifisia í grísku úrvalsdeildinni í desember á síðasta ári en var svo rekinn sex vikum síðar. Þá tók hann við Lyngby í mars eftir að arftaki Freys Alexanderssonar, Magne Hoseth, var rekinn en var svo látinn fara í júní þegar tímabilinu í Danmörku lauk. Dag-Eilev Fagermo, fyrrverandi þjálfari Vålerenga, er nú tekinn við Lilleström. Norski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
„Já, ég var að sjá þetta hérna í símanum,“ sagði Nielsen í beinni útsendingu TV 2 í Danmörku, en hann var þar sem sérfræðingur vegna leiks Bröndby og Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Þáttastjórnandinn Camilla Martin tók eftir því að Nielsen hafði verið að kíkja í símann, og komst að því að Lilleström hefði rekið hann. Það var þó ekki svo að Nielsen hefði sjálfur fengið fréttirnar í beinni útsendingu. „Ég fékk hringingu fyrr í dag. Við erum í mjög sérstakri stöðu. Við misstum dampinn, og svo erum við búnir að tapa núna 5-0 og 4-1. Svo svona er þetta. Þetta urðu bara fjórir leikir,“ sagði Nielsen. Absurde scener.«David, du har stået med din telefon. Jeg har fået vite at du har blivet fyret”«Ja, det har jeg også lige set her på telefonen…»Fikk klemt inn litt humor i en lite lystig situasjon😅 pic.twitter.com/vX5j3SuOv0— Kristoffer Tiller (@KriTiller) September 30, 2024 Nielsen stýrði sem sagt Lilleström aðeins í fjórum leikjum, eða í 35 daga, þar sem liðið tapaði þrisvar og gerði eitt jafntefli. Lilleström er neðst í norsku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir, en þó aðeins tveimur stigum frá næsta örugga sæti. Óhætt er að segja að Nielsen hafi átt erfitt uppdráttar sem þjálfari á þessu ári. Hann tók við Kifisia í grísku úrvalsdeildinni í desember á síðasta ári en var svo rekinn sex vikum síðar. Þá tók hann við Lyngby í mars eftir að arftaki Freys Alexanderssonar, Magne Hoseth, var rekinn en var svo látinn fara í júní þegar tímabilinu í Danmörku lauk. Dag-Eilev Fagermo, fyrrverandi þjálfari Vålerenga, er nú tekinn við Lilleström.
Norski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira