Allt sem þú vilt vita um dánaraðstoð Bjarni Jónsson skrifar 1. október 2024 08:31 Dánaraðstoð hefur í mörgum löndum verið viðurkennd sem mannréttindaúrræði sem virðir vilja og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins. Sviss leyfði dánaraðstoð árið 1937, Holland fylgdi árið 2002 og Kanada árið 2016. Þótt ofangreind lönd hafi mismunandi menningarlegan og samfélagslegan bakgrunn, er grundvallarhugmyndin alls staðar sú sama: virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins og rétti hans til að deyja á eigin forsendum, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þegar rætt er um mögulega lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi vakna margar spurningar og vangaveltur. Hér eru nokkrar af þeim algengustu: Ef dánaraðstoð verður lögleidd á Íslandi… „… mun hún þá verða notuð sem úrræði fyrir aðstandendur til að komast undan umönnunarbyrði?” Þetta er óraunhæft áhyggjuefni. Í löndum eins og Sviss, Hollandi og Kanada er lögð sérstök áhersla á að dánaraðstoð sé aðeins veitt einstaklingi sem hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum. „…er þá ekki hætta á að fatlað fólk verði undir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að það sé ekki fyrir?” Í löndum þar sem dánaraðstoð er lögleidd er mikil áhersla lögð á að vernda réttindi fatlaðra einstaklinga. Dánaraðstoð er aðeins veitt fólki sem þjáist af ólæknandi sjúkdómum sem valda óbærilegum sársauka eða lífsgæðum sem eru með öllu óbærileg. Fatlaðir einstaklingar sem ekki búa við slíkt ástand hafa því ekki rétt á dánaraðstoð. Strangt eftirlit er til staðar til að tryggja að enginn verði undir þrýstingi. „…gæti eldra fólk orðið fyrir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að spara opinbert fé?” Sumir óttast að dánaraðstoð verði misnotuð til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega þegar kemur að umönnun aldraðra. En rannsóknir frá löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð sýna að þessar áhyggjur eru ekki á rökum reistar. Hvergi hafa komið fram vísbendingar um kerfisbundinn þrýsting á aldraða einstaklinga til að spara kostnað. “…mun það þá leiða til þess að flýtt verði fyrir andláti veikra einstaklinga til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu?” Dánaraðstoð er hugsuð sem mannúðarúrræði fyrir fólk sem þjáist af óbærilegum kvölum, og ekki sem tæki til að spara fjármuni í heilbrigðiskerfinu. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru í gildi ströng skilyrði, sem fela meðal annars í sér kröfur um ítarlegt mat frá fleiri en einum lækni til að tryggja að ákvörðunin sé bæði lögmæt og byggð á vilja einstaklingsins. Það þarf einnig að sýna fram á að þjáning viðkomandi sé óbærileg og ekki hægt að bæta með öðrum hætti. “…opnar það þá ekki á að hver sem er geti óskað eftir dánaraðstoð?” Dánaraðstoð er ekki lausn sem boðin er hverjum sem er. Það er ekki nægilegt að vilja deyja; einstaklingurinn þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái úrræðið. Sem dæmi má nefna að í Hollandi hafa aðeins verið fimm dómsmál vegna gruns um misferli við framkvæmd dánaraðstoðar á síðustu 22 árum, af yfir 100.000 tilfellum. Engin þeirra mála leiddu í ljós brot á lögum eða reglum. Svarið við þessum spurningum er því einfaldlega: NEI. Það er mikilvægt að Íslendingar kynni sér reynslu annarra landa af dánaraðstoð, svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið. Þeir munu fá tækifæri til þess á málþingi sem Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, og Endurmenntun Háskóla Íslands standa fyrir 18. október næstkomandi. Þar munu frummælendur frá Sviss, Kanada og Hollandi svara spurningum sem vakna í umræðunni um þetta mikilvæga mál. Dagskráin er aðgengileg á https://endurmenntun.is/namskeid/16085/danaradstod-reynsla-annarra-landa/302374 Höfundur er stjórnarmaður í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Hægt er að kynna sér starf félagsins á www.lifsvirding.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Dánaraðstoð hefur í mörgum löndum verið viðurkennd sem mannréttindaúrræði sem virðir vilja og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins. Sviss leyfði dánaraðstoð árið 1937, Holland fylgdi árið 2002 og Kanada árið 2016. Þótt ofangreind lönd hafi mismunandi menningarlegan og samfélagslegan bakgrunn, er grundvallarhugmyndin alls staðar sú sama: virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins og rétti hans til að deyja á eigin forsendum, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þegar rætt er um mögulega lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi vakna margar spurningar og vangaveltur. Hér eru nokkrar af þeim algengustu: Ef dánaraðstoð verður lögleidd á Íslandi… „… mun hún þá verða notuð sem úrræði fyrir aðstandendur til að komast undan umönnunarbyrði?” Þetta er óraunhæft áhyggjuefni. Í löndum eins og Sviss, Hollandi og Kanada er lögð sérstök áhersla á að dánaraðstoð sé aðeins veitt einstaklingi sem hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum. „…er þá ekki hætta á að fatlað fólk verði undir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að það sé ekki fyrir?” Í löndum þar sem dánaraðstoð er lögleidd er mikil áhersla lögð á að vernda réttindi fatlaðra einstaklinga. Dánaraðstoð er aðeins veitt fólki sem þjáist af ólæknandi sjúkdómum sem valda óbærilegum sársauka eða lífsgæðum sem eru með öllu óbærileg. Fatlaðir einstaklingar sem ekki búa við slíkt ástand hafa því ekki rétt á dánaraðstoð. Strangt eftirlit er til staðar til að tryggja að enginn verði undir þrýstingi. „…gæti eldra fólk orðið fyrir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að spara opinbert fé?” Sumir óttast að dánaraðstoð verði misnotuð til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega þegar kemur að umönnun aldraðra. En rannsóknir frá löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð sýna að þessar áhyggjur eru ekki á rökum reistar. Hvergi hafa komið fram vísbendingar um kerfisbundinn þrýsting á aldraða einstaklinga til að spara kostnað. “…mun það þá leiða til þess að flýtt verði fyrir andláti veikra einstaklinga til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu?” Dánaraðstoð er hugsuð sem mannúðarúrræði fyrir fólk sem þjáist af óbærilegum kvölum, og ekki sem tæki til að spara fjármuni í heilbrigðiskerfinu. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru í gildi ströng skilyrði, sem fela meðal annars í sér kröfur um ítarlegt mat frá fleiri en einum lækni til að tryggja að ákvörðunin sé bæði lögmæt og byggð á vilja einstaklingsins. Það þarf einnig að sýna fram á að þjáning viðkomandi sé óbærileg og ekki hægt að bæta með öðrum hætti. “…opnar það þá ekki á að hver sem er geti óskað eftir dánaraðstoð?” Dánaraðstoð er ekki lausn sem boðin er hverjum sem er. Það er ekki nægilegt að vilja deyja; einstaklingurinn þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái úrræðið. Sem dæmi má nefna að í Hollandi hafa aðeins verið fimm dómsmál vegna gruns um misferli við framkvæmd dánaraðstoðar á síðustu 22 árum, af yfir 100.000 tilfellum. Engin þeirra mála leiddu í ljós brot á lögum eða reglum. Svarið við þessum spurningum er því einfaldlega: NEI. Það er mikilvægt að Íslendingar kynni sér reynslu annarra landa af dánaraðstoð, svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið. Þeir munu fá tækifæri til þess á málþingi sem Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, og Endurmenntun Háskóla Íslands standa fyrir 18. október næstkomandi. Þar munu frummælendur frá Sviss, Kanada og Hollandi svara spurningum sem vakna í umræðunni um þetta mikilvæga mál. Dagskráin er aðgengileg á https://endurmenntun.is/namskeid/16085/danaradstod-reynsla-annarra-landa/302374 Höfundur er stjórnarmaður í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Hægt er að kynna sér starf félagsins á www.lifsvirding.is
Þetta er óraunhæft áhyggjuefni. Í löndum eins og Sviss, Hollandi og Kanada er lögð sérstök áhersla á að dánaraðstoð sé aðeins veitt einstaklingi sem hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum.
Í löndum þar sem dánaraðstoð er lögleidd er mikil áhersla lögð á að vernda réttindi fatlaðra einstaklinga. Dánaraðstoð er aðeins veitt fólki sem þjáist af ólæknandi sjúkdómum sem valda óbærilegum sársauka eða lífsgæðum sem eru með öllu óbærileg. Fatlaðir einstaklingar sem ekki búa við slíkt ástand hafa því ekki rétt á dánaraðstoð. Strangt eftirlit er til staðar til að tryggja að enginn verði undir þrýstingi.
Sumir óttast að dánaraðstoð verði misnotuð til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega þegar kemur að umönnun aldraðra. En rannsóknir frá löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð sýna að þessar áhyggjur eru ekki á rökum reistar. Hvergi hafa komið fram vísbendingar um kerfisbundinn þrýsting á aldraða einstaklinga til að spara kostnað.
Dánaraðstoð er hugsuð sem mannúðarúrræði fyrir fólk sem þjáist af óbærilegum kvölum, og ekki sem tæki til að spara fjármuni í heilbrigðiskerfinu. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru í gildi ströng skilyrði, sem fela meðal annars í sér kröfur um ítarlegt mat frá fleiri en einum lækni til að tryggja að ákvörðunin sé bæði lögmæt og byggð á vilja einstaklingsins. Það þarf einnig að sýna fram á að þjáning viðkomandi sé óbærileg og ekki hægt að bæta með öðrum hætti.
Dánaraðstoð er ekki lausn sem boðin er hverjum sem er. Það er ekki nægilegt að vilja deyja; einstaklingurinn þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái úrræðið. Sem dæmi má nefna að í Hollandi hafa aðeins verið fimm dómsmál vegna gruns um misferli við framkvæmd dánaraðstoðar á síðustu 22 árum, af yfir 100.000 tilfellum. Engin þeirra mála leiddu í ljós brot á lögum eða reglum.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun