Síðasta kolaorkuveri Bretlands lokað Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2024 08:43 Ratcliffe-on-Soar-kolaorkuverið í Nottingham á Englandi. Slökk var á þessu síðasta kolaorkuveri Bretlands í nótt. AP/Rui Vieira Brennslu kola til rafmagnsframleiðslu er lokið í Bretlandi eftir 142 ára sögu. Slökkt var á síðasta kolaorkuveri landsins í nótt. Meiri en helmingur af raforku er nú framleidd með endurnýjanlegum hætti í Bretlandi. Ratfliffe-on-Soar-kolaorkuverið í Nottingham á Englandi brenndi sínum síðustu kolum á miðnætti að staðartíma í nótt. Það hafði verið starfrækt frá árinu 1967. Peter O'Grady, stöðvarstjóri versins, segir daginn tilfinningaþrunginn. „Þegar ég hóf feril minn fyrir 36 árum ímyndað ekkert okkar sér framtíð án kolabrennslu um ævi okkar,“ segir O'Grady. Fyrsta kolaorkuverið, Rafljóssstöð Edisons, opnaði í London árið 1882. Síðan þá voru kol aðalorkugjafi landsins. Íbúar stórborga fundu áþreifanlega fyrir því þegar mengunarþoka vegna kolabrunans lá yfir þeim. Hlutur kola í orkuframleiðslu Bretlands hefur verið á hraðri niðurleið. Um áttatíu prósent alls rafmagns þar var framleitt með bruna á kolum árið 1990 en hlutfallið var komið niður í 39 prósent árið 20212. Í fyrra stóðu kol aðeins fyrir einu prósenti af raforkuframleiðslunni. Um helmingur raforku í Bretlandi er nú framleiddur í sólar- og vindorkuverum og afgangurinn með bruna á jarðgasi og í kjarnorkuverum. Bresk stjórnvöld stefna að því að öll orka í landinu verði vistvæn fyrir árið 2030. „Tímabili kolanna er kannski að ljúka en ný öld góðra starfa í orkuframleiðslu í landinu er bara rétt að byrja,“ sagði Michael Shanks, orkumálaráðherra, í tilefni tímamótanna. Loftslagsmál Orkumál Bretland Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Sjá meira
Ratfliffe-on-Soar-kolaorkuverið í Nottingham á Englandi brenndi sínum síðustu kolum á miðnætti að staðartíma í nótt. Það hafði verið starfrækt frá árinu 1967. Peter O'Grady, stöðvarstjóri versins, segir daginn tilfinningaþrunginn. „Þegar ég hóf feril minn fyrir 36 árum ímyndað ekkert okkar sér framtíð án kolabrennslu um ævi okkar,“ segir O'Grady. Fyrsta kolaorkuverið, Rafljóssstöð Edisons, opnaði í London árið 1882. Síðan þá voru kol aðalorkugjafi landsins. Íbúar stórborga fundu áþreifanlega fyrir því þegar mengunarþoka vegna kolabrunans lá yfir þeim. Hlutur kola í orkuframleiðslu Bretlands hefur verið á hraðri niðurleið. Um áttatíu prósent alls rafmagns þar var framleitt með bruna á kolum árið 1990 en hlutfallið var komið niður í 39 prósent árið 20212. Í fyrra stóðu kol aðeins fyrir einu prósenti af raforkuframleiðslunni. Um helmingur raforku í Bretlandi er nú framleiddur í sólar- og vindorkuverum og afgangurinn með bruna á jarðgasi og í kjarnorkuverum. Bresk stjórnvöld stefna að því að öll orka í landinu verði vistvæn fyrir árið 2030. „Tímabili kolanna er kannski að ljúka en ný öld góðra starfa í orkuframleiðslu í landinu er bara rétt að byrja,“ sagði Michael Shanks, orkumálaráðherra, í tilefni tímamótanna.
Loftslagsmál Orkumál Bretland Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Sjá meira