Fordæmalaus áform og enginn lagarammi til um eftirlit Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2024 15:03 Hafrannsóknarstofnun gefur áformum þýska fyrirtækisins Heidelberg um efnistöku og uppbyggingu við Þorlákshöfn falleinkunn. Þorsteinn Víglundsson talsmaður Heidelbergkveður fyrirtækið hafa mætt stofnuninni í fyrri umsögn. Nú sé verið að fara yfir síðara mat hennar. Vísir Hafrannsóknarstofnun leggst aftur gegn áformum þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg um efnistöku af hafsbotni við Landeyjar. Öll framkvæmdin sé stórskala og án fordæma. Sviðsstjóri segir heildaráhrif framkvæmdarinnar neikvæð á hrygningu helstu fiskistofna, strandlengjuna og lífríkið á svæðinu. Talsmaður Heidelberg segir umsögnina ekki bæta miklu við fyrri umsögn stofnunarinnar sem fyrirtækið hafi komið á móts við. Nú sé verið að fara yfir síðara matið. Áform þýska sementsfyrirtækisins Heidelbergs um að reisa mölunarverksmiðju við Þorlákshöfn hafa verið umdeild hjá íbúum og ýmsum fyrirtækjum á svæðinu frá því þau voru kynnt fyrir rúmum tveimur árum. Sækja á efnið að mestu í sjávarnámur úti fyrir landi. Þá á að byggja nýja höfn samhliða framkvæmdinni. Íbúakosningu um skipulag svæðisins sem átti að fara fram í sumar var frestað eftir að First Water gerði athugasemdir við uppbyggingaráformin. Þá hefur Vestmanneyjarbær gert alvarlegar athugasemdir. Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu um uppbygginguna í maí. Fram kom að uppbyggingin uppfylli skilyrði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Athugasemdir voru hins vegar gerðar við sjónræn áhrif og bent á mikilvægi þess að lífríkið á svæðinu verði vaktað. Þá lýsti stofnunin áhyggjum af stöðu grunnvatns á svæðinu. Stofnunin óskaði svo eftir umsögn Hafrannsóknarstofnunar sem skilaði umsögn sinni í síðustu viku. Leggjast alfarið gegn framkvæmdinni Þar leggst Hafró alfarið gegn efnistöku af hafsbotni við Landeyjar í umsögn sem telur þrettán blaðsíður. Framkvæmdin sé stórskala og án fordæma hér á landi. Hafró vísar til fyrri úrskurðar um að efnisnámið geti haft slæm áhrif á fiskistofna sem hrygna á svæðinu. Jónas Páll Jónasson er sviðsstjóri Botnsjávarsviðs Hafró. „Afstaða stofnunarinnar er neikvæð gagnvart framkvæmdinni. Heildaráhrifin hennar eru neikvæð að okkar mati.Í fyrsta lagi er það umfang efnistökunnar á svæðinu en það er mikilvægt fyrir hrygningu okkar helstu nytjategunda eins og loðnu og þorsks. Þarna eru líka sandsílasvæði. Þetta snýr líka að strandrofi því þarna er áformað að taka mikið magn efnis. Við gerðum sambærilegar athugasemdir í fyrstu umsögn okkar. Heidelberg svaraði en við teljum fyrirtækið sé enn þá langt frá því að uppfylla skilyrði okkar,“ segir Jónas. Engin lagarammi til um eftirlit Þá gerir Hafrannsóknarstofnun athugasemd við að engin lög eða reglugerðir séu til um eftirlit með framkvæmdinni. Jónas segir fleiri vankanta á framkvæmdinni. „Það losnar mikið af fínu efni í efnistöku eins og þarna er fyrirhuguð sem við teljum að geti haft mjög slæm áhrif á lífríki á svæðinu,“ segir hann. Umsögnin bæti ekki miklu við Þorsteinn J. Víglundsson talsmaður Heidelberg hér á landi segir að fyrirtækið telji sig hafa komið á móts við Hafrannsóknarstofnun. „Við gagnrýndum mikið fyrri umsögn Hafró og teljum þessa umsögn ekki bæta miklu við. Við höfum komið á móts við áhyggjur sem komu fram í fyrsta áliti stofnunarinnar. Í stuttu málið virðist okkur að þarna sé vel hægt að vinna það efnismagn sem við leggjum til eftir fyrri umsögnina án þess að það hafi áhrif á lífríki og umhverfi. Við erum að klára að fara yfir síðara matið. Eftir það tekur Skipulagsstofnun málið til umfjöllunar og svo er leyfisumsögn á borði Orkustofnunar,“ segir Þorsteinn. Ölfus Stóriðja Deilur um iðnað í Ölfusi Umhverfismál Námuvinnsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Áform þýska sementsfyrirtækisins Heidelbergs um að reisa mölunarverksmiðju við Þorlákshöfn hafa verið umdeild hjá íbúum og ýmsum fyrirtækjum á svæðinu frá því þau voru kynnt fyrir rúmum tveimur árum. Sækja á efnið að mestu í sjávarnámur úti fyrir landi. Þá á að byggja nýja höfn samhliða framkvæmdinni. Íbúakosningu um skipulag svæðisins sem átti að fara fram í sumar var frestað eftir að First Water gerði athugasemdir við uppbyggingaráformin. Þá hefur Vestmanneyjarbær gert alvarlegar athugasemdir. Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu um uppbygginguna í maí. Fram kom að uppbyggingin uppfylli skilyrði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Athugasemdir voru hins vegar gerðar við sjónræn áhrif og bent á mikilvægi þess að lífríkið á svæðinu verði vaktað. Þá lýsti stofnunin áhyggjum af stöðu grunnvatns á svæðinu. Stofnunin óskaði svo eftir umsögn Hafrannsóknarstofnunar sem skilaði umsögn sinni í síðustu viku. Leggjast alfarið gegn framkvæmdinni Þar leggst Hafró alfarið gegn efnistöku af hafsbotni við Landeyjar í umsögn sem telur þrettán blaðsíður. Framkvæmdin sé stórskala og án fordæma hér á landi. Hafró vísar til fyrri úrskurðar um að efnisnámið geti haft slæm áhrif á fiskistofna sem hrygna á svæðinu. Jónas Páll Jónasson er sviðsstjóri Botnsjávarsviðs Hafró. „Afstaða stofnunarinnar er neikvæð gagnvart framkvæmdinni. Heildaráhrifin hennar eru neikvæð að okkar mati.Í fyrsta lagi er það umfang efnistökunnar á svæðinu en það er mikilvægt fyrir hrygningu okkar helstu nytjategunda eins og loðnu og þorsks. Þarna eru líka sandsílasvæði. Þetta snýr líka að strandrofi því þarna er áformað að taka mikið magn efnis. Við gerðum sambærilegar athugasemdir í fyrstu umsögn okkar. Heidelberg svaraði en við teljum fyrirtækið sé enn þá langt frá því að uppfylla skilyrði okkar,“ segir Jónas. Engin lagarammi til um eftirlit Þá gerir Hafrannsóknarstofnun athugasemd við að engin lög eða reglugerðir séu til um eftirlit með framkvæmdinni. Jónas segir fleiri vankanta á framkvæmdinni. „Það losnar mikið af fínu efni í efnistöku eins og þarna er fyrirhuguð sem við teljum að geti haft mjög slæm áhrif á lífríki á svæðinu,“ segir hann. Umsögnin bæti ekki miklu við Þorsteinn J. Víglundsson talsmaður Heidelberg hér á landi segir að fyrirtækið telji sig hafa komið á móts við Hafrannsóknarstofnun. „Við gagnrýndum mikið fyrri umsögn Hafró og teljum þessa umsögn ekki bæta miklu við. Við höfum komið á móts við áhyggjur sem komu fram í fyrsta áliti stofnunarinnar. Í stuttu málið virðist okkur að þarna sé vel hægt að vinna það efnismagn sem við leggjum til eftir fyrri umsögnina án þess að það hafi áhrif á lífríki og umhverfi. Við erum að klára að fara yfir síðara matið. Eftir það tekur Skipulagsstofnun málið til umfjöllunar og svo er leyfisumsögn á borði Orkustofnunar,“ segir Þorsteinn.
Ölfus Stóriðja Deilur um iðnað í Ölfusi Umhverfismál Námuvinnsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira