Fjöldi skotflauga lenti í Ísrael Samúel Karl Ólason og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. október 2024 16:43 Skotflaugum og braki úr þeim hefur rignt yfir Ísrael. AP Að minnsta kosti tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael frá Íran í dag. Viðvörunarlúðrar ómuðu víðsvegar í Ísrael og er útlit fyrir að þó nokkrar þeirra hafi náð í gegnum loftvarnir Ísraela og brak úr mörgum féll til jarðar. Fyrr í dag höfðu fregnir borist af því að Íranar stefndu að því að gera árásir á fjögur skotmörk í Ísrael. Þau skotmörk voru sögð vera þrjár herstöðvar og höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, skammt norður af Tel Aviv. Sjá einnig: Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Í yfirlýsingu frá Byltingarverði Íran segir að árásin sé hefndaraðgerð vegna dauða Hassan Nasrallah, leiðtoga Hamas, sem féll í loftárás Ísraela í Líbanon á föstudaginn. Þá voru Ísraelar varaðir við því að hefna sín vegna árásarinnar. Her Ísrael segir margar skotflaugar hafa verið skotnar niður en einn Palestínumaður er sagður hafa dáið þegar hann varð fyrir braki úr einni skotflaug á Vesturbakkanum. Talsmaður hersins segir að árás Íran muni „hafa afleiðingar“. Ísraelar muni bregðast við þegar þeim hentar. Multiple missile impacts seen outside #TelAviv, as the skies light up with enemy missiles & interceptors.pic.twitter.com/4LcNIRpYjV— Charles Lister (@Charles_Lister) October 1, 2024 Multiple intercepts over us just now pic.twitter.com/AfzxFsF7Q7— Jim Sciutto (@jimsciutto) October 1, 2024 Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Fyrr í dag höfðu fregnir borist af því að Íranar stefndu að því að gera árásir á fjögur skotmörk í Ísrael. Þau skotmörk voru sögð vera þrjár herstöðvar og höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, skammt norður af Tel Aviv. Sjá einnig: Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Í yfirlýsingu frá Byltingarverði Íran segir að árásin sé hefndaraðgerð vegna dauða Hassan Nasrallah, leiðtoga Hamas, sem féll í loftárás Ísraela í Líbanon á föstudaginn. Þá voru Ísraelar varaðir við því að hefna sín vegna árásarinnar. Her Ísrael segir margar skotflaugar hafa verið skotnar niður en einn Palestínumaður er sagður hafa dáið þegar hann varð fyrir braki úr einni skotflaug á Vesturbakkanum. Talsmaður hersins segir að árás Íran muni „hafa afleiðingar“. Ísraelar muni bregðast við þegar þeim hentar. Multiple missile impacts seen outside #TelAviv, as the skies light up with enemy missiles & interceptors.pic.twitter.com/4LcNIRpYjV— Charles Lister (@Charles_Lister) October 1, 2024 Multiple intercepts over us just now pic.twitter.com/AfzxFsF7Q7— Jim Sciutto (@jimsciutto) October 1, 2024 Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Ísrael Hernaður Íran Tengdar fréttir Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa ákveðið að kalla út fjögur stórfylki af varaliði vegna átakanna við landamærin Ísrael og Líbanon. Hermennirnir eiga að verða sendir að landamærunum en Ísraelar hafa verið að gera loftárásir og áhlaup yfir landamærin þar sem sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í göng og hella sem eiga að hafa verið í notkun af vígamönnum Hezbollah. 1. október 2024 14:10 Árásir Ísraelsmanna í Líbanon héldu áfram í nótt Ísraelsher hefur staðið í afmörkuðum hernaðaraðgerðum í Líbanon í alla nótt en lítið áhlaup var gert á landið í gær. Talsmenn hersins segja að verið sé að ráðast gegn ákveðnum skotmörkum innan landamæranna sem lúti stjórn Hezbollah-samtakanna. 1. október 2024 06:40 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa ákveðið að kalla út fjögur stórfylki af varaliði vegna átakanna við landamærin Ísrael og Líbanon. Hermennirnir eiga að verða sendir að landamærunum en Ísraelar hafa verið að gera loftárásir og áhlaup yfir landamærin þar sem sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í göng og hella sem eiga að hafa verið í notkun af vígamönnum Hezbollah. 1. október 2024 14:10
Árásir Ísraelsmanna í Líbanon héldu áfram í nótt Ísraelsher hefur staðið í afmörkuðum hernaðaraðgerðum í Líbanon í alla nótt en lítið áhlaup var gert á landið í gær. Talsmenn hersins segja að verið sé að ráðast gegn ákveðnum skotmörkum innan landamæranna sem lúti stjórn Hezbollah-samtakanna. 1. október 2024 06:40